Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.01.2006, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 12.01.2006, Blaðsíða 2
SVART 8* SYKURLAUST Stutt og kjarnyrt... Oft getur verið fróðlegt að blaða í gegnum fundargerðir hjá hinum ýmsu ráðum og nefndum sem fara með op- inber mál. Þó kemur fyrir að ritstíll sé fullknappur og ekki sé á færi nema innvígðra og innmúraðra að fá botn í það sem rætt er. Á síðasta bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ steig Jóhann Geirdal, oddviti Samfylking- armanna, í pontu og vakti athygli á einum lið í fundar- gerð stjórnar Sambands sveit- arfélaga á Suðurnesjum. í 7. lið segir: „Bréf dags 13/12 '05 frá sveitarfélag- inu Garði. Stjórnin tekur undir erindi bréfsins.“ Eins og gefur að skilja var ekki gott að ráða í erindið, en Böðvar Jónsson, bæjar- stjórnarmaður og formaður stjórnar SSS, var heldur ekki með á hreinu um hvað var rætt. Hjörtur Zakaríasson, bæj- arritari, fór á stúfana en gat ekki útvegað neina skýr- ingu á erindinu. Vakti þessi uppákoma nokkra kátínu á fundinum, en Böðvar kvaðst mundu reyna að hafa uppi á bréfinu til að málið myndi skýrast. Leitað að draugum... Ibúar við Skagabraut í Garði fengu nokkrir hverjir undarleg símtöl á dögunum. Spurt var um draugagang og vildi sá sem hringdi meina að vart hefði verið við drauga í næsta nágrenni við Útskálakirkju eftir að farið var að grafa við gamla prestsetrið á Útskálum. Sá sem spurðist fyrir um draugana var blaðamaður á DV. Hvort Mórar og Skottur úr Garðinum verði á forsíðu DV á næstunni verður að koma í ljós... MUNDI Ætli vœri ekki vissara að hrekja út illa anda á DV... a Sveitarfélagið Vogar: Eykt vill byggingaland fyrir 15.000 nýja íbúa í landi Voga Byggingafyrirtækið Eykt hefur átt tvo fundi með Sveitarfélaginu Vogum vegna hugmynda um 10- 15.000 manna byggðarkjarna í Hvassahrauni. Hugmyndir Eyktar eru um byggðarkjarna frá Straumsvík og með strönd- inni í Hvassahrauni að núver- andi sumarhúsabyggð við mis- læg gatnamót í Hvassahrauni. Jóhanna Reynisdóttir, bæjar- stjóri í Sveitarfélaginu Vogum, sagði í samtali við Víkurfréttir að málið væri á algjöru frum- stigi. Ósldr Eyktar eru fyrst og fremst um það að í aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Voga sé gert ráð fyrir íbúðabyggð á þessum stað. Hverfið er elckert smáræði en gert er ráð fyrir íbúafjölda sem svarar til nærri tvöföldunar á íbúatölu Suðurnesja í dag. Fyr- irhuguð byggð mun bæði vera í landi Hafnarfjarðar og Sveitar- félagsins Voga, en stærri hluti hennar er í Vogalandi. Byggð eins og gert er ráð fyrir að rísi í Hvassahrauni kallar á gríðarlegar framkvæmdir sveit- arfélagsins og eru af þeirri stærð að í dag hefur sveitarfélagið ekki burði til þess, nema hafa góðar tryggingar frá verktaka sem byggir svæðið. Er þar verið að ræða um hugsanlega 4-5 grunn- skóla, fjölda leikskóla, gatna- gerð og veitukerfi, svo fátt eitt sé nefnt. Jóhanna bæjarstjóri sagði að Eykt gæfi sér 3 til 4 ár í undir- búning fyrir framkvæmdina en ljóst væri að einhver ár tæki að byggja upp nýja hverfið, sem væri að 10 til 15 falda stærð Sveitarfélagsins Voga eins og það er í dag. Stærra íþróttasvæði en Laugardalurinn í Reykjavík Mik il bylt ing er framundan í íþrótta- málum í Reykja- nesbæ, en framkvæmdir við íþróttasvæðið ofan Reykja- neshallar í Njarðvík hefjast á morgun, föstudag. Um er að ræða svæði sem er um- fangsmeira en Laugardalurinn í Reykjavík, en þar er fyrirhuguð framtíðaraðstaða íþróttafélag- anna í bænum. 