Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.01.2006, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 12.01.2006, Blaðsíða 20
POST Aðsent efni: postur@vfis Þorsteinn Erlingsson skrifar um stóriðju á Suðurnesjum: Tíu ástæður fyrir álveri í Helguvík Century Aluminium sem rekur Norðurál á Grundartanga vinnur nú með Reykjanesbæ og Hita- veitu Suðurnesja að undir- búningi 250 þúsund tonna álvers í Helgu- vík. Century vill byrja framkvæmdir 2008 og hefja rekstur 2010. Líklegt er að byrjað verði með um 130 þús- und tonna álver sem er aðeins þriðjungur af stærð álversins á Austfjörðum, en skilar samt gríðarlegu afli inn í samfélag okkar hér á Suðurnesjum. Mjög gott samstarf er á milli Reykjanesbæjar, Hitaveitu Suð- urnesja og Century um verk- efnið og undirbúningsvinna í fullum gangi. Ekki þarf að fjöl- yrða um að auðvitað verður tryggt að öllum umhverfisskil- yrðum verði fullnægt. Þær kannanir sem hafa verið gerðar líta mjög vel út og því er áhugi Century manna svona mikill. Þeir telja óefað að Helguvík sé besta staðsetning fyrir álver á landinu, höfnin til, landsvæði nægt, gott bakland í þjónustu og hentugt rými frá íbúabyggð. Það er kominn tími til að við- skiptasjónarmið fái að ráða vali á staðsetningu fyrir stórtækan iðnað á borð við álver í Helgu- vík. Hér eru tíu skýrar ástæður þess að álver rísi í Helguvík: 1. Orkan til álversins í Helguvík yrði umhverfisvæn orka sem Hitaveita Suðurnesja áarnt sam- starfsaðilum útvegar með jarð- gufuvirkjunum. 2. Um 90% af allri raforkufram- leiðslu á íslandi kemur frá Suðurkjördæmi og því er ekki vafamál að það er sanngjarnt að þessi fyrsta stóriðja í kjördæm- inu sem þarf mikla orku, verði byggð í nágrenni stærsta bæjar- félagsins. 3. Nýjustu rannsóknir benda til að auk umhverfisvænnar orku til álversins verði öllum um- hverfis- og mengunarskilyrðum fullnægt við rekstur sjálfs álvers- ins. Stærð Helguvíkursvæðisins gefur færi á því og Garðmenn hafa lýst yfir vilja til góðs sam- starfs ef álverið þarf að teygja sig til norður fyrir Helguvík, inn á þeirra landsvæði. 5. Álverið í Helguvík myndi skapa 400 störf í álverinu sjálfu, ÍGS GROUND SERVICES Lagerstarf í Flugeldhúsi Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf. (IGS) leitar að öflugum einstaklingi í lagerstarf í Flugeldhúsi Helstu verkefni: - Birgðastýring lagers - Reikningshald - Viðhalda góðum tengslum við viðskiptavini Hæfniskröfur - Góð tölvukunnátta - Góð þekking á birgðakerfum og birgðastýringu - Hæfni í mannlegum samskiptum - Öguð, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð - Góð íslensku og enskukunnátta - Almenn ökuréttindi - Vinnuvélaréttindi æskileg Umsóknir berist starfsmannaþjónustu IGS, Fraktmiðstöð IGS, byggingu 11, 235 Keflavíkurflugvelli, fyrir 20. febrúar 2006. Ferilskrá sendist á: svala@igs.is. Einnig veitir deildarstjóri frílagers upplýsingar í síma 896 8702. m.v. 250 þúsund tonna álver og tvöfalt fleiri störf í kringum það. Ekki þarf að fjölyrða um þau jákvæðu áhrif sem það skapar fyrir bæjarsjóð okkar og öflugra viðskiptalíf sem þetta kallar á. 6. Álverið myndi skapa stór- auknar tekjur hafnarinnar af hafnargjöldum. Mörg hundruð þúsund tonn af efni þarf að flytja til landsins til að flytja út 250 þúsund tonn af áli. Á 15-20 árum gæti Helguvík greitt upp allar skuldir sínar, sem bæjar- sjóður ber nú ábyrgð á. 7. Sterkt fyrirtæki eins og Cent- ury sem staðsett væri í Reykja- nesbæ myndi að sjálfsögðu styðja við skóla- íþrótta- og menningarstarf í bænum. 8. Hitaveita Suðurnesja myndi styrkjast gríðarlega við sölu á orku til álversins og fleiri heim- ila. Reykjanesbær á tæp 40% eignarhlut í HS og styrktist því efnahagur okkar samhliða. 9. I dag er næg atvinna en við þurfum að byggja í haginn fyrir framtíðina. Margt er enn óljóst með veru Varnarliðsins og þótt nú styttist óðum tímalengd á milli Reykjaensbæjar og Reykja- víkur er mikilvægt að hér séu vel vel launuð og traust atvinnu- tækifæri. 10. Álver í Helguvík þarf ekki að útiloka álver annars staðar á landinu. Umhverfisvæn orka og nútímatækni skila heim- inum mun hreinni álverum hér á landi en myndi gerast með því að leyfa kola- olíu eða kjarn- orkuknúin álver annars staðar í heiminum, ekki síst með jarð- gufuvirkjunum sem skemma ekki umhverfi sitt. Ef næg umhverfisvæn orka fæst og öllum umhverfisskil- yrðum er fullnægt og við það bætist reynsla og þekking Árna Sigfússonar bæjarstjóra og Júl- íusar Jónssonar forstjóra Hita- veitunnar verður Century Alu- minium ekkert að vanbúnaði að klára verkefnið. Þorsteinn Erlingsson, skipstjóri og bœjarfulltrúi fyrir Sjálfstœðisflokkinn í Reykjanesbœ Mwtnna Starfsfólk óskast í snyrtingu í frystihúsi hjá Þorbirni Fiskanesi í Grindavík. Upplýsingar gefur Halldór í síma 420 4419. Þ0RBJÖRN FISKANES 20 IVÍKURFRÉTTIR 2.TÖLUBLAÐ ! 27.ARGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINl) LESTU NÝJUSTU FRETTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.