Fréttablaðið - 12.09.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.09.2017, Blaðsíða 20
svo þurfa að leggja mjög mikið á sig úti á vinnumarkaðinum seinna. Því eru háskólaárin eini tíminn sem þeir hafa til að geta skemmt sér og gert það sem að þeir vilja gera en ekki það sem samfélagið ætlast af þeim.“ Margir klúbbar eru starfræktir í skólanum þar sem nemendur tóku þátt í mismunandi áhugamálum. „Það voru til að mynda klúbbar sem snerust um hestamennsku, dans, að eignast vini, hittast í hádeginu fyrir hádegismat, gefa villtu kisunum á skólasvæðinu og svo sá sem ég var í, boxklúbburinn.“ Saga stefnir á að fara í meistaranám í alþjóðasamskiptum í nánustu fram- tíð en starfar um þessar mundir hjá Iceland Travel. „Mig hefur lengi vel dreymt um að læra alþjóðasamskipti vegna þess að mig hefur alltaf langað til að aðstoða fólk frá mismunandi löndum að skilja hvert annað og yfir- stíga samskiptaörðugleika sín á milli. Ég tel að tungumál brúi bilið milli fólks og með því að skilja hvert annað betur, líður manni betur.“ Starri Freyr Jónsson starri@365.is „Fyrir Japani er háskólaganga eins og hálfgert frí. Þeir leggja svo mikið á sig til að komast í góðan háskóla og munu svo þurfa að leggja mjög mikið á sig út á vinnumarkaðinum seinna,“ segir Saga Roman. myND/EyÞÓR Á sumarhátíð í Nagoya. Ritsumeikan háskólinn í Kyoto er einn virtasti háskóli Japans. Þar stundaði Saga Roman skiptinám veturinn 2014-2015. Saga Roman er 24 ára Njarð-víkingur sem stundaði eins árs skiptinám við Ritsumeikan háskólann í Kyoto í Japan, veturinn 2014-2015. Hún var á tungumálabraut í Menntaskólanum við Hamrahlíð og á lokametrum námsins þurfti hún að velja milli latínu, kínversku og jap- önsku. „Þar sem ég kunni nú þegar tvö rómönsk tungumál ákvað ég að láta latínuna vera. Vinir mínir voru búnir að læra japönsku í eina önn og mæltu mikið með henni. Því ákvað ég að slá til og það var sko heldur betur rétt ákvörðun.“ Bakgrunnur hennar er ansi fjöl- breyttur. Hún á íslenska móður og stjúpföður en faðir hennar er frá Púertó Ríkó og hefur lengi búið í Portúgal þar sem hann á fjölskyldu. Saga á því ættingja í bæði Portúgal og Púertó Ríkó. „Það var alltaf séð til þess að ég fengi tækifæri til að heimsækja hann og aðra fjölskyldu- meðlimi hans, bæði í Portúgal og Púertó Ríkó. Þar sem ég er af erlendu bergi brotin, að hluta til, má segja að ég hafi verið eintaklega lánsöm með þau tækifæri sem þessi ferðalög hafa fært mér. Í dag tala ég fimm tungu- mál reiprennandi.“ Röð og regla Eftir útskrift frá MH hóf hún nám við Háskóla Íslands í japönsku máli og menningu. Hún kláraði tvö ár og hélt svo til Japans þar sem hún tók þriðja árið í skiptinámi. „Í Japan var ég á námsbraut sem heitir SKP (Study in Kyoto Program) þar sem aðalfögin mín voru japanskt mál. Einnig tók ég nokkra áfanga á ensku um menningu og sögu Japans.“ Skólinn samanstendur af mörgum ólíkum byggingum en þær standa allar mjög stutt frá hver annarri þannig að allar aðstæður voru mjög þægilegar að hennar sögn. „Innan skólans voru allir svo vingjarnlegir en það þurfti samt alltaf að passa að fara eftir öllum reglum og gera allt í Tungumál brúa bilið milli fólks Eins árs skiptinám í Japan var eftirminnileg og dýrmæt lífsreynsla að sögn Sögu Roman. Passa þurfti að fara eftir reglum og gera allt í réttri röð. Hún stefnir á nám í alþjóðasamskiptum. Friðrik segir óperusöng og mótorsport skemmtilega ólíkt og hyggst halda áfram að sinna hvoru tveggja. myND/VILHELm Ég byrjaði á stuttu námskeiði hjá Má Magnússyni fyrir brúðkaupið mitt fyrir sex árum og kunni því svo vel að ég ákvað að hefja fullt nám í klass- ískum söng við skólann. Ég var þar í tvö og hálft ár en hélt að því loknu í framhaldsnám í óperusöng til Fiesole nærri Flórens á Ítalíu og lýk þar námi í haust,“ segir Friðrik. Hann flutti með fjölskyldunni út og dvöldu þau á Ítalíu í fjögur ár. „Það var bæði gaman og krefjandi. Námið fer allt fram á ítölsku svo ég græddi tungumál í leiðinni.