1 fyrsta áfanga verkefnisins verður byggð upp aðstaða fyrir knattspyrnudeild UMFN, en svæðið sem Njarðvík- urvöllur stendur á núna verður tekið undir þjónustuíbúðar- kjarna aldraðra. Æfingasvæðið verður tilbúið um mitt næsta sumar, en í framhaldinu verður ráðist í byggingu á nýjurn keppn- isvelli og stúku til afnota fyrir bæði UMFN og Keflavík auk æfingaaðstöðu fyrir Keflavík. Ráðgert er að aðalleikvangurinn verði tilbúinn vorið 2008. Ellert B. Schram, forseti Iþrótta- og ólympíusambands íslands, mun hrinda framkvæmdum af stað á táknrænan hátt með aðstoð formanns íþróttabanda- lags Reykjanesbæjar, Jóhanns B. Magnússonar, formanns Kefla- víkur, íþrótta- og ungmennafé- lags, Einars Haraldssonar og for- manns Ungmennafélags Njarð- víkur, Kristjáns Pálssonar. Kynningarfundur um fram- kvæmdirnar hefst í íþróttaaka- demíunni kl. 13.30 og verður verkefnið þá kynnt í máli og myndum. a ^BjbUiMíir trffitir Á tóf u- skytterfl úr jeppanum Lögreglu barst ábend- ing um að skotið hafði verið úr jeppa- bifreið sem lagt var á vinnu- svæði Reykjanesvirkjunar seint á þriðjudagskvöldið. Öryggisvörður við virkjun- ina tilkynnti lögreglu um verknaðinn. Lögreglumenn fóru á stað- inn og náðu tali af tveimur mönnum sem voru í jeppa- bifreiðinni. Annar þeirra var með byssu og leyfi fyrir henni, þá voru þeir með dauða tófu í bifreiðinni. Eggja- , hernaðurí Grindavík Hópur unglinga í Grindavík var stað- inn að eggjakasti á þriðjudagskvöld. Úpp úr kl. 21 barst tilkynning um að eggjum væri kastað inn á svæði sundlaugarinnar í bænum og skömmu síðar fengu egg að fljúga í einbýl- ishús skammt frá. Lögreglu- menn fóru á svæðið og upplýstu verknaðinn með snatri. FRÉTTASÍMINN J5QLORHB Sandgerðisbær: Gert ráð fyrir rekstrarafgangi R eftir. úmlega 8 milljóna hagnaður verður á rekstri Sandgerðisbæjar á þessu ári gangi fjárhagsáætlun Helstu niðurstöður frumvarpsins í saman- burði við áætlun 2005 eru að heildartekjur, skatttekjur og aðrar tekjur, eru áætlaðar kr. 779.878.000,- en voru 736.961.000,- Hækkun um 5.8% á milli ára. Heildarútgjöld eru áætluð kr. 740.001.000,- og þar af reiknaðar afskriftir kr. 45.474.000,- en voru 689.800.000,- og þar af reiknaðar afskriftir kr. 42.324.000,- Hækkun heildarút- gjalda er um 7.3 % á milli ára. Útgjaldahliðin hækkar meira en tekjuhliðin vegna aukinnar þjónustu á leikskóla bæjarfé- lagsins á árinu 2006. Vaxtagjöld kr. 31.297.000,- en þau voru kr. 47.509.000,- á árinu 2003. Rekstrarniðurstaða er því jákvæð kr. 8.579.000,- fyrir samstæðuna. Heildareignir í þúsundum króna á hvern íbúa er nú um 1097 og heildarskuldir á íbúa eru um 637 þúsund á hvern íbúa. Veltufjárhlutfall bæjarsjóðs er áætlað 1.77 en fýrir samstæðuna verður veltufjárhlut- fallið á árinu 2006 0.75. Telja yfirvöld því að horfur fyrir næsta ár séu góðar fyrir Sand- gerðisbæ. Ýmislegt hefur áunnist í Sandgerði síðustu misseri og eru fleiri verkefni á dagskrá í sveitarfélaginu á næstunni. Næsta stórverkefni eftir byggingu húsnæðis á miðbæjarsvæði er, að mati meirihluta bæjarstjórnar, uppbygging á flugstöðvar- svæðinu og markaðsátak í atvinnumálum á vegum Sandgerðisbæjar, stækkun leikskól- ans og frekari uppbygging byggðar til að mæta þjónustugetu bæjarfélagsins. IRÁNETII 2 VIKURFRÉTTIR 2. TÖLUBLAÐ 27.ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.