Víkurfréttir - 16.03.2006, Blaðsíða 18
María Erla Pálsdóttir er þrítug kona úr
Innri- Njarðvík. Fyrir tæpum tveimur árum, í júlí 2004
greindist hún með brjóstakrabbamein og ætlar að deila
með lesendum Víkufrétta reynslu sinni af þeirri upplifun
að greinast með krabbamein og leiðinni að batanum. í dag
er María Erla ung, falleg og frísk kona sem nýtur lífsins
og má með sanni segja að hún sé kraftaverkakona. Hún
gerir hluti sem marga aðeins dreymir um að gera og nýtur
lífsins til hins ítrasta. María Erla starfar fyrir Kraft sem er
stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinist með krabbamein
og aðstandendur þess og er glæsileg fyrirmynd hverrar
ungrar konu. Við skyggnumst aðeins inn í líf Maríu Erlu
og leyfum lesendum að upplifa þessa miklu reynslusögu.
„Áfallið sem fylgdi því að grein-
ast með krabbamein var gríð-
arlegt og erfitt að koma í orð.
Greiningin kom mér algjörlega
í opna skjöldu en ég held að yfir
höfuð sé mjög erfitt að búa sig
undir svona lagað. Áfallið var
þó einna mest þennan dag sem
ég fékk greininguna. Ég náði
varla út á bílaplan áður en ég
brotnaði niður. Ég kom varla
upp orði þegar ég fleygði mér
í fangið á manninum mínum
sem beið eftir mér, grét bara.
Reyndi svo að stynja upp orð-
inu krabbamein og grét meira.
Báðir foreldrar mínir höfðu
látist úr krabbameini og því var
þetta mér hrikalega erfitt. Það
var mér einnig mjög erfitt að
segja vinum og fjölskyldu frá
fréttunum. Á vissan hátt held
ég að það sé erfiðara að sitja
á hliðarlínunni en að ganga í
gegnum þetta sjálfur. Fjölskyldu
og vinum fannst alveg komið
nóg af krabbameini. Held þetta
hafi verið ansi þungur biti að
kyngja. Ég vil þó meina að í
dag hafi ég lært eitthvað um
sjálfa mig af þessari lífsreynslu
sem krabbameinið er“.
Hvernig uppgötvað-
ist krabbameinið?
„Ég hafði fundið fyrir óþæg-
indum í hægra brjóstinu í um
það bil ár en ekkert gert í því.
Óþægindin urðu svo að þykk-
ildi og þegar vökvi fór að seytla
úr geirvörtunni fór ég að hafa
áhyggjur. Mér fannst þó ansi
fjarlægt að það væri eitthvað
alvarlegt að, grunaði einna helst
að þetta væru stíflaðir mjólkur-
kirtlar eftir að hafa leitað mér
upplýsinga á Netinu, en ákvað
samt að láta athuga málið. Ég
fór til kvensjúkdómalæknisins
míns sem sá ekkert en fannst
þetta ekki í lagi. Hann sagði
mér því að fara á Leitarstöðina
í Skógarhlíð í nánari skoðun.
Þetta gerðist rétt fyrir brúð-
kaupið okkar mannsins míns
og ég hafði í nógu að snúast
og var ekkert að drífa mig. Ég
fór því ekki á Leitarstöðina
fyrr en úr brúðkaupsferðinni
var komið og uppgötvaðist
það eiginlega þá og þegar. Ég
fór í ómskoðun en læknirinn
vildi taka stungupróf strax því
honum leist ekki á blikuna.
Ég var ennþá svo blind á að
eitthvað alvarlegt væri í gangi
að þegar læknirinn vildi svo
senda mig í nánari sýnatöku
spurði ég hvort það væri ekki
hægt að fresta því vegna þess að
ég væri að fara til Skotlands að
leita að íbúð! Ég var á leiðinni
í framhaldsnám með mann-
inum rnínum og það var ekki
fyrr en hann fór að tala um
námið í þátíð að ég áttaði mig
að þetta væri ansi alvarlegt.
Ég gekk því inn með stíflaða
mjólkurkirtla og í móðu gekk
ég út með krabbamein. Líf mitt
gjörbreyttist á þessari stundu“.
Geturðu þakkað það einliverju
að meinsemdin greindist?
„Ég get þakkað Leitarstöðinni
og í raun kvensjúkdómalækn-
inum mínum fyrir að senda mig
þangað. Þegar maður er svona
ungur er krabbamein mjög fjar-
lægt manni. Þó báðir foreldrar
hafi greinst var þetta mér engu
nærri en öðrum, móðir mín
greindist til dæmis ekki með
brjóstakrabbamein og því var
ég ekki í áhættuhóp. Mér finnst
mjög mikilvægt að þekkja lík-
ama sinn vel og láta athuga það
ef eitthvað virðist ekki í lagi“.
