Fréttablaðið - 12.09.2017, Blaðsíða 16
Prufur voru
gerðar á
augnkreminu
frá Taramar í
sumar. Greinileg
breyting varð á
augnsvæði eftir
9 vikur. Poki
undir augum
hefur minnkað
og húðfellingar á
augnloki gengið
til baka.
Dr. Guðrún Marteinsdóttir, prófessor
við Háskóla Íslands, er hugmynda-
smiður Taramar kremanna.
Upphaf Taramar kremanna má rekja til húðvandamála sem frumkvöðullinn Guð-
rún átti sjálf við að etja. „Guðrún
er með viðkvæma húð og í kjölfar
þess að sjá fyrstu ellimörkin koma
fram með tilheyrandi línum og
hrukkum fór hún að nýta þekk-
ingu sína til að búa til krem. Á
sama tíma veitti hún athygli
rannsóknum sem eiginmaður
hennar var með í gangi í matvæla-
fræði og til samans sáu þau að þær
aðferðir voru kjörnar til að skapa
nýjar leiðir til að þróa lífvirk efni
úr bæði sjávarfangi og þekktum
íslenskum lækningajurtum en
þessi efni þykja hafa afar jákvæð
áhrif á húð okkar mannfólksins,“
segir Viðar Garðarsson, markaðs-
stjóri Taramar.
Taramar kremin eru þannig
hávísindaleg krem sem byggja
á tuttugu ára rannsóknum og
flutningi á miklu magni af vís-
indaþekkingu úr rannsóknum á
matvælum yfir í húðvörur. „Not-
aðar eru háþróaðar aðferðir til að
draga virku efnin úr jurtunum og
fella þau inn í náttúrulegar ferjur
sem flytja þau djúpt ofan í neðri
lög húðarinnar,“ lýsir Viðar en
ferlið við að ná lífvirku efnunum
úr jurtunum tekur marga mánuði.
„Við köllum þetta slow cosmetics
Taramar – hávísindaleg krem
Taramar kremin byggja á tuttugu ára vísindaþekkingu dr. Guðrúnar Marteinsdóttur og dr. Krist-
bergs Kristbergssonar, prófessora við Háskóla Íslands. Á næstunni er von á glænýju augnkremi.
með pumpum sem minnka áreiti
ljóss og hugsanlegs gerlasmits frá
höndum,“ segir Viðar.
Fjölbreytt vörulína
Fjögur krem í Taramar vöru-
línunni eru nú þegar komin á
markað en fimmta varan verður
kynnt á vefsíðunni taramar.is
í þessari viku. „Þetta er kremið
Healing treatment sem er alls-
herjar græðandi krem. Það hefur
reynst mörgum vel með brennda
húð, hvort sem er eftir sólböð eða
annars konar bruna. Einnig við
sólarexemi, rósroða eða bara á
bossann á börnum.“
Spennandi augnkrem
Nýtt augnkrem, Eye treatment, er
á leið á markað í lok október og
er þess beðið með mikilli eftir-
væntingu að sögn Viðars. „Við
fengum fjörutíu konur til að taka
þátt í prófunum í byrjun júní og
þær báru kremið á augnsvæðið í
átta til tíu vikur kvölds og morgna.
Teknar voru myndir fyrir og eftir
auk þess sem konurnar svöruðu
spurningum um eigin upplifun,“
segir Viðar en skemmst er frá því
að segja að niðurstöðurnar lofa
afar góðu.
„Við erum þessa dagana að
vinna úr niðurstöðunum. Við
sjáum mun á öllum konunum en
þó mismikið eftir húðgerð. Línur
og hrukkur grynnast og dofna og
í einhverjum tilfellum ganga húð-
fellingar til baka. Það virðist því
sem kremið sé mjög virkt,“ segir
Viðar spenntur.
Nánari á www.taramar.is
Svava Rós Guðmundsdóttir, knattspyrnukona í Breiða-bliki, hefur glímt við meiðsli
af og til á þessu ári.
„Ég meiddist á ökkla í byrjun
júlí þegar mikilvægur leikur var
fram undan í ágúst en þá þóttu
litlar líkur á að ég gæti spilað
hann,“ segir Svava sem heyrt hafði
af Weyergans-meðferðunum hjá
Heilsu & fegrunarstofu Huldu og
ákvað að láta reyna á skjótari bata.
„Eftir tvö skipti var ég strax orðin
miklu betri í ökklanum, gat beitt
honum vel og endaði með að spila
leikinn. Endurheimt eftir leiki er
mikil eftir meðferðir hjá Huldu og
nú er ég ekkert slæm í líkamanum
eftir leiki.“
Svava fékk einnig slæmt tak
aftan í rassvöðva sem leiddi aftur
í læri við gang. „Eftir aðeins eitt
skipti í tækinu hjá Huldu var ég
orðin góð. Ég mæli eindregið með
þessum meðferðum því árangur-
inn er undraverður.“
Orðinn allt annar maður
Magnús Gunnarsson átti erfitt
með að labba upp stiga án þess að
halda sér í og gat ekki stigið upp í
tröppur til að skipta um ljósaperu
án þess að titra. Eftir þrjú skipti hjá
Huldu gengur hann nú um allt og
hjólar.
