Fréttablaðið - 12.09.2017, Qupperneq 18
Markmiðið er að
efla félagsstarf og
tengsl milli þeirra sem
hafa svipuð áhugamál,
sem fylgja kannski ekki
meginstraumnum en eru
þó miklu merkilegri og
uppbyggilegri en margir
halda. Á þessum nám-
skeiðum fá krakkar
tækifæri til að ræða
saman um áhugamálin og
bera saman bækur sínar,
prófa ný spil og víkka út
áhugasviðið.
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@365.is
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433
Í þessari viku hefjast byrjenda- og framhaldsnámskeið hjá Nexus Noobs og ætlar Soffía Elín ásamt Bjarna Svani Birgis-
syni að kynna nördamennskuna fyrir áhugasömum á Íslandi. MYND/VILHELM
Þegar ég var yngri átti ég mér frekar óvenjuleg áhugamál. Ég hafði gaman af því að
leika mér með stjörnustríðskalla
og aðrar fígúrur og hafði mikla
ánægju af öllu sem viðkom vís-
indaskáldskap og fantasíusögum.
Þetta fannst mér eðlilegt þar sem
pabbi, bræður mínir og frændfólk
deildu þessum áhuga með mér.
Þegar ég stækkaði fannst mér ég
dálítið ein í heiminum þar sem
vinir mínir voru ekki eins áhuga-
samir um þetta og hallaðist ég
þá meira að hinum hefðbundnu
stelpuleikföngum. Nördaáhuginn
hefur þó fylgt mér alla tíð og mig
langaði að skapa vettvang fyrir
unglinga og ungmenni sem eru í
sömu sporum og ég var á sínum
tíma,“ segir Soffía Elín Sigurðar-
dóttir en hún stendur fyrir svo-
kölluðum Nexus Noobs nám-
skeiðum í samstarfi við Nexus.
„Ég hafði samband við Gísla
Einarsson, eiganda Nexus, fyrir
þremur árum og stakk upp á því
að við héldum saman námskeið
fyrir unglinga og ungmenni með
nördaleg áhugamál og honum
leist strax vel á hugmyndina.
Markmiðið er að efla félagsstarf og
tengsl milli þeirra sem hafa svipuð
áhugamál, sem fylgja kannski
ekki meginstraumnum en eru þó
miklu merkilegri og uppbyggilegri
en margir halda. Á þessum nám-
skeiðum fá krakkar tækifæri til að
ræða saman um áhugamálin og
bera saman bækur sínar, prófa ný
spil og víkka út áhugasviðið,“ segir
Soffía Elín en hún hefur unnið
sem sálfræðingur um árabil og
sérhæft sig í meðferð unglinga og
ungmenna.
Vinsæl jaðaráhugamál
Þegar talið berst að því hvað
flokkist sem nördaleg áhugamál
segir Soffía Elín að hægt sé að
vera nörd í svo til hverju sem er.
„Það þýðir í raun að hafa mikla
þekkingu á einhverju ákveðnu
sviði, eins og öllu sem viðkemur
íþróttum, tölvum eða þess háttar.
Nördaáhugamálin sem við hjá
Nexus Noobs komum inn á
eru vísindaskáldskapur, teikni-
mynda- og fantasíusögur, hlut-
verkaleikir, kortaspil, borðspil
og herkænskuleikir. Í dag þykir
bara töff að vera nörd. Lengi vel
voru þetta jaðaráhugamál en þau
verða sífellt vinsælli og eru að
mínu mati mjög uppbyggileg. Þau
krefjast skapandi hugsunar og oft
mikils ímyndunarafls, það þarf að
beita herkænsku, samvinnu, finna
úrlausnir og geta sett sig í karakter
þannig að sum reyna líka á leik-
ræna hæfileika.“
Leikir eru mikilvægir
Soffía Elín segir miklu mikilvæg-
ara að leika sér en marga gruni
því leikir séu bjargráðin okkar í
lífinu. „Þeir gefa okkur tækifæri
til að gera hluti sem okkur finnast
skemmtilegir og dreifa huganum
frá daglegu amstri. Leikir eru
félagsleg athöfn og hafa jákvæð
áhrif á fólk. Það er mikilvægt fyrir
alla að geta kúplað sig út úr raun-
veruleikanum og gert eitthvað
skemmtilegt, rétt eins og að spila
fótbolta eða horfa á bíómynd,“
upplýsir hún.
Í þessari viku hefjast byrjenda-
og framhaldsnámskeið hjá Nexus
Noobs og ætlar Soffía Elín ásamt
Bjarna Svani Birgissyni að kynna
nördamennskuna fyrir áhuga-
sömum á Íslandi, eins og hún
segir. „Við tökum fyrir borðspil,
kortaspil, LARP (Live Action
Role Playing game) sem kallast
kvikspuni á íslensku, búninga-
gerð og hlutverkaspil. Þarnæstu
helgi verður síðan sérstakt LARP
helgarnámskeið sem Bjarni
Svanur útfærir og stýrir.“
Út fyrir rammann
Þátttakendur fá að búa til vopn,
sæta bardagaþjálfun og síðan er
spilað ævintýri þar sem þátttak-
endur fá að leysa þrautir og takast
á við ýmsar aðstæður – allt saman
í karakter. „Á Nexus Noobs nám-
skeiðunum leggjum við áherslu á
jákvæð samskipti og félagatengsl
og einu reglurnar eru að koma
vel fram við alla og dissa ekki
áhugamál annarra. Ég vil endilega
að krakkarnir prófi ný áhugamál
eða læri meira um það sem þau
þegar þekkja. Fyrir öllu er að vera
skapandi og það má fara út fyrir
rammann.“
Töff að vera nörd
Soffía Elín Sigurðardóttir unglingasálfræðingur stendur
fyrir námskeiðum fyrir ungt fólk með nördaáhugamál á
borð við vísindaskáldskap, kortaspil og herkænskuleiki.
Excecutive
& Professional
Language Training
Námskeið á Englandi fyrir þá sem hafa góðan grunn í ensku,
en vilja bæta stöðu sína og ná betri tökum á faglegu tungutaki.
Hagnýt þjálfun og reyndir kennarar tryggja miklar framfarir á
stuttum tíma. Form námskeiðanna er sniðið að þörfum hvers
og eins; Einkaþjálfun, smáhópur eða samsett. Lengd nám-
skeiða; Ein vika, eða fleiri og í boði allt árið.
Markviss enskuþjálfun
fyrir fólk í erlendum samskiptum
Ármúli 11, 3. hæð
Skráning á www.dale.is
Skapaðu nýtt sjónarhorn
Ókeypis kynningartími
13. september kl. 20:00
2 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . S E p T E M B E R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U RNÁMSKEIÐ
1
2
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
B
5
-9
D
B
4
1
D
B
5
-9
C
7
8
1
D
B
5
-9
B
3
C
1
D
B
5
-9
A
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K