Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.03.2006, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 16.03.2006, Blaðsíða 17
Púlsinn, ævintýrahús: Jóga fyrir alla Það er notaleg tilfinn- ing sem flæðir um lík- amann eftir jógatíma. Þá er búið að Iiðka öll liðamót, styrkja vöðva og efla lífsork- una með öndunaræfingum. Kyrrð og ró færist yfir kropp- inn. Það má líkja áhrifunum af jógaleikfimi við gott nudd og miklu meira en það. Það er vel þekkt að námsmenn hafa fundið vel fyrir aukinni ein- beitingu þegar þeir eru í námi og stunda jafnframt jóga. Þeir sem stunda t.d. golf og hesta- mennsku finna líka hvernig jóga eflir þá hugarfarslega og eykur árangurinn. Jóga er fyrir fólk á öllum aldri, hvort sem það er heilbrigt, gigtveikt, bak- veikt og allt þar á milli. Jóga er allsherjarkerfi sem miðar að samruna líkama, hugar og sálar. Allir geta stundað jóga. Jógastellingar þjálfa hvern lík- amshluta, teygja og styrkja vöðva, liðbönd og liðamót, hrygg og stoðgrindina í heild. Þær hafa ekki einungis áhrif á ytra borð líkamans, vöðva og húð, heldur einnig líffæri, kirtla og taugakerfi, með öðrum orðum; áhrifa þeirra gætir alls staðar. Jógastellingar draga úr spennu, huglægri og líkamlegri. Önd- unaræflngarnar efla líkamsstarf- semi og lífsorku, eru slakandi og hressandi og skíra hugann. Ástundun jákvæðrar hugsunar og íhugunar eykur einbeitingu, hugarorku og athygli. Púlsinn ævintýrahús auglýsir nú fimm vikna námskeið í jógaleik- fimi sem hefst mánudaginn 20. mars. Úrval tíma er í boði en best er að kanna málið í síma 848 5366 og á heimasíðunni www.pulsinn.is. 5 > > A t 'CÖ 5 u. » «3 * bO : c I c E I L A N D Hársnyrtistofa ANÍTU ^Lyf&heilsa á vö ætium að cJekra við vkkur ✓ / i r / || , i / nuddarinn mætir dömunum red white breez & cvæntir gestir <oma oq tryila... dömur mæta <121CQ mrrar velkomnir kl 103 hlökkum til að sjá þig cafe.bar.keflavík Sif Aradóttir, nýkrýnd Feg- urðardrottning Suður- nesja, var búin að jafna sig eftir kvöldið mikla þegar Víkurfréttir tóku hús á henni og unnsta hennar Jóni Norð- dal Hafsteinssyni. Sif er 21 árs og býr í Reykja- nesbæ og eru foreldrar hennar þau Erna Hrönn Herbertsdóttir og Ari Lárusson. Sif sagði að kvöldið hafi verið frábært að öllu leyti. „Þetta var ótrúlega gaman og þá sérstak- lega að hafa kynnst stelpunum því hópurinn var órtúlega skemmtilegur. Við ætlum líka að reyna eins og við getum að vera í sambandi eftir keppnina.” Hún segist ekki vera farin að hugsa út í undirbúning fyrir Feg- urðarsamkeppni íslands, en hún er að einbeita sér að náminu. Hún er nú í verklegu námi í flug- umferðarstjórn. „Ég hef alltaf haft áhuga á flugi og eftir að ég kláraði stúdentsprófið frá MH ákvað ég að láta á það reyna að taka inntökupróf í flugumferð- arstjórn. Svo komst ég inn og hef nú lokið bóklega náminu og er nú að vinna í turninum.” Jón skýtur því inní að hún hafl verið ein af fjórum sem komust í gegnum inntökuprófið sem um 100 manns þreyttu. Sif stefnir þó á enn frekara nám, þá helst í lögfræði. „Ég hafði hug á að mennta mig meira og það er mjög hentugt að starfa við flugumferðastjórn með námi. Svo er aldrei að vita nema ég fari að læra flug einhvern dag- inn,” sagði þessi metnaðarfulla fegurðardrottning að lokum. STÆRSTA FRÉTTÁ- 0G AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SU0URNESJUM 17 VI’KURFRÉTTIR FIMMTUDAGURINN16. MARS 2006

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.