Víkurfréttir - 12.01.2006, Blaðsíða 12
Góðir viðskjptavinir Jóns Ólafs I islandsbanka heiðruðu
hann síðaBta starfsdaginn og færðu l]|)num gjöf. F.v.
-flermann Janasson, Jón Björn Sigtryggsson, Jón Ólafur
Jónsson, Rpbert Svavarsson, Steinar Stgtryggsson og
Þorvaldur Finnsson. Allt auðvitað golffclagar!
Jón Ólalur symr hór umsóknareyóublaó iynr Eurocard
Hættur eftir aldarfjórðung í Utvegs/lslandsbanka í Keflavík:
■
m A
1 M !'' ■: Jt
einungis hægt að fá gjaldeyri í
Útvegsbankanum í Keflavík eða
Landsbankanum á Keflavíkur-
flugvelli því það voru bara rík-
isbankar sem höfðu leyfi til að
afgreiða dollara, pund og slíkt.
Á þeim tíma fór jafnvel meiri
gjaldeyrir frá leigubílstjórum á
Suðurnesjum sem höfðu miklar
dollaratekjur af varnarliðs-
mönnum.
Og á þessum tíma komu kredit-
kortin, ekki satt? (sjá gamla
úrklippu úr VF síðan 1983 hér
fyrir neðan).
Það er margt sem er eftirminnilegt á aldarfjórðungi í banka-
starfsemi enda hefur orðið gífurlega mikil breyting á
mörgu“, segir Jón Ólafur Jónsson en hann hætti störfum
30. des. sl. en 5. des. varð hann 65 ára og þá ber starfsmönnum í
íslandsbanka að leggja niður störf í sama mánuði og þeir fagna
þessum áfanga.
Jón Ólafur er vel þekktur maður
á Suðurnesjum en hann var
einn margra Vestfirðinga sem
komu til Suðurnesja um miðja
síðustu öldLeða þannig!
„Ég var einn af mörgum sem
Jósafat Arngrímsson, þekktur
kaupsýslumaður þess tíma
dró til Keflavíkur“, segir Jón
Óli sem hóf störf hjá honum í
Kyndli sem þá var ein stærsta
og þekktasta verslunin í bítla-
bænum.
Ekki getur blaðamaður sleppt
tækifærinu að spyrja Jón Öla
um Jósafat en hann hlær við
spurningunni. „Hann var
skemmtilegur hann Jósi og setti
mark sitt á bæinn“, segir Jón Óli
en hann starfaði síðar hjá Kaup-
félagi Suðurnesja og Fríhöfninni
en í nokkur rak hann einnig
sportvöruverslunina Sportvík í
félagi við Magnús Haraldsson.
En síðan eru liðin mörg ár.
Tölvuþekkingin týndist
Jón Óli hóf störf í Útvegsbank-
anum sem þá var ríldsbanki 1.
júlí 1981 og hefði því fagnað 25
ára starfsafmæli í sumar. Hann
var lengst af sinn starfsaldur í
bankanum sem fyrir nokkrum
árum breyttist við sameiningu
við Verslunarbanka og Alþýðu-
banka í Islandsbanka.
En það er ekki hjá því komist
að spyrja kappann út í hvað sé
eftirminnilegast frá aldarfjórð-
ungnum í bankanum en hann
var nánast allan sinn feril í er-
lendum innheimtum sem voru
skrifaðar niður þegar hann hóf
störf, já og með penna,..ekki í
tölvu en kröfur voru jú vélrit-
aðar. „Ég man ég fór á mínum
fyrstu árum á tölvunámskeið
en það kom ekki tölva í bank-
ann fyrr en hálfu ári síðar svo
sú þelddng fór fyrir lítið. Fyrsta
tölvan fór inn á slcrifstofu útibús-
stjórans, Elíasar Jóhannssonar
og það skipti sér nánast enginn
af henni fyrsta hálfa árið. Það
sem hefur komið mér samt á
óvart í allri tölvuvæðingunni
er hvað enn er notaður mik-
ill pappír þó vissulega hafi sú
notkun minnkað með heima-
bönkum og fleiru“.
Einhver skemmtileg atvik?
