Fréttablaðið - 12.09.2017, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 1 4 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 1 2 . s e p t e M b e r 2 0 1 7
FrÍtt
BORGARLEIKHUS.IS
ÁSKRIFTARKORT
BORGARLEIKHÚSSINS
Kartöfluæturnar
BROT ÚR
HJÓNABANDI
UNNUR ÖSP STEFÁNSDÓTTIR
BJÖRN THORS
Jólaflækja
Fréttablaðið í dag
skoðun Lilja Alfreðsdóttir segir
í höndum þingmanna að efla
traust á Alþingi. 12
lÍFið Eygló Jóna Gunnarsdóttir
er 76 ára og fékk sér sitt fyrsta
tattú um helgina. 22
plús 2 sérblöð
l Fólk l náMskeið
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
saMFélag Ellilífeyriskerfið hefur
verið eflt verulega og fyrirhugað er
að halda því áfram, segir í aðsendri
grein Þorsteins Víglundssonar,
félags- og jafnréttismálaráðherra,
sem birtist í blaðinu í dag.
„Útgjöld til ellilífeyrisgreiðslna
TR á næsta ári munu verða rúm-
lega 74 milljarðar króna. Aukning-
in frá árinu 2016, sem var síðasta
gildisár eldra lífeyriskerfis,
nemur 24 milljörðum króna,
eða um það bil helmings-
aukning,“ segir ráðherrann.
Um síðustu áramót voru
gerðar breytingar á greiðsl-
um til ellilífeyrisþega.
Í greininni rekur
Þorsteinn hvern-
ig greiðslur til
lægstu tekjuhópa lífeyris-
þega hækkuðu um fjórð-
ung auk þess að miðgildi
tekna ellilífeyrisþega hafi
hækkað um 22 prósent og
sé nú 342 þúsund krónur.
– jóe / sjá síðu 13
Kjör ellilífeyrisþega hafa batnað að sögn ráðherra
lögregluMál Magnús Garðarsson,
fyrrverandi forstjóri United Silicon,
er talinn hafa dregið sér um hálfan
milljarð króna frá fyrirtækinu sem
kært hefur Magnús til héraðssak-
sóknara.
Magnús er einnig sakaður um að
halda áfram svikum eftir að hann
hætti í stjórn United Silicon og
haft samband við ítalska fyrirtækið
Tenova Pyromet eftir að hann var
hættur afskiptum af rekstri kísil-
versins.
Málið mun hafa undið upp á sig
við endurskipulagningu og ósk
United Silicon um greiðslustöðvun.
Sagt er að komið hafi á daginn að
hugmyndir fyrirtækisins um skuldir
við Tenova Pyromet hafi verið fjarri
lagi.
Sagt er að fjármagnið hafi ratað á
bankareikninga fyrirtækja erlendis
og nú sé verið að rekja slóð þess.
„Upphæðirnar virðast vera yfir
hálfan milljarð íslenskra króna,“
segir Karen Kjartansdóttir, upplýs-
ingafulltrúi United Silicon.
Auðun Helgason, fyrrverandi
stjórnarmaður í United Silicon og
starfandi framkvæmdastjóri er fram-
kvæmdir við verksmiðjuna hófust,
kvaðst í gær ekki hafa kynnt sér
málið.
„Ég hef ekki heyrt í Magnúsi síðan
í maí eða júní en það er mjög sorg-
legt ef málið er komið í þennan
farveg, en ég get ekki tjáð mig um
þetta,“ sagði Auðun.
Talinn hafa
svikið áfram
eftir starfslok
sem forstjóri
Hvorki lögreglan né forsvarsmenn kísilversins
United Silicon hafa náð tali af Magnúsi Garðarssyni,
fyrrverandi forstjóra, sem kærður hefur verið fyrir
að hafa dregið sér yfir hálfan milljarð króna frá fyrir-
tækinu. Sagt er að Magnús hafi haldið svikunum
áfram eftir að hann hætti störfum frá fyrirtækinu.
Samkvæmt þeim
gögnum og athug-
unum sem fyrirtækið hefur
farið í kemur ekkert annað
fram en að aðeins einn
maður hafi verið viðriðinn
þetta og vitað af því hvernig í
pottinn var búið.
Karen Kjartans-
dóttir, upplýsinga-
fulltrúi United
Silicon
Haldið er fram að Magn-
ús Garðarsson hafi skrifað
tilhæfulausa reikninga.
Ekki hefur náðst í Magnús Garð-
arsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Hann er erlendis og hafa hvorki lög-
regluyfirvöld né forsvarsmenn fyrir-
tækisins náð tali af Magnúsi.
– sa / sjá síðu 8
Magnús Garðars-
son, fyrrverandi
forstjóri United
Silicon
viðskipti „Ég er að reyna að selja
verksmiðjuna og fyrr en það gerist
mun skiptum ekki ljúka,“ segir Mar-
teinn Másson, lögmaður og skipta-
stjóri þrotabús málmbræðslu GMR
á Grundartanga sem fór í þrot í
janúar. Kröfur í þrotabúið nema
3,6 milljörðum króna. – hg / sjá síðu 6
Milljarða króna
gjaldþrot GMR
Þorsteinn Víglundsson
Martröð í uppsiglingu Í dag hefst endurnýjun stofnlagnar fyrir kalt vatn yfir Kringlumýrarbraut ofan við
Miklubraut. Búist er við mjög miklum töfum á umferð næstu tvær vikurnar því akreinum á Kringlumýrarbraut
á þessum stað verður fækkað í aðeins tvær í hvora átt á meðan framkvæmdirnar ganga yfir. Fréttablaðið/VilhelM
1
2
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
B
5
-6
C
5
4
1
D
B
5
-6
B
1
8
1
D
B
5
-6
9
D
C
1
D
B
5
-6
8
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K