Víkurfréttir - 16.03.2006, Blaðsíða 10
Páskar 2006
Valkostir:
Akureyri - Hraunborgir - Ölfusborgir -
Svignaskarð - Flúðir
Leigutími: 12. - 21. apríl
Almennt verð kr. 17.000,-
Svignaskarð 14.000,-
Umsóknir liggja frammi á skrifstofu félagsins
og er umsóknarfrestur til 24. mars nk.
Dregið verður úr innsendum umsóknum.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu
félagsins að Vatnsnesvegi 14,
Reykjanesbæ eða í síma 421 2570.
Orlofsnefnd
1 R H , 1É 8t! 1É ’ A- > . ÉÍ « llSÉlls
FSINGUI VIKUNNAR
FS-ingur vikunnar er Gunnar Hörður Garðarsson en hann er leikari í leikritinu Mamma þín sem
Vox Arena setur upp í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur. Verkið fjallar meira og minna um ung-
Iinga í Keflavík, og sömdu leikarar það sjálfir, og verður vægast sagt spennandi að sjá útkomuna...
Aldur: 17
Staður: Garðurinn
Kærasta? Nibb
Braut í FS: Félagsfræðibraut
Hvernig gengur leikritið og um hvað
______ fjallar það? Mömmu þinni gengur bara
vel. Já.leikritið heitir Mamma þín. Per-
sónurnar eru fjölbreyttar og endurspegla nákvæm-
lega ekkert. Mínar persónur eru nokkuð svipaðar
og er þetta gífurlega krefjandi leikrit, þar sem
við sömdum það sjálf, leikhópurinn (sem er Vox
Arena í samstarfi við leikfélag Keflavíkur). Við
störfum niðri í Frumleikhúsi, Vesturbraut 17, en
þar verða sýningar einnig. Leikritið er uppfullt af
húmor og fólk með opið hugarfar fyrir nýjum hug-
myndum ætti án vafa að skella sér að sjá mömmu
þína. Mamma þín verður frumsýnd föstudaginn
17. mars í Frumleikhúsinu.
Helsta afrek í lífinu: Að fæðast, rosa strembið.
Vandræðalegasta atvik sem þú manst: Þegar ég
skíttapaði í Morfís..een ég komst yfir það!
Skemmtilegustu/flottustu tónleikar sem þú
hefur farið á? Muse, í Laugardagshöllinni.
Uppáhalds borg sem þú hefur komið til?
London
Uppáhalds verslun: Emm..Elvis.
Framtíðarplön? Að sigra heiminn
Uppáhalds leikari/leikkona: Djonní Depp.
Land sem þig langar að heimsækja? Indland
Hvaða bók Iastu seinast? Piltur og stúlka, bara
góð..
5
UPPÁHALDS
KVIKMYNDIR:
Edward Scissorhands
Eternal Sunshine of
the Spotless Mind
What Dreams May Come
Laputa: Castle in the Sky
Næsland
í ^
TÓNUS7 AKIÉLAG
iTEYKJANESBÆJAR
Mozart 250 ára
Kammertónleibar
Laugardagur 18. mars bl. 15:00 í Duushúsum
Kammersveit Reykjavíkur flytur m.a. verk
fyrir glerhörpu eftir Mozart og samtímamann
hans C.R E. Bach en aö auki verður frumflutt
verk eftir ungan Norðmann, Jan Erik
Michalsen.
Leikið verður á glerhörpu í fyrsta sinn á íslandi!
Miðaverð er kr. 1.500. Ath. styrktartónleikar. Miðasala fer fram
við innganginn og í síma 421 3796 milli kl. 13:00 - 17:00
5
UPPÁHALDS LÖG:
Muse- Unintended
Kashmir - Lampshade
Placebo - Protect me from what I want
Cake- Frank Sinatra
Pixies - Hey
Abendingar um FS-ing vikunnar eru vel þegnar og
skulu þær sendast á valgerdurbp@hotmail.com
UMSJÓN: VALGERÐUR BJÖRK
Mvinna
Starfsfólk óskast í ferskfiskvinnslu í frystihúsi
hjá Þorbirni Fiskanesi í Grindavík.
Upplýsingar gefur Halldór í síma 420 4419.
Þ0RBJÖRN FISKANES
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU •www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
10 I VlKURFRÉTTIR : 11. TÖLUBLAÐ i 27. ÁRGANGUR