Víkurfréttir - 16.03.2006, Blaðsíða 19
ferð þar sem hluti meinsins
reyndist vera á ífarandi formi,
eitthvað sem gæti tekið sig upp
annars staðar í líkamanum. Eg
fór því í þriggja mánaða lyfja-
meðferð eftir skurðaðgerðina".
Hvaða áhrifhafði með-
ferðin á lífþitt?
„Ég í raun ákvað að ég ætlaði að
fá eitthvað gott út úr öllu þessu
ferli og ég held mér hafi tekist
það. Það helltist yfir mig ró og
sú fullvissa um að allt yrði gott
á endanum vék mér sjaldan úr
hjarta. í stað þess að bíða eftir
að ferlinu lyki þá naut ég þess
að vera í núinu. Ég þurfti ekki
að vera neins staðar annars
staðar og því fylgdi ákveðið
frelsi. Frelsið til að vera. Að
sjálfsögðu komu dagar sem mig
langaði ekkert fram úr, einnig
komu dagar sem ég komst
varla fram úr en það voru hinir
dagarnir sem skiptu niáli.
Ég fór að vera óhræddari við
að hella mér út í djúpu laugina.
Fannst ég nánast ósigrandi á
góðum dögum í lyfjameðferð-
inni. Ég fór til dæmis, ásamt
vinkonu minni, til Víkur í
Mýrdal, á tökustað Bjólfskviðu,
sem blaðamaður fyrir Frétta-
blaðið. Fékk bara lánaðan jeppa
hjá vini mínum, þrumaði upp
Reynisfjall og andaðist næstum
af hræðslu, en náði góðum
myndum og við skemmtum
okkur konunglega. Fengum svo
viðtöl við leikara úr myndinni
og leikstjóra. Þessi lífsreynsla
var alveg meiriháttar og mér
var einhvern veginn alveg
sama þó ég væri nauðasköllótt.
Ég eignaðist góða vini þarna.
Eitthvað sem ég bý enn að“.
Hvernig leið þér á kvöldin
þegar þú varst að sofna?
„Auðvitað koma upp stundir
þegar maður er óöruggur um
framhaldið og oftar en ekki
læðast siíkar hugsanir að manni
þegar maður er einn með
sjálfum sér. Lífið hefur kennt
mér að taka engu sem gefnu.
Þó ég lifi lífí mínu stundum
líkt og ég verði ekki hér í næstu
viku þá eru þetta ekki hugsanir
sem ég velti mér upp úr. Eg
bara nenni ekki að eyða þeim
tíma sem ég á eftir í neikvæðar
hugsanir. Stundirnar sem ég var
einna hræddust komu kvöldin
fyrir aðgerð. Varð stundum
hrædd um að vakna ekki úr
svæfmgunni því ég varð alltaf
svo rosalega veik eftir svæfingu.
Það hefur þó jafnað sig með
öllum aðgerðunum sem ég
hef farið í. Fór nefnilega strax
í brjóstauppbyggingu og hef
því farið í fjórar aðgerðir allt í
allt frá greiningu. Brjóstaupp-
byggingin fór einmitt fram
á sjúkrahúsinu í Keflavík og
lagði sú sem svæfði mig sig alla
fram við að ég yrði ekki veik.
Henni tókst það í síðustu svæf-
ingunni minni og ég vaknaði
nánast brosandi. Mig langaði að
rjúka á hana og knúsa hana! “
Hvaða hugarorku hefurþú
notað til að bœgja óþœgi-
legum tilfmningum frá þér?
„Veit ekki hvort það sé eitthvað
eitt sem ég hugsa meðvitað
um. Ég er til dæmis alls engin
Pollýanna þó ég hugsi jákvætt.
Pollýanna finnst mér bara
pirrandi en Lína Langsokkur
er karakter sem mér finnst
öllu skemmtilegri. Þar hefur
maður kraftmikla og uppátækja-
sama stúlku sem er jákvæð og
lætur ekki vaða yfir sig. Ætli
ég taki ekki Línu Langsokk
bara á erfiðar hugsanirf
Hver er staða þín í dag?