„Árangurinn er stórkostlegur
og stórmerkilegur. Ég er bara allt
annar maður,“ segir Magnús sem
var skorinn upp fyrir árafjölda
þegar kalk var tekið úr öxlum
hans, en hann hefur átt í því síðan.
„Eftir þrjú skipti hjá Huldu eru
axlarvöðvarnir komnir af stað og
hreyfigetan orðin mikil. Nú er ekk-
ert mál að fara í golf og ég farinn að
slá golfkúlunum miklu lengra en
áður,“ segir Magnús kátur. „Líðan
mín og líkamsgeta hafa gjörbreyst.
Ég er með tvö ónýt hné og með-
ferðirnar létta á öllu saman; ég þarf
ekki að taka inn lyf eða neitt.“
Getur gengið á ný
Haukur Haraldsson hefur lengi átt
erfitt með gang og bíður þess að
skipt verði um hné í honum.
„Þegar ég fór til Huldu hafði
ég verið sérstaklega slæmur og
gat varla gengið, en það breyttist
strax eftir fyrsta skiptið. Eftir þrjú
skipti var ég alveg orðinn góður,
líðanin breyttist til batnaðar, sem
og göngulagið og fæturnir sem
virkuðu,“ útskýrir Haukur sem
er einkar ánægður með óvænta
hliðarverkun meðferðarinnar
hjá Huldu. „Ég var undirlagður
af bjúg á fótum en bjúgurinn
hvarf eftir meðferðina. Áður var
ég hættur að ganga í sokkum því
þeir sukku í holdið en nú get ég
gengið í sokkum án þess að bera
þess merki á eftir,“ segir Haukur
og mælir heilshugar með sogæða-
meðferðum Huldu. „Árangurinn er
ótrúlegur og maður er allur annar
á eftir.“
Heilsu- & fegrunarstofa Huldu er í
Borgartúni 3. Sjá nánar á facebook.
com/hfhulda
Undraverður árangur
Eftir örfá skipti í Weyergans-sogæðameðferð næst nánast
yfirnáttúrulegur bati sem byggir á heilsuvegferð geimfara.
Hulda Ósk Eysteinsdóttir er eigandi Heilsu & fegrunarstofu Huldu. Hún fór
utan til að sérmennta sig í meðferðum Weyergans High Care-tækjanna frá
heilsuvöruframleiðandanum Weyergans í Þýskalandi. Hulda segir gefandi að
upplifa skjótan bata og aukna vellíðan skjólstæðinga sinna. MYND/ERNIR
Þegar vinur eða ástvinur talar við þig, sýndu þá jákvætt við-mót, veittu honum óskerta
athygli og leyfðu honum að tala.
Minnstu þess að þar sem þessi
manneskja er þér mjög kær á hún
skilið alla þína athygli og allan
þann tíma sem hún þarf til að tjá
sig.
Meðan þú hlustar beinirðu
athyglinni að mælandanum. Ef þú
finnur athyglina hvarfla frá bein-
irðu henni mjúklega í rétta átt eins
og mælandinn væri viðfang hug-
leiðslu. Reyndu eins og þú getur að
forðast að tala, spyrja spurninga
eða hafa áhrif á mælandann.
Mundu að þú ert að gefa honum
dýrmætan tíma til að tjá sig. Þú
mátt sýna jákvæð svipbrigði eða
kinka kolli, jafnvel segja „ég veit“
eða „ég skil“ en reyndu að gera ekki
of mikið af því og hafa þannig áhrif
á mælandann. Ef hann hefur ekki
fleira að segja gefðu honum þá
tíma til að þegja smástund en vertu
til í að hlusta á ný ef hann tekur
aftur til máls.
Heimild: Núvitund, leitaðu inn á við
eftir Chade-Meng Tan.
Óformleg æfing
í núvitundarhlustun
Á lífstöltinu er dýrmætt að eiga góðan vin sem kann og vill hlusta.
enda eru öll kremin búin til frá
grunni á Íslandi.“
Án allra rotvarnarefna
Eitt það markverðasta við Taram-
ar vörulínuna er að hún inniheld-
ur engin manngerð rotvarnarefni.
„Guðrún hefur þróað aðferða-
fræði sem er einstök á heimsvísu.
Aðferðin verður til þess að kremin
geymast lengi án þess að rot-
varnarefni komi við sögu en einn-
ig er hugað að endingu kremanna
með fleiri þáttum. Þannig eru
kremin í svörtum glerflöskum
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . S E P T E M B E R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R
1
2
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
B
5
-A
2
A
4
1
D
B
5
-A
1
6
8
1
D
B
5
-A
0
2
C
1
D
B
5
-9
E
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K