Víkurfréttir - 16.03.2006, Blaðsíða 12
Bæjarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ vorið 2006:
María Sigurðardóttir verður með
skyggnilýsingarfund sunnudaginn
19. mars kl. 20:30 í Tjarnarsal Stóru
Vogaskóla, Vogum, Vatnsleysuströnd.
Húsið opnar kl. 20:00,
aðgangseyrir við innganginn.
Allir velkomnir.
SCvenfélagið Fjóla
Víkurbrauf 1 1
Sandgerðisbæ
Símar: 423 7500
848 5366
v.pulsir
mánudaga og miövikudaga
kl.17:30 eöa kl.18:45
Jógatimar
þriöjudaga og fimmtudaga
kl.18:00 eöa kl.19:15
Námskeið hefjast 20.mars
6íómaskreytíngar
* ©pi®
mán. - fim. 10 -18
föst. - lau. 10 -19
sun. 12 -18
BÍémaknd
Tjarnargötu 3 - Keflavík
sími 421 3855
EB
A-listinn boðar tveggja turna slag
A-listinn í Reykjanesbæ boðar tveggja
turna slag í komandi bæjarstjórnarkosn-
ingum í Reykjanesbæ, en sameiginlegt
framboð framsóknarmanna, Samfylkingar
og óháðra opnaði kosningaskrifstofu sína á
sunnudag að Hafnargötu 62, Glóðinni, auk þess
sem fullskipaður listi var kynntur.
I tilkynningu frá A-listanum segir að listanum sé
sérstaklega stillt upp til að fella núverandi meiri-
hluta Reykjanesbæjar, þar sem landslagið kalli
á breytingar. Þau leggi sterka áherslu á að auka
aðgengi kjósenda að stefnumótun bæjarfélagsins
óháð flokkum og að bæjarbúar hafi raunveruleg
tækifæri til að hafa áhrif á ákvörðunartöku er
varða bæjarfélagið.
Efstu sæti skipa að mestu reynt fólk í bæjarstjórn-
málum, en athygli vekur að í 6. sæti, baráttusæt-
inu, er fyrrverandi fjármálastjóri Reykjanesbæjar,
Reynir Valbergsson sem starfaði hjá Reykjanesbæ
í 9 ár. Þá skipar Eysteinn Jónsson, aðstoðarmaður
landbúnaðarráðherra, 2. sætið á listanum og er
hann einnig nýr í bæjarpólitíkinni í Reykjanesbæ.
Listinn er svohljóðandi:
1. Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunar-
mannafélags Suðurnesja og bæjarfulltrúi
2. Eysteinn Jónsson, aðstoðarmaður ráðherra
3. Sveindís Valdimarsdóttir, kennari
og bæjarfulitrúi
4. Ólafur Thordersen, framkvæmda-
stjóri og bæjarfulltrúi
5. Guðný Kristjánsdóttir, stuðningsfulltrúi
6. Reynir Valbergsson, fjármálastjóri
7. Lilja Samúelsdóttir, rekstrarráðgjafi
8. Eysteinn Eyjólfsson, kennari
9. Brynja Lind Sævarsdóttir, formaður
FUF (Félags Ungra Framsóknarmanna)
10. Arngrímur Guðmundsson,
yfireftirlitsmaður öryggissviðs
11. Guðbjörg Jónatansdóttir,
framhaldsskólakennari
12. Brynjar Harðarson, skólasafnvörður
13. Magnús Þórisson, matreiðslumaður
14. Auður Sigurðardóttir, verkstjóri
15. Arnar Magnússon, nemi og formaður NFS
(Nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurnesja)
16. Hafdís Helga Þorvaldsdóttir, leikskólakennari
17. Steinþór Jóhannsson, framkvæmdastjóri
18. Oddný Mattadóttir, húsmóðir
19. Eðvarð Þór Eðvarðsson, kennari
20. Hjálmar Árnason, alþingismaður
21. Þórdís Þormóðsdóttir, félagsráðgjafi
22. Kjartan Már Kjartansson, framkvæmdastjóri
Áhugasömum er bent á að skrifstofan er opin alla
virka daga frá 17 til 22 og á laugardögum frá 10
til 12.
Eysteinn Jónsson oddviti Fram-
sóknarmanna
Síðastliðinn sunnudag var framboðslisti A-
listans samþykktur með öllum greiddum
atkvæðum á fjölmennum fulltrúaráðs-
fundi Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ.
A-listinn er sameiginlegt framboð Framsóknar-
flokks, Samfylkingarinnar og óflokksbundinna
fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara
í Iok mai á þessu ári.
Oddviti Framsóknarmanna, Kjartan Már Kjart-
ansson, gaf ekki kost á sér í eitt af efstu sætum
listans vegna breytinga og nýrra verkefna sem
Kjartan tók við í störfum sínum fyrir Latabæ. Það
var því ljóst að tillaga yrði gerð um nýjan oddvita
Framsólaiarflokksins í Reykjanesbæ. Uppstillingar-
nefnd gerði tillögu um að efsti framsóluiarmaður
á lista hins sameiginlega framboðs yrði Eysteinn
Jónsson, aðstoðarmaður ráðherra.
í Reykjanesbæ
„Uppstillinganefnd leitaði til mín og bað mig
um að taka 2. sæti á sameiginlegum lista sem
jafnframt þýddi að ég yrði nýr oddviti Framsókn-
armanna í Reykjanesbæ. Ég samþykkti þetta og
ákvað að takast á við það verkefni sem mér var
boðið, en er jafnframt afar þakklátur fyrir það
traust sem mér sýnt með þessu. A-listinn er skip-
aður breiðum hópi fólks með sterka skírskotun til
samfélagsins og tel ég að uppstillingarnefndin hafi
leyst sitt verkefni afar farsællega.
Ég hef átt langt og gott samstarf með Kjartani Má
og er afar þakklátur fyrir þann tíma og störf hans
í þágu okkar bæjarfélags. Kjartan er duglegur,
klár og útsjónarsamur einstaklingur og mun hans
krafta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar verða saknað,”
sagði Eysteinn í samtali við Víkurfréttir.
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
12
VIKURFRÉTTIR 11. TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR