Fréttablaðið - 12.09.2017, Page 8
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð
NÝ DÖGUN
www.nydogun. is • www.sorg. is • nydogun@nydogun. is
Þann 13. september kl 20:00 í Safnaðarsal Háteigskirkju,
ræðir Svavar Stefánsson M.Th. um sorg eftir sjálfsvíg.
Að því loknu verður hægt að skrá sig í stuðningshóp
þeirra sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi.
Ókeypis og allir velkomnir.
Að takast á við
sorg eftir sjálfsvíg
TUDOR rafgeymar
TUDOR TUDOR
AGM þurrir rafgeymar fyrir Start-Stop bíla
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Viðurkenndir
af öllum
bílaframleiðendum
Veldu
öruggt
start me
ð
TUDOR
FYRIR FLESTAR
GERÐIR BÍLA...
GORMAR
HÖGGDEYFAR
VANRÆKTU EKKI VIÐHALDIÐ!
STÁL OG STANSAR | SÍMI: 517-5000 | VAGNHÖFÐI 7 | STALOGSTANSAR.IS Það er mjög sorglegt
ef málið er komið í
þennan farveg en ég get ekki
tjáð mig um þetta.
Auðun Helga-
son, fyrrverandi
stjórnarmaður í
United Silicon
Heilbrigðismál Víða á þéttbýlis-
stöðum utan höfuðborgarsvæðisins
er einungis einn sjúkrabíll tiltækur.
Því getur hættuástand skapast ef
bílarnir bila.
Sjúkrabíllinn í Vík í Mýrdal bil-
aði í gær og er það í annað sinn á
skömmum tíma sem það gerist. Í gær
fór olíuslanga úr sambandi þann-
ig að hann lak hráolíu. Fyrr á árinu
hafði bíllinn bilað þegar hann var í
forgangsakstri og vélin bræddi úr sér.
„Þetta eru björgunartæki sem
maður treystir á og þau eiga að vera
í lagi. Það eiga þá að vera aukabílar
til staðar ef eitthvað svona kemur
upp á. Óskastaðan væri að hafa tvo,“
segir Henný Hrund Jóhannsdóttir,
sem vakti athygli á ástandi bílsins á
Facebook í gær. Hún leggur áherslu
á að þetta sé sín skoðun og hún tali
ekki fyrir munn Heilbrigðisstofn-
unar Suðurlands eða annarra.
Rauði krossinn á Íslandi sér um
innkaup á sjúkrabílum og rekstur
þeirra fyrir ríkið. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Rauða krossinum er víða
einn sjúkrabíll í hverju plássi. „En
þegar sjúkrabíll bilar reynum við að
færa á milli og reynum að kippa því
í liðinn sem allra fyrst,“ segir Bryn-
hildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi
Rauða krossins. Auk bílsins í Vík sé
einn á Kirkjubæjarklaustri, tveir á
Hvolsvelli og fjórir á Selfossi.
„Í þessum bíl var ný vél og slangan
fór í sundur, sem er óheppilegt, en
ekkert við því að gera þegar bílar
gera annað en að redda öðrum bíl,“
bætir Brynhildur við. – jhh
Fleiri sjúkrabíla þarf á landsbyggðina
Henný Hrund Jóhannsdóttir vakti athygli á sjúkrabílamálinu á Facebook í gær.
lögreglumál Magnús Garðarsson,
fyrrverandi forstjóri United Silicon,
er talinn hafa dregið sér um hálfan
milljarð með fölsuðum reikningum
gefnum út á búnaðarframleiðand-
ann Tenova Pyromet á Ítalíu.
Magnús er einnig sakaður um að
hafa haldið áfram svikum eftir að
hann hætti í stjórn United Silicon
og haft samband við Tenova eftir
að hann var hættur afskiptum af
rekstri kísilversins.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins á málið að hafa undið upp
á sig við endurskipulagningu og ósk
United Silicon um greiðslustöðvun.
Í þeirri vinnu hafi komið upp úr kaf-
inu að hugmyndir fyrirtækisins um
skuldir við búnaðarframleiðandann
Tenova á Ítalíu reyndust fjarri sann-
leikanum. Töldu forsvarsmenn Uni-
ted Silicon skuldina við fyrirtækið
mun hærri en hún í raun var.
Á þessum tímapunkti vöknuðu
grunsemdir um að ekki væri allt
með felldu í reikningshaldi fyrir-
tækisins.
Einnig hefur Fréttablaðið það
eftir heimildum að haganlega hafi
verið að verkinu staðið. Reikning-
arnir hafi verið afar vel gerðir. Fjár-
magnið hafi ratað á bankareikninga
fyrirtækja erlendis og nú sé verið að
rekja þær slóðir. Reikningarnir séu
margir og mikill metnaður lagður í
hin meintu sviki.
„Magnús er grunaður um að hafa
svikið og dregið sér verulegar fjár-
hæðir í tengslum við samninga
félagsins. Upphæðirnar virðast vera
yfir hálfan milljarð íslenskra króna,“
segir Karen Kjartansdóttir, upplýs-
ingafulltrúi og talsmaður United
Silicon.
„Samkvæmt þeim gögnum og
athugunum sem fyrirtækið hefur
farið í kemur ekkert annað fram en
að aðeins einn maður hafi verið við-
riðinn þetta og vitað af því hvernig í
pottinn var búið,“ bætir Karen við.
Auðun Helgason, fyrrverandi
stjórnarmaður í United Silicon
og starfandi framkvæmdastjóri
fyrirtækisins á þeim tíma sem fram-
kvæmdir við verksmiðjuna hófust
vorið 2014, kvaðst ekki hafa kynnt
sér málið þegar blaðamaður náði
tali af honum í gær.
„Ég hef ekki átt aðkomu að rekstr-
inum síðan ég gekk úr stjórn í lok
janúar og er ekkert inni í málefnum
United Silicon. Ég hef ekki heyrt í
Magnúsi síðan í maí eða júní en það
er mjög sorglegt ef málið er komið
í þennan farveg, en ég get ekki tjáð
mig um þetta,“ sagði Auðun.
Ekki hefur náðst í Magnús Garð-
arsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
Fréttablaðsins.
Magnús er staddur erlendis og
hafa hvorki lögregluyfirvöld né for-
svarsmenn fyrirtækisins náð tali af
honum.
sveinn@frettabladid.is
Kært fyrir meint svik
upp á yfir 500 milljónir
Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður
vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á
Ítalíu og sagst hafa fullt umboð United Silicon þótt hann væri hættur störfum.
Talið er að Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hafi dregið sér fé frá frá byrjun. Mynd/VíkUrFréTTir
1 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 Þ r i ð J u D A g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð
1
2
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
B
5
-9
3
D
4
1
D
B
5
-9
2
9
8
1
D
B
5
-9
1
5
C
1
D
B
5
-9
0
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K