Víkurfréttir - 05.01.2006, Síða 19
nýjustu fréttir
pT.T.R DRGA AVF.IS
Erla Dögg Iþróttamaður ársins 2005
Erla Dögg Haraldsdóttir, sundkona úr
Njarðvík, var á gamlársdag kjörin íþrótta-
maður Reykjanesbæjar fyrir árið 2005.
Erla, sem er ein fremsta sundkona landsins,
náði afar góðum árangri í ár og er til alls líkleg
á nýju ári.
I ár varð Erla Dögg íslandsmeistari í 8 einstaklings-
greinum. Á Smáþjóðaleikunum í Andorra var hún
í fararbroddi íslendinganna hvað verðlaun snertir,
þar vann hún þrenn gullverðlaun og ein silfurverð-
laun. Erla Dögg sló á árinu eitt aldursflokkamet.
Erla Dögg tók þátt í einu alþjóðlegu móti með fé-
lagsliðinu sínu á árinu, þar sem hún vann til fjölda
verðlauna. Einnig keppti hún á danska meistarmót-
inu með íslenska landsliðinu þar sem hún hafnaði
í þriðja sæti í einni grein. Á afrekaskrá SSÍ á þessu
tímabili þá trónir Erla Dögg á toppnum í hvorki
fleirri né færri en fjórtán einstaklingsgreinum
í unglingaflokki og tíu í fullorðinsflokki. Erla
Dögg hlaut í ár, eins og tvö síðustu ár, styrk frá ÍSl
úr sjóðnum „Ungir og framúrskarandi efnilegir
íþróttamenn."
Camilla Petra Sigurðardóttir, hestakona, var í öðru
sæti og Friðrik Stefánsson, körfuknatttleiksmður,
var í þriðja sæti.
íþróttamenn ársins eftir greinum:
Vélhjólaíþróttir: Aron Ómarsson
Iþróttamaður fatlaðra: Arnar Már Ingibjörnsson
Körfuknattleikur: Friðrik Erlendur Stefánsson
Badminton: Ingólfur Ólafsson
Fimleikar: Selma Kristín Ólafsdóttir
Knattspyrna: Jónas Guðni Sævarsson
Sund: Erla Dögg Haraldsdóttir
Skotfimi: Árni B. Pálsson
Taekwondo: Ivan Ilievski
Lyftingar: Sturla Ólafsson
Siglingar: Heiðrún Pálsdóttir
Ólympískir hnefaleikar: Daníel Þórðarson
Golf: Heiða Guðnadóttir
Hestaíþróttir: Camilla Petra Sigurðardóttir.
Á athöfninni voru hinir fjölmörgu Islandsmeist-
arar Reykjanesbæjar einnig verðlaunaðir, og Krist-
björn Álbertsson, sem lét nýverið af formennsku
UMFN og stjónarsetu í ÍRB var heiðraður fyrir
framlag sitt til íþróttastarfs.
Hólmar lánaður til
Trelleborg
Hólmar Örn Rúnarsson
leikmaður knattspyrnuliðs
Keflavíkur verður á láni
hjá sænska 1. deildarliðinu
Trelleborg TF. fyrstu mán-
uði árisns 2006. Glugginn
til að skipta yfir í lið á Norð-
urlöndum lokar 1. apríl svo
hans mál skýrast fyrir þann
tíma.
Grindavík lá í
Veturbænum
KR sigraði Grindavík í
Iceland Express deild karla
í síðustu viku, 82 - 81, í
skemmtilegum og spenn-
andi leik. Brynjar Björns-
son reyndist vera hetja KR
á lokasprettinum þegar
hann setti niður mikilvægar
körfur. Jeremiah Johnson
var stigahæstur Grindvík-
inga í leiknum með 28
stig en það dugði ekki til.
Birkir Már fbróttamaður
9
iki
Keflavíkur 2005
Birkir Már Jónsson,
sundmaður, var í gær
kjörinn íþróttamaður
Keflavíkur árið 2005. Birkir er
vel að titlinum kominn, enda
hefur hann náð afar góðum ár-
angri upp á síðkastið. Hann
varð í ár íslandsmeistari í 6
einstaklingsgreinum á íslands-
mótum SSI. Á íslandsmótinu í
50m laug í 200m skriðsundi og
200m flugsundi og á íslands-
meistaramótinu í 25m laug í
200m flugsundi, 400m skrið-
sundi, 200m skriðsundi og
lOOm flugsundi.
Birkir Már hlaut í ár sem og tvö
sl. ár styrk frá ÍSÍ úr sjóðnum
„Ungir og framúrskarandi efni-
legir íþróttamenn”. Á afrekaskrá
SSÍ á þessu tímabili trónir Birkir
Már á toppnum í sex greinum í
fullorðinsflokki.
ATH M y n d i r a f leikasýningu birtast í næst; ! f i m - UMFG blaði.
Njarðvíkurpiltar
sigra í grannaslag
Njarðvík bar sigurorð
af Keflavík í 11. flokki
pilta á mánudags-
kvöld. Lokastaðan var 67-52
en þetta geysisterka Njarðvfk-
urlið hefur ekki tapað leik svo
árum skiptir.
Njarðvíkingar voru þó ekkert
líkir sjálfum sér í upphafi og
leiddu Keflvíkingar, 21-28 í hálf-
leik. Þegar á leið seinni hálfleik-
inn fóru lykilmenn Njarðvíking-
anna loks að finna sig, sérstak-
lega Hjörtur Hrafn Einarsson,
sem lauk leiknum með 28 stig.
Rúnar Erlingsson kom honum
næstur með 24 stig, en Þröstur
Leó Jóhannsson var allt í öllu
hjá Keflavík og skoraði 21 stig.
Iceland Express
»deildin
íþróttahúsið við Sunnubraut
Fimmtudaginn 5. jan. 2006
kl. 19.15
Keflavík - ÍR
JVesprýði
LanebestQ
Sundæfinqar
Kundæfingar í Heiðarskóla
j-fýrir 3-5 ára iðkendur. , f-f:.
Innritun fer fram í K-húsinu við Hringbraut 108
mánudaginn 9. janúarfrá 18-20!
| K.Kl, ;
>láss eru laus í sunclhöI[|feflavíkur fvr.ir
i 2 ára. Upplýsingar j»ma 698 3232,
pflngvarGuðtnundsson.
Nánari upplýsingar gefur
Sóley Margeirsdóttir í síma 867 7460
eða í gegnum netfangið soleym05@ru.is
TAEKWONDO
Irmritun '”:r
fer fram
fimmtudaginn »v|
5. janúar kl. 17 - 19^^
í K-húsinu
við Hringbraut
milli kl. 17.00 og 19.00.
Li
ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU í BOÐí LANDSBANKANS
VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR I 19