„Já, ég gleymi því aldrei þegar
það kom tölva í sambandi við
erlenda gjaldeyrinn. Tveir mjög
gamlir viðskiptavinir gátu ekki
fengið afgreiddan gjaldeyrinn
úr tölvunni því kennitala þeirra
var svo lág, báðir fæddir rétt
eftir 1900. Nýja tölvan þoldi
ekki svona lágar tölur“, segir
Jón Óli og hlær en þetta var
fljótlega eftir að gjaldeyrisvið-
skipti voru gefin frjáls. Lengi vel
fram á áttunda áratuginn var
í frægu gullaldarliði
Jón Ólafur var í hinu fræga gull-
aldarliði Keflavíkur í fótbolta
og varð íslandsmeistari fjórum
sinnum á áratug eða frá 1964
til 1973 og síðan bikarmeistari
1975. Jón Óli var í boltanum
langt fram á fertugsaldurinn og
þótti skæður framlínumaður en
hann var lengst af hægri kant-
maður. „Þetta var frábær tími
með skemmtilegum félögum",
segir Jón Óli sem hefur síðasta
aldarfjórðunginn haldið mann-
inn úti á golfvelli eða um það
bil sem hann hóf störf í Útvegs-
bankanum. Hann hefur m.a.
leikið með öldungalandsliðinu
og þá hefur hann verið í stjórn
Golfklúbbs Suðurnesja í mörg
ár.
„Golfíþróttin er frábær íþrótt
því hana er hægt að stunda frá
unga aldri og fram í ellina" segir
kappinn en sama má segja um
snókerinn sem hann hefur líka
stundað þó ekki af sama kappi
og golfið.
Sigurbjörg Gunnarsdóttir, eða
Kreditkortið sló í gegn
„Þetta var mikil bylting á sínum
tíma en við Suðurnesjamenn
tókum þessari nýjung auðvitað
fagnandi og Eurocard var fyrsta
kortið og ég afgreiddi það héðan
úr Útvegsbankanum - í stórum
stíl. Svo man ég eftir að hafa
farið í Áfengisverslunina hér í
Keflavík þegar ÁTVR tók loks-
ins við kreditkortum en það er
samt ekki svo langt síðan.“
Bagga, eiginkona Jóns Óla
verður sextug í sumar og á því
nokkur ár enn eftir í sínu starfi
í Sparisjóðnum í Keflavík. Hún
er dugleg í málaralistinni (sjáiði
bara nýju heimasíðuna hennar
www.bagga.is) og því hlýtur að
vera tilvalið að eiginmaðurinn
taki til hendinni komin heim.
Er kappinn þá orðin húsmóð-
irin á heimilinu og hvernig
gengur líflð eftir vinnu?
Lélegur í eldhúsinu
„Ég ryksugaði í dag og tók
niður jólaskrautið en því miður
er ég ekki mikill bógur í eld-
húsinu og hræddur um að það
verði ekki breyting á því. Ann-
ars er ég mjög sáttur við það að
vera hættur að vinna og leiðist
ekki. Heilsan er fín og það hefur
mikið að segja. Nú býður maður
bara eftir vorinu til að komast
út á golfvöll", sagði Jón Ólafur
Jónsson að lokum.
n
KREDITKORTIN: !
„Gífurleg ásókn þennan mánuð“ í
- segir Jón Ólalur Jónsson i Útvegsbankanum
kortum, en i þessum f Ekki eru allir kaupmenn j
hrifnir af pessan þröun, þar j |
sem þeir þurfa aö greiöa J |
soluskatt af þeim vorum i ,
sem þeir selja i desember
25 janúar. en <a ekki greitt
fyrir hana lyrr en 5. febrúar
Hin mikla aukmng i notkun
kortanna hefur þó leitt þaö
af sér. aö allir stærrí mat-
vorumarkaöir á Suöurnesj-
um bjóöa nú upp a þessa
þjónustu en lengi var aö-
ems em matvoruverslun i
Keflavík sem haföi kredit-
kortaþjonustu.
En hvaöa þróun leiöir
þetta af sér? Mun fólk versla
dyrara og meira af þessum
sokum. eöa hvaö?
„Ég held aö það sé litil
breytmg a verslunarháttum i
fólks þóþaöséfarióaönota
kortin. en reynslan áeftir aö
skura úr um þaö." sagöi Jön
Ólafur.
Aö sögn Jóns Ölafs gilda
Eurocard-kortin bæöi inn-
anlands og utan. - pket
Asoknin i Eurocard-
•löslukortin hefur veriö
urlog i þessum manuöi.
fyrir þennan mánuö
föi veriö |afn stigandi."
gói Jón Ölafur Jónsson,
irfsmaöur i Utvegsbank-
um i Keflavik
I Keflavik og a Suóurnesj-
i eru nu all flestar versl-
ir sem taka viö greiöslu-
manuöi bættist Visa við, en
htngaö til hefur Eurocard
veriö einraóandi á mark-
aönum Er nokkuö Ijóst aó
þeir sem hafa þessi kort
munu nota þau aö miklu
leyti siöustu dagana fynr
jol. en uttekt eftir 20 des
gerir þaö aö verkum aö
greiöslufrestur er til 5. febr-
úar
12 IVIKURFRETTIR 2.TÖLUBLAÐ 27. ARGANGUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!