Víkurfréttir - 12.01.2006, Blaðsíða 4
Reykjanesbær:
wsmmar
frWtiv
Ekið var á 6 ára
dreng við Miðgarð í
Grindavík kl. 20.30
á mánudagskvöld. í fyrstu
var talið að drengurinn
vseri líklega fótbrotinn, en
annar fóturinn á honum
halði orðið undir afturhjóli
bifreiðar sem hafði ekið ró-
lega framhjá honum. Lög-
regla og sjúkrabifreið fóru á
vettvang og fluttu drenginn
á Heilbriðgisstofun Suður-
nesja til aðhlynningar. Við
skoðun þar kom í ljós að
hann var ekki fóbrotinn
heldur hafði hann tognað
á fætinum og fékk að fara
heim að skoðun lokinni.
Þrettándagleði
Margmenni var saman-
komið á þrettánda-
fagnaði á Iðavöllum.
Hátíðin hófst með uppákomu
í Reykjaneshöllinni og eftir
hana var gengið fylktu liði
með álfakóng og drottningu
í fararbroddi upp að brennu-
stæðinu á Iðavöllum.
Engin var brennan sökum veð-
urs, en Björgunarsveitin Suður-
nes var með glæsilega flugelda-
sýningu eins og þeim einum er
lagið.
Ulbll^ I
Grindavík
ATVINNA i
Míðstöð símenntunar óskar eftír að ráða:
STARFSMANN Á SKRIFSTOFU
Ráðíð verður í 75% starf, míkíl kvöldvínna er suma mánuðína.
Verksvíð:
Umsjón með námskeiðum
á vegum MSS
Þjónusta við nemendur
Almenn skrifstofustörf
Upplýsíngar um starfið fæst á sknfstofu
Sæmundsdóttur forstöðumanni.
Umsóknarfrestur er til 26. janúar.
VBRKEFNISSTJÓRA/RÁÐGJAFA
Verksvíð:
Verkefnastýríng, skípulagning
námskeiða og markaðssetning
Þarfagreining
Ráðgjöf tíl eínstaklínga og iyrirtækja
Tengsl víð atvínnulífið
og samstarfsaðila MSS
Hæfniskröfur:
Góð tölvukunnátta
Þjónustulund
Samskíptahæfileíkar
Sveígjanleíki
MSS að Skólavegi 1 hjá Guðjónínu
Menntunar- og hæfnískröfur
Háskólapróf (90 eín).
Menntun á sviðí náms- og
starfsráðgjafar æskileg
Markaðs- og söluhæfileíkar
Sjálfstæð og fagleg vínnubrögð
Fmmkvæði og metnaður til
að ná árangrí í starfi
Góðir samskíptahæfileikar
Umsjón með starfinu hafa Auður og Híldur hjá Mannafli í síma 540 7100,
www.mannafl.is. Umsóknarfrestur er til 15. janúar.
Enginn hreppur eftir á Suðurnesjum:
Vatnsleysustrand-
arhreppur verður
Sveitarfélagið Vogar
Fé lags mála ráðu-
neytið hefur staðfest
ákvörðun hrepps-
nefndar Vatnsleysustrand-
arhrepps um breytingu á
nafni sveitarfélagsins. Mun
sveitarfélagið framvegis bera
nafnið Sveitarfélagið Vogar.
Jafnframt hefur ráðuneytið
staðfest nýja samþykkt unt
stjórn og fundarsköp fyrir
Sveitarfélagið Voga, en sam-
kvæmt henni mun hrepps-
nefnd framvegis nefnast
bæjarstjórn og sveitarstjóri
fá titilinn bæjarstjóri. Auk
þess mun fulltrúum í sveitar-
stjórn fjölga úr fimm í sjö frá
og með næstu sveitarstjórn-
arkosningum sem fara fram
þann 27. maí næstkomandi.
Frá gildistöku breytingarinnar
mun einnig verða starfandi
bæjarráð í sveitarfélaginu,
sem bæjarstjórn kýs.
Ql
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
HSS stofnar hóp til að
aðstoða börn í geð-
og sálarlegum vanda
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja hefur sett
saman teymi til að
aðstoða börn sem eiga í geð-
og sálarlegum vanda og fjöl-
skyldur þeirra.
Teymið, sem hefur hlotið nafnið
GOSA ráðgjöf (geð- og sálfélags-
leg aðstoð barna og fjölskyldna
þeirra) er þessa dagana að
leggja lokahönd á þá undirbún-
ingsvinnu sem nauðsynleg er
áður en formleg starfsemi fer í
gang. Þessi undirbúningsvinna
hefur meðal annars verið fólgin
í upplýsingaöflun hjá ýmsum að-
ilum/stofnunum sem hafa með
þennan málaflokk að gera sem
og ákvörðunum um endanlegt
starfssvið teymisins.
Starfsmenn teymisins eru þær
Þórunn Sif Ingvarsdóttir, iðju-
þjálfi, Helma Rut Einarsdóttir,
sálfræðingur, og Herdís Hjör-
leifsdóttir, félagsráðgjafl.
Á næstu dögurn og vikum eru
fyrirhugaðar kynningar á teym-
inu bæði innan HSS og utan
en mikilvægt er að kynna vel
starfsemi teymisins sem víðast
(þ.m.t. í skólum, leikskólum,
fyrir foreldra, hjá félagsþjónust-
unni o.fl. stöðum).
í kjölfar kynninga mun formleg
starfsemi hefjast. Megináherslan
verður á forvarnarstarf og að
sinna yngstu börnum þessa ald-
ursflokks (börnum á leikskóla-
aldri, mæður hjá mæðravernd).
Tilvísanaferlið verður þannig
að teyminu verður að berast
skriflegar tilvísanir frá læknum
innan HSS, mæðravernd eða
ungbarnavernd. Nánari upplýs-
ingar um starf teymisins er að
vænta fljótlega.
Q
Optical Studio Keflavík
Sjóntækjafræðingar gefa út
endurgreiðsluumsóknir til
Tryggingastofnunar
Tryggingastofnun niður-
greiðir sjóngler barna
og unglinga á aldrinum
0-18 skv. reglugerð nr.1043/
2004. Nú hafa verið gerðar
breytingar á þeirri reglugerð,
sem heimilar sjóntækjafræð-
ingum að gefa út umsóknir
um endurgreiðslu, fyrir alla á
aldrinum 12-18 ára sem þurfa
á gleraugum að halda, en var
áður alfarið í höndum augn-
lækna.
Optical Studio annast öll sam-
skipti við Tryggingastofnun
fyrir viðskiptavini sína sem
þurfa því ekki að leggja út fýrir
endurgreiðslunni heldur sér
Optical Studio alfarið um það.
Starfsfólk Optical Studio getur
gefið allar nánari upplýsingar í
síma 421-3811.
VÍKURFRÉTOR 2.TÖLUBLAÐ ; 27. ARGANGUR
VÍKURFRÉTTiR Á NETINU •www.vf.is* LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!