Fréttablaðið - 12.09.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.09.2017, Blaðsíða 24
 8 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . s e p t e m B e R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U RNámsKeIÐ Ég get fullyrt það að fáar atvinnugreinar komast af án þess að nota hugbúnað sem hluta af daglegum rekstri og þurfa þar af leiðandi að reiða sig enn meira á störf forritara. Það er því ljóst að þörfin á nýjum forriturum verður sífellt meiri um ókomin ár,“ segir Finnbjörn Þorvaldsson, brautarstjóri hjá NTV (Nýja tölvu og viðskiptaskólanum). „Starf forritara er ótrúlega fjölbreytt og í raun starf án allra landamæra og að mínu mati skemmtilegasta starf í heimi,“ segir Finnbjörn brosandi. „Ég skora á alla áhugasama, sem eru að velta fyrir sér námi í dag, að kynna sér forritunarnám og ég vil sérstaklega hvetja fleiri konur til að kynna sér fagið.“ NTV skólinn (Nýi tölvu og viðskiptaskólinn) fagnar 20 ára starfsafmæli á þessu ári. Sérstaða skólans er að bjóða upp á starfs- miðað nám og í anda þess hefur NTV sett á laggirnar nýtt metn- aðarfullt þriggja anna forritunar- nám. Finnbjörn segir mikil og vax- andi tækifæri tengd náminu. Það er þróað í samvinnu við nokkur af stærstu hugbúnaðarhúsum lands- ins. Í náminu læra nemendur alla helstu færniþætti sem forritarar þurfa að búa yfir til að starfa við hugbúnaðarsmíði. Námið er mjög verkefnadrifið og kennt í smærri hópum. „Við höfum verið að fá nem- endur á öllum aldri með mismun- andi bakgrunn úr atvinnulífinu og marga sem kunnu ekkert fyrir sér í forritun en hefur gengið mjög vel í náminu hjá okkur. Þetta er því nám sem er fyrir alla sem hafa áhuga á faginu.“ Á fyrstu önn læra nemendur helstu grundvallaratriði í forritun og fræðast um gagnagrunna. Auk þess fá nemendur þjálfun í „rök- og talnafræði“. Námskeiðinu lýkur með stóru verkefni sem þjálfar nemendur í efni annarinnar. Á annarri önn læra nemendur að hanna skýjalausnir og nýta þekkingu fyrri annar. Nemendur læra að forrita kerfi sem eru með viðmót í vafra og eru þar af leiðandi ekki bundin við ákveðin stýrikerfi og henta meðal annars fyrir snjalltæki. Þetta er vinsælasta leiðin fyrir nýjar hugbúnaðar- lausnir. Önninni lýkur svo með stóru verkefni þar sem nemendur hnýta saman þekkingu sína af fyrstu tveimur önnunum. Eftir aðra önn eiga nemendur að vera hæfir til að smíða sinn eigin hug- búnað í Azure skýjaumhverfinu. Á þriðju og síðustu önninni kynnast nemendur Scrum verk- efnastjórnun og læra að smíða snjalltækja-App (fyrir helstu stýrikerfi) með Xamarin lausninni. Jafnframt læra þeir að vinna með nýjar og áhugaverðar lausnir hverju sinni sem kennarar flétta inn í námið. Önninni lýkur svo með viðamiklu hugbúnaðarverk- efni sem nemendur þurfa að vinna í námslok. „NTV er í samstarfi við leiðandi hugbúnaðarhús á markaðinum sem hafa hjálpað okkur að þróa námið og gera það eins gott og það er. Þar að auki starfa flestir kennarar skólans í tæknifyrir- tækjum samhliða kennslu sem við teljum tryggja að við séum alltaf með nýjustu þekkingu og reynslu hverju sinni í náminu. Þar að auki er NTV líka Learning Partner hjá Microsoft og alþjóðleg prófamið- stöð. Eftir ítarlegar endurbætur á námsbrautinni með hjálp sam- starfsaðila okkar finnum við mikil viðbrögð bæði frá vinnumarkaði og frá áhugasömum nemendum. Við erum mjög stolt af náminu og sannfærð um að við séum að gera rétta hluti, enda höfum við aldrei fundið eins mikinn áhuga þarna úti og einmitt núna,“ segir hann. Að lokum vill Finnbjörn vekja athygli á því að fimmtudaginn 14. september frá kl. 17-18 verður kynning á forritunarnámi NTV og eru allir hjartanlega velkomnir í Hlíðarsmára 9. Hægt er að hitta kennara og fyrrverandi nemendur auk þess að fræðast nánar um námið. mikil eftirspurn eftir forriturum til fjölbreyttra starfa NTV skólinn fagnar 20 ára starfsafmæli á þessu ári. Í boði er öflugt forritunarnám enda mikil þörf á fagmönnum í stéttinni. Konur eru sérstaklega hvattar til að kynna sér fagið. Finnbjörn Þorvaldsson, brautarstjóri hjá NtV.  mYND/NÍNABJÖRK 1 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D B 5 -A 2 A 4 1 D B 5 -A 1 6 8 1 D B 5 -A 0 2 C 1 D B 5 -9 E F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.