Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.03.2006, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 16.03.2006, Blaðsíða 4
Sögukort af Reykjanesi á ioka- stigi undirbúnings Vinna við undirbún- ing á útgáfu sögu- korts af Reykjanesi sem spannar allt landnáni Ingólfs Arnarssonar er nú á lokastigi. Stefnt er að útgáfu i byrjun maí á þessu ári. Verkefnið vinnur Rögn- valdur Guðmundsson hjá R.F. ráðgjöf í samvinnu við S.S.S. í umsjón Guðbjargar Jóhannesdóttur atvinnuráð- gjafa. Umsagnaraðilar allra sveitafélaga hafa komið að útgáfunni. Rögnvaldur hefur gefið út sögukort í samvinnu við nokkur önnur landsvæði og hafa þau verið afar vinsæl meðal ferðamanna, kortið verður gefið út á íslensku og ensku. Rögnvaldur t.v, Guðbjörg og Snæbjörn Reynisson t.h. O 4104000 jLandsbankinn A/IUNDI Var að velta þvífyrir mér ef Sparisjóðsmenn vita ekki hvar þeir eigi að komafyrir þessum krónum, þá er reikningsnúmer mitt 1109-26-..... Hreinsun er hafin við brunarústir Kothúsa í Garði, en þar brann húsnæði Listasmiðjunnar Ár- sólar, keramikhúss, til kaldra kola í fyrr- inótt. Þrjár erlendar konur sem búa í verbúð í sama húsi tilkynntu um brunann og sluppu heilar á húfi. Að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkvi- stjóra Brunavarna Suðurnesja, er nú verið að fjarlægja rústirnar en eldhafið eirði engu í keramiksmiðjunni. „Það er í sjalfu sér afrek að hafa náð að stöðva brunann og einangra hann frá hinum hluta hússins. Það gerðum við með því að rjúfa þakið og sprauta vatni niður með veggnum sem skildi smiðjuna frá geymsluhúsnæði við hliðina.” Erfitt er að segja til um upptök eldsins sökurn þess að allt brann sem brunnið gat í húsinu, en flest bendir til þess að hann hafi sprottið upp frá keramikbrennsluofni. Sigmundur segir í samtali við Víkurfréttir að strax hafi verið ljóst að eldurinn hafi verið búinn að breiðast mikið út. Allt tiltækt lið BS var kallað út og voru, þegar mest var, 22 slökkviliðsmenn að störfum. Fyrst voru fjórir reykkafarar sendir inn í rýmið og fjórir til viðbótar upp á þak til að rjúfa þakið. Um tíma var útlit fyrir að hægt væri að hafa stjórn á eldinum, en þegar logarnir læstu sig í einangrun í frystiklefa sem var þar inni efldist bálið til muna. Þegar útséð var með að ekki tækist að ráða við bálið var allt kapp lagt á að verja afganginn af húsinu og gekk það sem skildi. Húsnæðið sem brann var um 400 fermetrar, en húsið er í heildina um 1700 fermetrar. Mikinn reyk lagði frá húsinu en vindátt var hagstæð þannig að svo virðist sem lítið hafi verið um reykskemmdir annars staðar í bænurn. Þó á eftir að athuga hvort afurðir fiskvinnslu sem stendur nærri vettvangi hafi skemmst. - sjá fleiri myndir og video á vefVíkurfrétta. Gjöfulasta ár í sögu Sparisjóðsins Aðalfundur Sparisjóðs- ins í Keflavík var haldinn í Stapa sl. fimmtudag. Fjöldi stofnfjárað- ila mætti á fundinn. í skýrslu stjórnar kom fram að síðasta ár var það gjöfulasta í sögu Sparisjóðsins, en hagnaður var 1.392,6 milljónir króna fyrir skatta og 1.150,2 milljónir að teknu tilliti til reiknaðs tekju- skatts. Til samanburðar voru tölurnar árið 2004 508,9 millj- ónir og 408,6 milljónir. Þorsteinn Erlingsson, stjórnar- formaður, greindi frá meginat- riðum úr starfsemi sparisjóðsins síðasta ár og fór yfir helstu kenni- tölur úr rekstrinum. Meðal þess sem fram kom í máli hans voru áætlanir um að opna afgreiðslu í Innri Njarðvík þegar fram líða stundir. Eins er gert ráð fyrir að þjónusta í Vogum verði bætt verulega og jafnvel flutt í rýmra húsnæði. I ræðu sinni fjallaði Geir- mundur Kristinsson, sparisjóðs- stjóri, um afkomu íslenskra fjár- málafyrirtækja sem flest eru að skila methagnaði. Að stórum hluta kemur hagnaðurinn til vegna útrásar og talaði hann urn fjármálastarfsemina sem hina nýju atvinnugrein þjóðarinnar. Samstarf og samkeppni við er- lenda banka hafa síðan skilað íslenskum neytendum betri vaxtakjörum. Nokkur tímamót eru um þessar mundir í sögu SpKef því nú er sparisjóðurinn kominn með útibú í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum og hafa þannig lokað hringnum eins og Geir- mundur orðaði það. Þrátt fyrir að þegar séu tveir aðrir viðskipta- bankar á svæðinu og sá þriðji á leiðinni segjast sparisjóðs- menn ekki óttast samkeppnina. Þeir séu þvert á móti að hugsa um frekari landvinninga utan svæðis, en þær þreifingar eru enn á hugmyndastigi. Geirmundi var einnig tíðrætt um sérstöðu sparisjóðanna sem enn eitt árið eru með ánægð- ustu viðskiptavinina samkvæmt niðurstöðum íslensku ánægju- vogarinnar. Einnig lagði hann áherslu á að standa yrði vörð unr ímynd sparisjóðsins og það væri m.a. gert með öflugu sam- félagsstarfi með því að styrkja og treysta menningarlegar og félagslegar stoðir samfélagsins. Stjórn Sparisjóðsins var endur- kjörin með öllum greiddum at- kvæðum og samþykkt var að greiða 12,5% arð af uppreikn- uðu virði stofnfjárbréfa. VÍKURFRÉTTIR ! 11. TÖLUBLAÐ i 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTJIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.