Víkurfréttir - 16.03.2006, Blaðsíða 24
Mynd: JBÓ
Tveir bikartitlar á
Suðurnesin
Grindavík og Njarðvík
hrósuðu sigri í bikar-
úrslitaleikjum yngri
flokka sem fram fóru í DHL-
Höllinni um helgina.
Grindavíkurstúlkur í 10. flokki
sigruðu UMFH afar sannfær-
andi á laugardag, 82-29, þar
sem Alma Rut Garðarsdóttir fór
á kostum. Alma gerði 37 stig
á 27 mínútum og hitti úr 15 af
20 skotum sínum í leiknum.
Lilja Ó. Sigmarsdóttir kom
henni næst með 19 stig og 11
fráköst. Njarðvíkurstúlkur í
9. flokki unnu góðan sigur á
Haukum, 38-37, en Dagmar
Traustadóttir tryggði sínu liði
sigurinn á vítalínunni undir
lok leiksins. Dagmar var ann-
ars besti maður vallarins með
18 stig, 10 fráköst og 10 stolna
bolta. Þá töpuðu Grindavíkur-
stúlkur fyrir Haukum í úrslitum
unglingaflokks kvenna, 106-
63, en Grindvíkingar máttu sín
lítils gegn liði Hauka þar sem
Helena Sverrisdóttir og Pálína
Gunnlaugsdóttir fóru hreinlega
á kostum.
*yAlmaiRuLgerðI3Mj|
sti g, é^GriffdavikAfárðl
bikarmeistariiblO..
flok^kvennanHúfiH
^var. einnigivaiinffnaður,
MNiéSflni
Endi bundinn á sigurgönguna
Loks kom að því að Njarð-
víkurdrengir fæddir
1989 töpuðu körfuknatt-
leiksviðureign, en þeir máttu
sætta sig við tap gegn Val í úr-
slitaleik bikarkeppni 11. flokks
á sunnudag.
Lokatölur voru 60-66 fyrir Val
eftir að Njarðvíkingar höfðu
leitt í hálfleik, 23-30. Miklu
munaði um að Hjörtur Hrafn
Einarsson gat lítið beitt sér í
seinni hálfleiknum vegna viilu-
vandræða og munar um minna.
Rúnar Ingi Erlingsson gerði 23
stig í leiknum en með Hjört á
bekknum áttu Valsarar náðugri
dag undir körfunum.
Getraunaseðill
vikunnar
HITAVEITA
SUÐURNESIAHF
I.W.B.A -ManUtd 2 2
2. Arsenal - Charlton 1
3. Blackburn - Middlesbro 1 1 X
4. West Ham - Porstmouth 1 1
5. Bolton - Sunderland 1 1
6. Man City - Wigan 1x2 X
7. Iteading - Wolves 1 1
8. Norwich - SheffUtd x2 1
9. Coventry - Leeds x2 1x2
10. Crystal Palace - Ipswich 1 1 X
U.SheffWed - Preston x2 x 2
12. Luton • Derby 1 1
13. Stoke - Burnley 1 X 1
Sighvatur Sparisjóðurinn skaust upp fyrir Stuðlaberg
tiPr?> - r ' getraunaleiknum. í þriðja sæti er Hjalti
1 01 Guðmundsson ehf
Deildarmeistarar í 7. sinn
slandsmeistarar Keflavíkur hömpuðu deild-
armeistaratitlinum í körfuknattleiks s.l.
fimmtudag er þeir skelltu grönnum sinum
í Njarðvík 89 - 73 í Sláturhúsinu. AJ Moye fór á
kostum í liði Keflavíkur og gerði 37 stig ásamt
því að taka 12 fráköst. Þetta er í sjöunda sinn
sem Keflvíkingar verða deildarmeistarar.
Njarðvíkingar voru heimsreisu frá sínu besta í Slát-
urhúsinu á meðan Keflvíkingar léku á alls oddi.
Halldóri Karlssyni var vikið af leikvelli og fær
hann tveggja leikja bann sem gæti reynst Njarðvík-
ingum þungbært í úrslitakeppninni. Stigahæstur
Njarðvíkinga var Friðrik Stefánsson með 18 stig
og 21 frákast.
Úrslitakeppnin hefst í kvöld með tveimur leikjum,
Keflavík tekur á móti Fjölni í Sláturhúsinu og
hefst leikurinn kl. 19:15 og í DHL - höllinni mæt-
ast KR og Snæfell kl. 20:00.
Á morgun, föstudag, taka Njarðvíkingar á móti
ÍR í Ljónagryfjunni og Grindvíkingar heimsækja
Skallagrím upp í Borgarnes.
Jón N. Hafsteinsson:
„Fjölnismenn mæta brjálaðir
til leiks og verða fastir fyrir en
mér líst vel á þessa rimmu og
vona að við höldum áfram á
sömu braut og við höfum verið
á undanfarið. Við þurfum að
stoppa Sovic og Reynolds og
trufla bakkarana hjá Fjölni og
gerum það með harðri vörn.
Stefnan er að landa ijórða ís-
landsmeistaratitlinum í röð og
því munum við bara einbeita
okkur að okkar eigin leik. Ég
hvet sem flesta til þess að mæta
á leikinn í kvöld og styðja við
bakið á okkur. Þetta verður
skemmtileg úrslitakeppni.”
Keflavík - Fjölnir kl. 19:15
fimmtudaginn 16. mars
Friðrik Stefánsson:
„Ef menn eru ekki sárir og til-
búnir í þessa leiki gegn ÍR þá
eiga þeir ekki að vera í körfu-
bolta. Það verða engin vettlinga-
tök og ég býst við grimmum
varnarleik en IR - ingar eru
rosalega duglegir og fara langt
á því. Menn voru ekki sáttir
eftir svarta fimmtudaginn í síð-
ustu viku og vonandi spilum
við bara körfubolta eins og við
gerum best og Iátum ÍR - inga
um að hafa áhyggjur af okkur
en ekki öfugt.”
Njarðvík - IR kl. 19:15
Föstudaginn 17. mars
Páll Axel Vilbergsson:
„Við erum að fara að spila á
móti sterku liði með sterkan
heimavöll. Það þarf ekki krafta-
verk til þess að ná sigri í Borgar-
nesi og þar eigum við harma að
hefna. Það er mikilvægt að ná
yfirhöndinni með sigri í Borg-
arnesi en svæðisvörn þeirra fór
illa með okkur í seinasta leik.
Við þurfum að spila meira „up •
tempo” gegn þeim því við erun'
með meiri breidd. Ég reikn.
samt með því að þeir prófi svæð-
isvörnina aftur á okkur þar serr
hún gaf ágætlega hjá þeim síð-
ast.”
Skallagrímur - UMFG kl. 19:15
fimmtudaginn 17. mars
24 IVIKIJKI Rl llllt I ll'ROTTASÍDUK
VIKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGIEGA!
Mynd: JBO