Fréttablaðið - 12.09.2017, Blaðsíða 6
Iðnaður Kröfur í þrotabú málm-
bræðslu GMR á Grundartanga nema
3,6 milljörðum króna og á Lands-
bankinn þar af rúma tvo milljarða
undir. Skiptastjóri búsins hefur
reynt að selja verksmiðjuna síðan
í vor og hafa bæði innlendir og
erlendir fjárfestar sýnt henni áhuga.
„Ég er að reyna að selja verk-
smiðjuna og fyrr en það gerist
mun skiptum ekki ljúka. Það hafa
nokkrir aðilar sýnt henni áhuga,
bæði íslenskur hópur fjárfesta, sem
reyndar gerði tilboð í vor en því
var hafnað enda þótti það of lágt.
Síðan hef ég átt símafundi með
bæði amerísku fyrirtæki og öðru
evrópsku sem er staðsett í Bretlandi.
Að lokum hefur eigandi fyrirtækis
sem er staðsett í Sviss og er í stálvið-
skiptum kynnt sér hana,“ segir Mar-
teinn Másson, lögmaður og skipta-
stjóri þrotabúsins.
GMR Endurvinnslan hóf rekstur á
Grundartanga árið 2013 en var lýst
gjaldþrota í lok janúar. Fyrirtækið
endurvann brotamálma, meðal ann-
ars stál sem féll til við rekstur álvera
hér á landi. Verksmiðjan, áhöld
hennar og tæki voru í árslok 2014
metin á 2,2 milljarða króna, sam-
kvæmt nýjasta ársreikningi GMR
sem er í evrum, miðað við þáver-
andi gengi. Lán frá Landsbankanum
námu þá 2,6 milljörðum króna. Sam-
kvæmt lánasamningum við ríkis-
bankann voru hvorki greiddir vextir
né afborganir árið 2015 og áttu fyrstu
greiðslur að hefjast í júní í fyrra.
Almennar kröfur í búið nema 290
milljónum króna. Þar af á íslenska
ríkið átta milljóna kröfu vegna fjár-
festingarsamnings sem það gerði við
GMR árið 2012. ESA, Eftirlitsstofnun
EFTA, komst að þeirri niðurstöðu,
sem EFTA-dómstóllinn staðfesti
síðar, að samningurinn hefði falið í
sér ólögmæta ríkisaðstoð. Ekki var
búið að endurheimta hana þegar
verksmiðjan fór í þrot, en Marteinn
segir ólíklegt að almennar kröfur í
búið fáist greiddar.
Á þeim þremur árum sem málm-
bræðslan var rekin skráði Umhverf-
isstofnun á þriðja tug frávika frá
starfsleyfi fyrirtækisins. Sætti það
auknu eftirliti vegna ítrekaðra
vanefnda við að koma mengunar-
vörnum í viðunandi horf og fyrir
að geyma spilliefni óvarin á lóðinni.
„Umhverfisstofnun var með
ákveðnar kröfur og þær verða
teknar upp þegar og ef nýr rekstrar-
aðili kemur. Ég er með starfsmann
fyrir þrotabúið sem er að vinna á
svæðinu og vaktar verksmiðjuna
og heldur tækjabúnaði í lagi. Hann
hefur verið að taka til á svæðinu. Við
höfum einnig látið flytja inn í húsið
spilliefni sem voru á lóðinni,“ segir
skiptastjórinn.
Eyþór Arnalds, fjárfestir og fyrr-
verandi oddviti Sjálfstæðismanna
í Árborg, var í eigendahópi GMR í
árslok 2014 og stjórnarformaður
félagsins þangað til í apríl í fyrra.
Þá voru einnig í hluthafahópnum
félög í eigu þeirra Stefáns Arnars
Þórissonar, fyrrverandi stjórnar-
manns GMR, og Arthurs Garðars
Guðmundssonar, fyrrverandi
framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
haraldur@frettabladid.is
Kröfur í málmbræðslu
nema 3,6 milljörðum
Landsbankinn á rúma tvo milljarða króna undir vegna lánveitinga til GMR
Endurvinnslu á Grundartanga. Verksmiðjan fór í þrot í janúar en skiptastjórinn
reynir nú að selja hana. Var undir auknu eftirliti Umhverfisstofnunar í fyrra.
