Víkurfréttir - 16.03.2006, Blaðsíða 15
Frá vettvangi umferðarslyssins.
Umferðarslys í slæmri
færð í Hvassahrauni
Umferðarslys varð
skömmu fyrir mið-
nætti á föstudagskvöld
á mislægum gatnamótum
á Reykjanesbraut í Hvassa-
hrauni. Þar missti ökumaður
stjórn á bifreið sinni með þeim
afleiðingum að hún hafnaði á
vegriði og skemmdist talsvert.
Lögreglubílar úr Hafnarfirði og
Keflavík voru sendir á vettvang,
auk sjúkrabíla. Ekki munu hafa
orðið alvarleg meiðsl á fólki.
Akstursskilyrði á Reykjanes-
braut voru erfið þegar slysið átti
sér stað. Talsvert hafði snjóað
og var nokkur snjór á brautinni
þegar slysið átti sér stað. Umferð
var beint niður fyrir mislægu
gatnamótin á meðan lögregla at-
hafnaði sig á vettvangi slyssins.
| W FEB
Á SUÐURNESJUM
Aðalfundur
félagsins verður haldinn í Selinu, Vallarbraut 4,
Reykjanesbæ, laugardaginn 25. mars kl. 14.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Gestur fundarins er Karl Steinar Guðnason,
framkvæmdastjóri Tryggingastofnunar ríkisins.
Kaffiveitingar í boði Sparisjóðsins ÍKefiavíkur.
Stjórn FEB á Suðurnesjum
Slökkviliösmaöur kemur
út af hótelinu eftir að
slökkvistarfi lauk.
Eldur á
Flughóteli
í Keflavík
Eldur kom upp í skreyt-
ingu á veisluborði á
Flughóteli í Keflavík á
föstudagskvöld. Slökkvilið
Brunavarna Suðurnesja var
kallað á staðinn, ásamt lögregl-
unni í Keflavík.
Starfsmaður hótelsins hljóp
með brennandi skreytinguna
inn á eitt herbergi hótelsins og
henti henni þar í sturtuna og
lokaði á eftir sér hurðinni eftir
að hafa talið sig hafa slökkt í
skreytingunni. Slökkviliðið
var því eingöngu kallað til að
reykræsta. Þegar slökkviliðs-
menn mættu á staðinn kom hins
vegar í ljós að enn logaði eldur
sem hafði læst sig í handklæði
og vegg á baðherberginu.
Eldurinn var slökktur og hót-
elið reykræst. Enginn þurfti að
yfirgefa hótelið vegna atviks-
ins og veislan, sem brennandi
skreytingin tilheyrði, var færð til
innan hótelsins.
Lögreglan í Keflavík fer með
rannsókn málsins.
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐiÐ Á SUÐURNESJUM
VÍKURFRÉTTiR I FIMMTUDAGURINN16. MARS2006 15