Víkurfréttir - 16.03.2006, Blaðsíða 27
Æskan og hesturinn
Stórsýningin og fjölskyldu
skemmtunin Æskan og
hesturinn var haldin um
helgina 11-12 mars í Reiðhöll-
inni Víðidal. Sýningin heppn-
aðist mjög vel og átti Máni 24
börn og unglinga sem tóku
þátt.
Alls mættu ríflega 250 börn og
unglingar með gæðingana sína
auk þess sem Gunni og Atli úr
Strákunum, Heiða Idolstjarna,
Sproti og Unnur Birna, alheims-
fegurðardrottning skemmtu
áhorfendum. Sýningarnar voru
samtals fjórar og var aðgangur
ókeypis.
14 börn og unglingar frá Mána
tóku þátt í skrautsýningu og kall-
aði hópurinn sig James Bond. At-
riðið var hið glæsilegasta og var
undir stjórn Snorra Ólasonar og
Hrannar Ásmundsdóttur.
I grímureiðina fóru 9 börn á
aldrinum 3-10 ára frá Mána,
búningarnir voru skraudegir og
flottir og fór ekki á milli mála
að það hafi verið mikið lagt í
búningana. Þarna voru beina-
grindur, rokkstjarna, skrattinn,
indíáni, engill, Batman, Silvía
Nótt og Lína Langsokkur.
Tvö ungmenni frá Mána voru
í atriðinu heims- og íslands-
meistarar, það voru þær Elva
Margeirsdóttir og Camilla Petra
Sigurðardóttir. Einnig átti Máni
þrjá fulltrúa í fánareiðinni.
Hestafélagið Máni er þessa
dagana að reyna að virkja enn
frekar það góða æskulýðsstarf
sem þar fer fram og má með
sanni segja að hestaíþróttir séu
eitthvað fyrir alla.
NYTT KORTATIMABIL!
*U&'/ ■'
;
O afslAttur
VIÐ EIGUM AFMÆLI,
AF ÞVÍ TILEFNI VEITUM VIÐ 20% AFSLÁTT í VERSLUN OKKAR
FIMMTUDAGINN 16. MARS TIL LAUGARDAGSINS 18. MARS
‘EKKI AF TILBOÐSVÖRUM EÐA ÍNNISKÓM
EUROSKO
FTARÐARSKÓR FIRÐI S. 555 4420
Skin og skúrir í
deildarbikarnum
Keflavík vann góðan
sigur á KR í deild-
arbikar karla í
knattspyrnu á laugardag,
3-1. Mörk Keflavíkur gerðu
Magnús Þorsteinsson,
Simun Samuelsen og
Baldur Sigurðsson. Kefla-
vik hefur unnið fyrstu þrjá
leiki sína í keppninni.
Grindvíkingar voru ekki
eins heppnir um helgina því
þeir töpuðu gegn Fylki 2-1 í
Árbænum. Jóhann Þórhalls-
son skoraði jöfnunarmark
Grindvíkinga en Fylkir
komst yfir á ný áður en yfir
lauk. Grindavík hefur unnið
einn leik en tapað þremur
það sem af er. I B-deild töp-
uðu svo Njarðvíkingar og
Reynismenn, Njarðvík gegn
Gróttu, 1-0, og Reynir gegn
HK.4-0.
Leigubílaakstur Ökuleiða um öll
Suðurnesin og flugstöðina.
Nú í samvinnu viö Hreyfil/Bæjarleiðir.
- Saman stöndum við sterkari.
I -T
0kuleiðir ^mVFILL/
Hafnargötu 56
421 4141
—
iÞROTTASÍÐUR ViKURFRETTA ERU ! BOÐl LANDSBANKANS