GMR hóf rekstur á Grundartanga árið 2013. FRéttablaðið/EyþóR
Írak Rúmlega 1.300 fjölskyldumeð-
limir hryðjuverkamanna Íslamska
ríkisins eru í haldi írakskra yfirvalda.
Fjölskyldunum er haldið í búðum
suður af borginni Mósúl. Frá þessu
greindi Reuters í gær og hafði eftir
heimildarmönnum innan írakska
hersins og mannúðarsamtökum.
Fram kemur að Norska flótta-
manna ráðið, sem aðstoðar þau
sem haldið er í búðunum, líti svo á
að fjölskyldunum sé í raun haldið
föngnum.
Um er að ræða konur og börn
frá þrettán mismunandi ríkjum.
Stærstur hluti fjölskyldnanna er frá
Tyrklandi en þó ber nokkuð á fólki
frá Tadsíkistan, Aserbaísjan og Rúss-
landi auk örfárra Frakka og Þjóð-
verja.
Þúsundir ferðuðust til Íraks og Sýr-
lands árin 2014 og 2015 til þess að
slást í lið með ISIS eftir sigra þeirra
á svæðinu.
Flestar fjölskyldurnar flúðu borg-
ina Tal Afar þegar írakski herinn
endurheimti borgina af ISIS-liðum í
ágúst. Í frétt Reuters segir að þær hafi
gefið sig fram við hersveitir Kúrda
nærri Tal Afar með fjölskyldufeðr-
unum, það er hryðjuverkamönnun-
um. Kúrdarnir hafi í kjölfarið afhent
Írökum börnin og konurnar en ekki
er vitað um afdrif feðranna.
Í viðtali við AP sagði Kamel Harki,
hershöfðingi Kúrda, að sumir mann-
anna hafi verið afhentir Írökum en
aðrir drepnir eftir að hafa þóst gefast
upp og ráðist á Kúrda. – þea
Fjölskyldur ISIS-liða í haldi stjórnvalda
Fjölskyldurnar gáfu sig fram við hersveitir Kúrda. NoRdicphotos/aFp
BÍLALAND BÝÐUR BÍLA Á FRÁBÆRUM
KJÖRUM! KOMDU STRAX Í DAG OG TRYGGÐU
ÞÉR GÓÐAN BÍL FRÁ BÍLALANDI
ÚRVAL
NOTAÐRA BÍLA
NISSAN Micra Acenta
Nýskr. 05/17, ekinn 3 þ.km,
bensín, beinskiptur.
VERÐ 2.190 þús. kr.
SUBARU Forester Premium.
Nýskr. 03/17, ekinn 1 þ.km,
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ 4.490 þús. kr.
HYUNDAI Santa Fe III Style
Nýskr. 05/16, ekinn 24 þ.km,
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ 5.990 þús. kr.
RENAULT Clio Expression
Nýskr. 09/16, ekinn 10 þ.km,
bensín, beinskiptur.
VERÐ 2090 þús. kr.
VOLVO V40 Cross Country
Nýskr. 03/16, ekinn 36 þ.km,
dísil, beinskiptur.
VERÐ 3.190 þús. kr.
HYUNDAI i20 Premium
Nýskr. 04/16, ekinn 19 þ.km,
bensín, beinskiptur.
VERÐ 2.290 þús. kr.
Rnr. 153021
Rnr. 370548
Rnr. 121315
Rnr. 144296
Rnr. 144292
Rnr. 121309
www.bilaland.is
Kletthálsi 11 - 110 Reykjavík og
Hyundai notaðir bílar - Kauptúni 1 - 210 Garðabæ
Sími: 525 8000 - bilaland@bilaland.is
Opið frá kl. 9–18 og á laugardögum frá kl. 12–16.
www.facebook.com/bilaland.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
3
9
3
7
B
íl
a
la
n
d
2
x
3
8
1
2
s
e
p
t
1 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 Þ r I ð J u D a G u r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a b L a ð I ð
1
2
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
B
5
-9
8
C
4
1
D
B
5
-9
7
8
8
1
D
B
5
-9
6
4
C
1
D
B
5
-9
5
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K