„Krabbameinið er farið og
lífið framundan er bjart. Ég
fer reglulega í skoðun og læt
fylgjast vel með mér. Það er
svo frábær tilfmning að fara til
læknis og fá stimpilinn „það
er í lagi með þig” eftir svona
erfitt ferli. Maður svífitr út af
spítalanum! Ég á þó eftir eina
aðgerð þar sem búa þarf til
geirvörtu. Ég er þó ekkert að
stressa mig á henni. Er agalega
ánægð með mig eins og ég er.
Mér finnst ég hafa verið ótrú-
lega heppin og lít alls ekki til
baka á þessa lífsreynslu sem
sorglegan hluta af lífi mínu.“
Hvernig lifirþú lífinu?
„Líklega svipað og áður. Ég hef
alltaf verið dálítill prakkari í
mér og finnst gaman að gera
hluti sem koma blóðinu af
stað. Ég fer á skíði, línuskauta,
hjóla, geng Esjuna, fer í lík-
amsrækt, hef kafað og er að
byrja að kite-a (þá er maður
á skíðum/snjóbretti og lætur
risa dreka draga sig). Það er
ekkert eins gaman og að gera
hluti af ástríðu. Ætli ég reyni
ekki að lifa lífinu þannig, af
ástríðu. Ég fer í langar göngur
um Seltjarnarnesið þar sem
ég bý, ég les mikið, skrifa og
er tónlistarfíkill. Allt eru þetta
miklar ástríður mínar! Mér
finnst líka gaman að prufa
nýja hluti sem ögra mér. Var til
dæmis að koma úr skíðaferð frá
Aspen þar sem ég lærði að skíða
hóla. Flaug aðeins á hausinn
en það var bara gaman. Mér
finnst einnig gaman að ferð-
ast til nýrra landa og kynnast
annarri menningu. Fór einmitt
slíka ferð til Japans í fyrra með
vinkonu minni og fannst það
alveg stórkostlegt! Held ég hafi
bara tvo gíra - þennan sem
ætlar að gleypa allan heim-
inn og svo þennan rólega!“
Hefurþessi lífsreynsla haft
áltrifá verðmœtamat þitt?
„Nei, ég hugsa ekki. Verald-
legir hlutir skiptu ekki máli í
uppeldi mínu og gera ekki í
dag. Mér finnst ég hafa verið
heppin að alast upp á ástríku
heimili og sú lífsreynsla hefur
skilið hvað einna mest eftir
sig. Það eru ekki allir sem alast
upp við það að heyra foreldra,
vini og ættingja segja við sig
að þeir elski mann, eitthvað
sem mér finnst mætti vera
meira um. Ég rekst stundum
á vinafólk foreldra rninna og
ég er knúsuð. Það finnst mér
frábært. Ég elska það þegar fólk
er einlægt og gefur af sér.“
Forgangsraðarþú lífinu
á annan veg en áður?
„Fólk hefur ætíð skipt mig máli
en ætli ég setji ekki sjálfa mig
ofar á listann en áður. Maður
þarf að hugsa vel um sjálfan
sig til að geta gefið af sér til
annarra og þegar maður er í
lyfjameðferð held ég að það
geti hreinlega verið hættulegt
að hugsa ekki um sjálfan sig.
Þarna neyddist ég hreinlega til
að setja sjálfa mig í fýrsta sæti
og það var eitthvað sem ég hafði
stundum gleymt. Það hefði
getað farið mun verr ef ég hefði
ekki farið og látið athuga þetta.
Þó ég sjái ekki eftir því í dag að
hafa beðið þangað til eftir brúð-
kaup þá hefði ég að sjálfsögðu
átt að fara mun fyrr í skoðurí'.
Finnst þér krabbameins-
leitin hafa einhverja
þýðingu fyrir konur?
„Hún skipti öllu máli þegar ég
greindist. Ef ég hefði ekki fengið
greiningu á þeim tíma sem ég
fór þá hefði krabbameinið getað
dreift sér. Ég vil ekki einu sinni
hugsa þá hugsun til enda.“
ÍASKOÐANA
andi eitla þegar það uppgötvast með
þreifingu. Brjóstamyndataka er mun ná-
kvæmari aðferð til að uppgötva pínulítil
æxli, þess vegna hefur þessi aðferð verið
valin sem fyrirbyggjandi meðferð fýrir
illskeytt krabbamein. Þar sem krabba-
mein í brjóstum kvenna er algengasta
krabbamein rneðal þeirra og lífslíkur
þeim mun meiri því fyrr sem það upp-
götvast má líta á brjóstamyndatökuna
sem fýrirbyggjandi meðferð þótt hér sé
verið að uppgötva fullmyndað krabba-
mein.
