Víkurfréttir - 12.01.2006, Blaðsíða 17
iTóti.stdppaðiíi'éinúifjáílaþorpinu þarsem harin-fláug'me£
rtrf; „wiifjtiniinhMr.ywT: ■ TsdtfrcL. ,
hjalpargogníþaruarverio.aobyggjaskyhur.barujarninu.
ÆJNNI VIÐ HJÁLPARSTÖRF Á HAMFARASVÆÐUM í PAKISTAN UM JÓLIN
RIDARLEGA EYDIUGGINGU
gott að þarna var mikið af
reyndum flugmönnum þannig
að þetta gekk allt mjög vel.
Eymd og eyðilegging
Tóti var að störfum við upp-
tök jarðskjálftans í Neelum
Valley, þar sem hörmungarnar
höfðu verið hvað mestar. Hans
vinna var öll í loftinu yfir þeim
stöðum þar sem þorpin stóðu
áður. Hvað sá hann á jörðu
niðri?
„Ég sá fyrst og fremst eymd
og gríðarlega eyðileggingu.
Þetta svæði varð mjög illa úti
í skjálftanum og þarna voru
húsin hrunin. Ég sá mikið af
slíku og kofum sem höfðu
verði mannabústaðir en voru
hrundir til grunna. Það var
mikið af tjöldum á þessu svæði.
Við rætur skjálftans voru heilu
þorpin jöfnuð við jörðu.
Aðstæðum fólksins þarna er
erfitt að lýsa í máli eða myndum.
Fólkið býr í fjallshlíðum. Það
eru stígar upp um allar hlíðar
og húsin eru stoðir með þaki og
síðan er mold mokað yfir. Þarna
eru húsin utan í hlíðum og á
öllum hryggjum og brekkum
sem voru sjáanlegar. Á stóru
svæði voru allar byggingar
hrundar og stór sár í hlíðum
eftir skjálftann. Annars staðar sá
lítið á landinu en hristingurinn í
stóra skjálftanum hefur eyðilagt
nær öll hús.“
Hörkuvetur skollinn á
Þórarinn lýsti því að hvar sem
komið var fann hann fyrir
miklu þakklæti heimamanna
með það hjálparstarf sem verið
var að inna af hendi. Það er
greinilega harðgerð þjóð sem
byggir fjöllin þarna í Pakistan
enda voru fyrstu fréttir af svæð-
inu þær að fólkið vildi alls ekki
fara niður úr fjöllunum niður
á láglendi og því miðaðist allt
hjálparstarf að koma birgðum
til fólksins. Þegar Tóti heyrði
frá samstarfsmönnum sínum
á hamfarasvæðunum í síðustu
viku var annað hljóð komið í
strokkinn. Nú flykktist fólkið að
þyrlunum og viídi komast með
þeim niður úr fjöllunum. Það
var farið að snjóa og kuldinn á
þessum slóðum er mikill.
Slasað fólk í sjúkra-
rúmum á bílastæðum
„Þegar við ókum frá lending-
arstað þyrlunnar síðdegis alla
daga og að gistiheimilinu okkar
mátti allsstaðar sjá fólk að ná
sér í hlýju frá opnum eldi.“ Tóti
lýsti því einnig að hann og fé-
lagi hans fengu sér gönguferð
kvöld eitt í næsta nágrenni við
gistiheimilið. Þar gengu þeir
fram á læknamiðstöð sem var
yfirfull af slösuðu fólki. Þar lá
fóik slasað í sjúkrarúmum úti
á bílastæðum og á skítugu bíla-
stæðinu var maður með slöngu
úr kviðarholinu þar sem verið
var að tappa af vökva.
Hann sagði þetta upplifun sem
erfitt sé að korna orðum að.
Þó mest af vinnunni hafl farið
fram um borð í þyrlunni, þá
var einnig lent í hlíðunum þar
sem hörmungarnar gengu yfir
og þar gat Tóti kynnt sér þær
aðstæður sem fólkið býr við.
Hann fór m.a. inn í skýli sem
stóð uppi eftir skjálftann. Þar
sá hann þá eldunar- og svefnað-
stöðu sem fólkið hefur. Hreint
ótrúlegir mannabústaðir segir
hann og segist hafa spurt sjálfan
sig að því hvernig sé að ala upp
börn við þessar aðstæður.
Lenti sjálfur í tveimur
sterkum skjálftum
Tóti fékk líka að kynnast jarð-
skjálftunum af eigin raun. Tveir
öflugir skjálftar urðu á meðan
hann var þarna í lok desember.
Annar upp á 5,6 á Richter en
hinn upp á 5,3.
„Það var á Jóladag þar sem við
sátum inni í tjaldi og vorum að
borða hádegismat þegar skyndi-
lega allt fór á hreyfingu. Fyrst
hélt ég að það væri eitthvað að
mér og ég var ekki að átta mig
á ástandinu. Þegar tjaldið síðan
gekk allt til var ljóst að þarna
hafði orðið sterkur jarðskjálfti."
Engum varð meint af í þetta
skiptið en skjálftinn var áminn-
ing um hvað fólkið hafði mátt
búa við og það miklu öflugri
skjálfta.
Tóti var úti yflr jólin en fór samt
ekki varhluta af jólastemmn-
ingu, þó hann væri fjarri fjöl-
skyldu og vinum. Einn af starfs-
mönnum rauðakrossins sem er
Pakistani og kristinnar trúar,
bauð Tóta og félögum hans á
þyrlunni í matarboð á jóladags-
kvöld, þess má geta að um 2%
pakistana eru kristinnar trúar,
og um 98% eru múslimar.
Hvort það hafi ekki verið erflð
ákvörðun að fara frá fjölskyldu
og vinum yfir jólin, sagði
Tóti ákvörðunina hafa verið
blendna.
Ómetanleg reynsla
„Þarna var ég að fá tækifæri
um að starfa við aðstæður sem
maður á örugglega ekki eftir að
kynnast aftur. Þetta er ómetan-
leg reynsla fyrir mig í starfi að
kynnast þessum aðstæðum.
Þórarinn Ingi sagðist tilbúinn
að fara aftur til svona hjálpar-
starfa.
Óformleg beiðni hefur borist
til Landhelgisgæzlunnar um að
senda þyrluflugmenn út á ham-
farasvæðin. Það yrði þá ekki
fyrr en í febrúar og líklegra að
einhver annar en Tóti fari þá
og leggi inn í reynslubankann á
hamfarasvæðunum í Pakistan.
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSiNGABLAÐiÐ Á SUÐURNESJUM
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN12.JANÚAR20061
17