Hvaða meðferð fórstu í?
„Eftir að krabbameinið var
staðfest með sýnatöku var ég
fljótlega skráð í aðgerð til að fjar-
lægja allt brjóstið auk einhverra
eitla í holhöndinni. Meinið sjálft
var í raun einungis tveir senti-
metrar en það voru kalkmynd-
anir í kring á svo stóru svæði að
best þótti að taka allt brjóstið.
Ég var í raun mjög fegin, vildi
bara losna við meinið úr líkam-
anum. Ég var þó hrædd við eitla-
tökuna en þeir reyndust alveg
hreinir. Krabbameinslæknirinn
minn vildi að ég færi í lyfjameð-
Konráð Lúðvíksson lækningaforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í viðtali við Víkurfréttir:
MIKILVÆGILEGHÁLS - OG BRJÓSl
Dagana 13. - 24. mars fer fram
á HSS árleg leit að brjósta og
leghálskrabbameini meðal
kvenna af svæðinu. Af því tilefni hitti
blaðamaður Víkurfrétta Konráð Lúð-
víksson lækningaforstjóra til að fræð-
ast um gildi þessarar leitar.
Hvað gildi hefur sltk leitfyrir konur?
Þessi leit hefur löngu sannað sitt ágæti
með að draga úr tíðni leghálskrabba-
meins og dánartíðni af völdum
brjóstakrabbameins. Forsendan er sú
að aðgengi að þessum líkamshlutum
kvenna er tiltölulega auðvelt og kostn-
aður við sjálfa leitina þess eðlis að þessi
forvörn er fjárhagslega forsvaranleg. Síð-
ast en ekki síst er forvarnarþáttur leit-
arinnar í formi lengra lífs og betri lífs-
gæða fyrir einstaklingi ótvíræður. Þess
vegna býður samfélagið upp á þessa
þjónustu.
1 hverju erforvörninfólgin?
Leghálskrabbamein á sér í
langflestum tilvikum langan
aðdraganda.
Það þróast frá yfirborðsbreyt-
ingum í einstökum frumum
yfir í eiginleika þessara fruma
til að dreifa sér um allan lík-
amann og eyðileggja hann um
leið, með dauðann sjálfan sem
endapunkt. Hins vegar tekur
þessi þróun langan tíma og
hægt er að bregðast við frumu-
breytingum löngu áður en
þær eru orðnar banvænar og
fjarlægja með einföldum að-
gerðum án þess að þær skilji
eftir sig nokkrar eftirstöðvar.
Ferlið er slíkt að finnist frum-
breytingar á einhverju því
stigi sem talið er þurfa frekari
skoðunar við er leghálsinn skoðaður
sérstakiega með stækkunargleri eftir
að ediklausn hefur verið borin á hann.
Ediklausnin dregur nefnilega breyting-
arnar fram og auðveldar manni að taka
vefjasýni frá þeim stað til að sannreyna
hversu þróaðar breytingarnar eru. Sé
það sannreynt með sýninu að um sé
að ræða frumbreytingar sem náð hafa
ákveðnu stigi eru þær fjarlægðar til þess
að þær fái ekki þróast áfram. Þessi litla
aðgerð sem gengur undir nafninu keilu-
skurður hefur á engan hátt neikvæð
áhrif á lífsmynd konunar. Hennar hæfi-
leiki til að eignast börn er óbreyttur
effir slíka aðgerð og hún dregur á engan
hátt úr öðrum lífsgæðum konunar.
Brjóstakrabbamein er annars eðlis.
Væntanlega á sér stað svipað ferli
frá því frumurnar í brjóstinu fara að
breyta sínum eiginleikum uns fullþróað
krabbamein myndast. Hins vegar er
brjóstvefurinn ekki jafn aðgengilegur
til sýnatöku og leghálsinn og frumbreyt-
ingarnar uppgötvast ekki fyrr en æxlið
sjálft hefur myndast. Til þess að hægt sé
að þreifa æxli í brjósti þarf það að hafa
náð ákveðinni stærð og því miður hefur
það all oft náð að dreifa sér í nærliggj-
VÍKURFRÉTTIR I 11. TÖLUBLAÐ ! 27.ÁRGANGUR
VÍKURFRÉTTiR Á NETiNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
AAIKILVÆGILEGHÁLS - OG BRJÓSTASKOÐANA