Víkurfréttir - 12.01.2006, Blaðsíða 14
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum
IÍTSALA
F I ÖRÐ U R
<V£px
PÓSTURINN
Bréfberar óskast
íslandspóstur auglýsir eftir bréfberum
í Keflavík, bæði til afleysinga og í fast starf.
Vinnutími er frá kl. 08:00 til 16:15
Umsóknarfrestur er til 17. janúar
AUarnánari upplýsingarveitir
Anna María Guðmundsdóttir stöðvarstjóri.
Umsóknum skal skilað til:
íslandspóstur
Hafnargötu 89
230 Keflavík
www.postur.is
Viltu læra vélgæslu,
kínversku eða bæta
lestrarhæfni?
Mikil fræðsla hefur farið fram hjá Miðstöð
símenntunar á Suðurnesjum frá stofnun hennar.
Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður MSS
segir einkar ánægjulegt að hér á svæðinu séu einstakling-
arnir meðvitaðir um mikilvægi þess að viðhalda sér bæði í
starfi og kanna nýja áhugaverða hluti.
Námskrá MSS kom út s.l. flmmtudag
og heyrðum við í Guðjónína Sæmunds-
dóttur um starfíð á komandi önn.
Hvað er helst í boði hjá MSS á þessari
önnf
Námskeiðin okkar eru margvísleg að
vanda. Við erum með margskonar tóm-
stundanám s.s. matreiðslunámskeið,
skák, köfun, ullarþæfmgu, að sauma vík-
ingaklæðnað, skartgripasmíði, tréútskurð, að gera upp gömul
húsgögn, myndlistarnámskeið o.s frv.
Við bjóðurn upp á starfstengd nám s.s vélgæslu, fagnámskeið
fyrir starfsfólk á leikskólum, námskeið í betri skilning á upplýs-
ingum úr bóklialdi, þekkingarstjórnun, kennslufræði fullorð-
inna og námskeið fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjónustu.
Við bjóðum upp á ýmis námskeið til að bæta lestrarhæfni.
Meðal annars bjóðum við upp á greiningu fyrir þá sem telja sig
eiga við lesblindu að stríða og hafa stéttarfélögin komið þar að
og niðurgreitt fyrir sína félagsmenn. í boði er námskeið fyrir
einstaklinga sem greinast með lesblindu, einnig námskeið fyrir
þá sem þurfa að bæta starfsetningu sína og svo bjóðum við upp
á hraðlestrarnámskeið en það hentar t.d. þeim sem eru í námi
bæði framhaldsskóla og háskóla.
Einnig er í boði nokkur tungumálanámskeið þar á rneðal enska,
spænska, kínverska og íslenska fyrir útlendinga.
Við höfum verið að vinna í verkefni sem snýr að því að fá
ófaglærða til að fara í iðnnám. Námið er að hefjast nú í janúar
og er enn hægt að bæta við þátttakendum og því vil ég hvetja
áhugasama um að hafa samband.
Hvernighafa viðbrögðin veriðf
Viðbrögðin við námskeiðunum hafa verið góð og er um að gera
að skrá sig sem fyrst til að vera öruggur um pláss.
Hefur verið góð þátttaka á námskeið MSS undanfarin árf
Það hefur verið mikil fræðsla sem hefur farið fram hjá okkur
sem er einkar ánægjulegt því að það sýnir að hér á svæðinu eru
einstaklingarnir meðvitaðir urn mikilvægi þess að viðhalda sér
bæði í starfi og kanna nýja áhugaverða hluti.
Félag áhugafólks
um ljósmyndun
verður stofnað í
88húsinu þriðjudaginn
17. janúar kl. 20:00
Allir áhugaljósmyndara
boðnir velkomnir.
14 I ViKURfRÉTTiR i 2. TÖIUBLAÐ : 27.ÁRGANGUR
VÍKURFRÉTTiR Á NETiNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!