“ Friðrik rekur verslunina Púkann en þar fæst fatnaður og aukahlutir fyrir reið- og mótorhjól. Sömu- leiðis snjóbretti og annað sem tengist jaðarsporti af ýmsu tagi. Friðrik hefur rekið verslunina sam- hliða námi og segir menn innan mótorhjólageirans jafn hissa á því að hann sé óperusöngvari eins og menn innan óperugeirans eru hissa á því að hann stundi jaðar- sport. „Fólki finnst þetta ekki fara saman. Þetta er skemmtilega ólíkt en ég stefni á að halda áfram að sinna hvoru tveggja,“ segir Friðrik sem hyggst gefa út sína fyrstu plötu í nóvember. Hún mun heita Arf- leifð og hefur að geyma klassískar íslenskar söngperlur. Plötuna vann hann með ítölskum píanista sem sá sömuleiðis um allar útsetningar. „Það gefur þessum þekktu íslensku lögum nýjan blæ,“ segir Friðrik. Söngskólinn í Reykjavík hefur lengi boðið upp á styttri námskeið samhliða hefðbundnu námi. „Í ár verður eins og áður boðið upp á sjö vikna söngnámskeið sem er opið öllum, en það er sams konar námskeið og Friðrik hóf ferilinn á. Það er hugsað fyrir alla þá sem vilja styrkja sig í söng og hefur meðal annars verið sótt af kórfólki og öðru söngáhugafólki,“ segir Berta Dröfn Ómarsdóttir, skrifstofustjóri hjá Söngskólanum í Reykjavík. Fyrsta námskeiðið á haustönn hófst í gær en það næsta byrjar 30. október. „Þess utan bjóðum við upp á þá nýjung að vera með fimmtu- dagsmorgunnámskeið, sem eru opin fyrir alla. Það fyrsta hefur fengið nafnið Að kveða að og hefst 5. október en eitt tekur svo við af öðru,“ upplýsir Berta. „Að kveða að er í umsjón Kristjáns Hreinssonar skálds, þar sem þátttakendur eru hvattir til að skrifa texta. Næsta námskeið heitir Að semja sjálf/ur og verður í umsjón Guðmundar Steins Gunnarssonar tónskálds en þar semja þátttakendur sönglag. Næst mun Bjarki Sveinbjörnsson halda námskeiðið Að vita allt um íslensk sönglög en þar munu þátt- takendur fræðast um íslenskan tónlistararf. Síðasta fimmtudags- námskeiðið verður svo helgað kór- stjórn en það er í umsjón Garðars Cortes, skólastjóra skólans. Allar nánari upplýsingar er að finna á: songskolinn.is Frá söngnámskeiði til Ítalíu Friðrik Arilíusson fór á sjö vikna söngnámskeið í Söngskólanum í Reykjavík fyrir sex árum í þeim tilgangi að öðlast kunnáttu og kjark til að syngja í eigin brúðkaupi. Það endaði með því að hann fór í fullt nám við skólann og síðar í framhaldsnám til Ítalíu. réttri röð. Það var rosalega skondið og margir skiptinemar pirruðu sig yfir því stundum en mér fannst það bara áhugaverður partur af menn- ingunni.“ Hún segir marga nemendur hafa verið hálf hrædda við útlendingana og ekki þorað að láta reyna á ensku- kunnáttu sína. „Margir Japanir eru rosalega klárir í að skrifa ensku en ekki nógu góðir að tala hana því að í Japan er lögð meiri áhersla á skriflegu hlið tungumálsins. Kennararnir voru yndislegir en allir mjög strangir og sýndu lítinn sveigjanleika.“ Hálfgert frí Hún segir mikinn mun á íslenska og japanska skólaumhverfinu. „Fyrir Japani er háskólaganga eins og hálf- gert frí. Þeir leggja svo mikið á sig til að komast í góðan háskóla og munu 4 KyNNINGARBLAÐ 1 2 . S E p T E m B E R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U RNÁmSKEIÐ 1 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 5 -8 9 F 4 1 D B 5 -8 8 B 8 1 D B 5 -8 7 7 C 1 D B 5 -8 6 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.