Afhverju myndast krabbamein?
Svar við spurningunni er ekki einfalt.
Fjölmargir þættir hafa áhrif þar á,
bæði erfðir, aldur og umhverfi. Erfða-
þættir eru t.d rnjög sterkir í myndun
brjóstakrabbameins og mun meira áber-
andi en í myndun leghálskrabbameins.
Fylgst er sérstaklega með ákveðnum
ættum vegna hættunar á að konurnar
fái brjóstakrabbamein. íslenskir vís-
indamenn hafa unnið merk störf til
að sýna fram á tengsl milli breytinga
á ákveðnum erfðavísum og myndun
brjóstakrabbameins. Aðrir þættir
eins og heildarlengd brjóstagjafar og
almennur lífstíll er enn til umræðu.
Nokkuð ljóst þykir að þeim mun
lengur sem kvenhormóna gætir í lík-
ama konunar, þeim mun meir aukast
líkur á myndun brjóstakrabbameins.
Það skýrir einnig af hverju brjóstagjöf
er verndandi þáttur, þar sem hormóna-
framleiðsla er minni á meðan konan er
með barn á brjósti.
Myndun á leghálskrabbameini er ann-
ars eðlis. Þar hafa umhverfisþættir mun
meir áhrif á.
Nunnur sem ekki stunda kynlíf fá afar
sjaldan leghálskrabbamein og hefur
það löngum verið vitað. Einnig þótt-
ust menn sjá ákveðið samband milli al-
menns þrifnaðar rekkjunautar og mynd-
unar krabbameins viðkomandi konu
auk þess sem fjöllyndi konunar þótti
auka líkurnar.
í dag þykir sannað að samband er á
milli sýkingar með veiru sem myndar
kynsjúkdómavörtur og leghálskrabba-
meins. Því eru nú gerðar tilraunir með
að bólusetja konur fyrir þessari veiru
með það fyrir augu að forðast myndun
slikra varta og um leið myndunar á leg-
hálskrabbameini.
Eru konur duglegar að mceta í boðaða
skoðun?
I sjálfu sér er ekki undarlegt að konum
þyki óþægilegt að mæta í þessar skoð-
anir. Bæði er heldur ónotalegt að þurfa
að berhátta sig, en kannski ennþá erf-
iðara að hafa á tilfmningunni að verið
sé að leita að krabbameini í eigin lík-
ama. Það hefur verið almenn þróun að
nokkuð hefur dregið úr mætingu og er
það miður, því árangur skoðunarinnar
hefur verið ótvíræður.
Hér hefur skoðunarlæknir yfirleitt verið
1 Sl ,
| §
ÍiÉ
sérfræðingur í kvensjúkdómum eða
kona með góða reynslu í skoðunum.
Á síðasta ári var á þessu undantekning
sem mæltist ekki vel fyrir. Við munum
því sjá svo um að aðeins kvensjúkdóma-
læknar komi nú að sjálfri sýnatökunni.
Þannig munum við Ieggja allt í að gera
skoðun þessa sem óþægindaminnsta
fyrir skjólstæðinga okkar.
Hvað viltu segja að lokum?
Ég vil ítreka að okkur finnst sjálfsagður
hlutur að fara með bílinn í skoðun á
hverju ári og fá á hann nokkurs konar
gæðastimpil sem dugir út árið. Sama lög-
mál ætti ekki síður að gilda um okkur
sjálf ef það hefur ótvírætt sannað gildi
til að auka lífslengd svo ekki sé talað
um lífsgæði. Því hvet ég allar konur sem
fá boð um að koma í skoðun að svara
kalli. Ég vil minna á að hér er um að
ræða nærþjónustu við konurnar til að
spara þeim tíma sem ferðalag til Reykja-
víkur tekur.
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSiNGABLAÐIÐ Á SUOURNESJUM
VlKURFRÉTTIR FIMMTUDAGURINN16. MARS 2006| 19