Fréttablaðið - 12.09.2017, Side 22

Fréttablaðið - 12.09.2017, Side 22
Elín Albertsdóttir elin@365.is Líf, fjör og kátína á fótboltavellinum. Íþróttaiðkun barna og unglinga hefur aukist mikið frá árinu 2002 þegar 71 prósent barna æfði reglulega, samkvæmt því sem segir á vefnum forskning.no. Árið 2010 hafði sú tala hækkað í 85 prósent. Í dag eru því afar fá ungmenni sem ekki æfa neitt. Áhugi á íþróttanámskeiðum er mikill í Noregi. Sex af hverjum tíu æfa íþróttir í hverri viku og stór hluti er í æfingum þrisvar í viku. Það þykir ánægjulegt að íþróttir höfði til svo margra barna, segir Anders Bakken sem leiddi rannsóknina fyrir æskulýðsmið- stöðina Nova og háskólann í Ósló. „Þetta er sérstaklega gleðilegt þar sem æskan í dag er frekar talin hanga fyrir framan tölvu og þar af leiðandi mikið í kyrrsetu.“ Rannsóknin sýnir að ungmenni sem taka virkan þátt í íþróttum eyða mun minni tíma fyrir framan skjáinn en aðrir. Þau eru einnig andlega betur á sig komin. Svo virðist sem krakkar sem stunda íþróttir eða taka þátt í einhvers konar námskeiðum utan skóla- tíma séu í betra sambandi við for- eldra sína, hagi sér betur í skóla og í samfélaginu yfirleitt. Þá eru þessi ungmenni síður í hættu að byrja að reykja eða neyta áfengis. Svo virðist sem uppeldi skipti miklu máli um það hvort börn byrji í íþróttum eða taki þátt í margvíslegum íþróttanám- skeiðum. Efnaminni foreldrar hvetja börn sín síður til að stunda íþróttir. Einnig virðast margir stunda íþróttir á barnsaldri en hætta þegar komið er á ungl- ingsár. Mikilvægt er að velja námskeið strax sem hentar barninu og það finnur sig í. Hvort sem það er knattspyrna, körfubolti, hand- bolti, sund, fimleikar eða annað. Ef barninu líkar íþróttin eru meiri líkur á að það leggi sig fram og haldi áfram þegar það er orðið unglingur. Það er félagslega mjög gott ef börn eiga sér áhugamál utan skóla og sömuleiðis hefur það mjög góð samfélagsleg áhrif. Þess vegna ættu sveitarfélög að leggja áherslu á gott aðgengi að frístundasporti. Norska rannsóknin sýnir að strákar eru duglegri í íþrótta- iðkun en stelpur. Þetta á jafnt við þegar um er að ræða ein- staklingsíþróttir eða í hópum. Þau börn sem stunda einhverjar íþróttir eiga gjarnan fleiri vini en hinir sem stunda engar íþróttir. Þegar krakkarnir eldast og fara í menntaskóla eykst áhugi á líkamsræktarsölum en minnkar á hefðbundnum íþróttum. Nálægt tveir af hverjum tíu unglingum hætta að stunda hefðbundnar íþróttir á aldrinum 15-17 ára. Stelpur detta frekar út en strákar. Foreldrar ættu að hvetja börn sín til að taka þátt í einhverju námskeiði meðfram skóla. Það gerir barnið hamingjusamara og dregur úr tölvunotkun. Íþróttir hafa góð áhrif á börn Um 93 prósent norskra barna æfa einhverjar íþróttir í frítíma. Þetta kemur fram í nýrri norskri rannsókn. Íþróttaiðkun hefur aukist mikið á undanförnum árum. 6 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . s e p t e m B e R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U RNámsKeIÐ Móðurmál - samtök um tvítyngi Móðurmálskennsla fyrir tvítyngd börn á 25 tungumálum Mother tongue instruction for bilingual children in 25 languages starts Hefst: 9.9. / 16.9. Nánari upplýsingar / Information www.modurmal.com/ groups/ & modurmal@modurmal.com Ragga Nagli - Njótum að nærast. Eru ekki allir þreyttir á boðum og bönnum í mataræði? Hvað má og má ekki borða. Samviskubit og sektarkennd. Á þessu námskeiði er notuð sálfræðileg nálgun á allt ferlið í kringum það að borða. Þú öðlast færni að skilja eigin matartengdar ákvarðanir. Þú lærir að nálgast mat sem nærir og gleður, frekar en að forðast mat. Jafnframt færðu verkfæri fyrir hug og hegðun til að njóta jafnvægi, fjölbreytni og hófsemi í mat. Kennari er Ragnhildur Þórðardóttir heilsusálfræðingur og þjálfari. Næstu námskeið eru haldin 4. 5. 6. desember kl 19:30-21.30 Kennt í húsnæði Námsflokka Hafnarfjarðar Skráning og nánari upplýsingar á https://ragganagli.com/njotum-ad-naerast-namskeid/ Söngskólinn í Reykjavík kynnir Söngnámskeið 1 • Hentar fólki á öllum aldri sem hefur áhuga á söng • Námskeið hefst mánudaginn 11. sept. Stendur yfir í 7 vikur Söngnámskeið 2 • Hentar fólki á öllum aldri sem hefur áhuga á söng • Námskeið hefst mánudaginn 30.okt. Stendur yfir í 7 vikur Að kveða að - Kristján Hreinsson • Hentar þeim sem vilja skrifa ljóð • Hefst fimmtudaginn 5. okt. Samtals 4.5 kennslustundir Að semja sjálf/ur - Guðmundur Steinn Gunnarsson • Hentar öllum sem vilja læra undirstöðuatriði í tónsmíðum • Hefst fimmtudaginn 26. okt. Samtals 4.5 kennslustundir Að vita allt um íslenska tónlist - Bjarki Sveinbjörnsson • Hentar öllum sem vilja fræðast meira um íslenska tónlist • Hefst fimmtudaginn 26. okt. Samtals 4.5 kennslustundir Að stjórna kór - Garðar Cortes • Hentar núverandi og tilvonandi kórstjórum landsins • Hefst fimmtudaginn 16. nóv. Samtals 4.5 kennslustundir Nánari upplýsingar um öll námskeið má finna á heimasíðu okkar: www.songskolinn.is/namskeid Stílvopnið kynnir Fjölbreytt námskeið á sviði ritlistar og félagsörvunar Að skrifa endurminningar Námskeið hefst 18. sept. Alls 4 x 4 kennslustundir Skapandi skrif - helgarnámskeið Námskeið hefst 22. sept. Alls 3 x 4 kennslustundir Greinaskrif – helgarnámskeið Námskeið hefst 4. nóv. Alls 3 x 4 kennslustundir Málfar og stíll Námskeið hefst 28. nóv. Alls 3 x 4 kennslustundir Nánari upplýsingar um öll námskeið má finna á heimasíðu okkar www.stilvopnid.is Allir í dans! Ný námskeið að hefjast hjá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Samkvæmisdans fyrir pör og einstaklinga, byrjendur og framhald, 8 vikna námskeið. Kennt á mánudags- kvöldum í Bjarkarhúsinu Haukahrauni 1, Hafnarfirði. Salsa hefst fimmtud. 21.sept. kl. 20.00 í íþróttahúsi Setbergsskóla. Kennum einnig barnadansa fyrir allan aldur, yngst 3. ára, Street Jazz og Break frá 7 ára aldri. Sjá nánari upplýsingar á www.dih.is 1 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D B 5 -8 E E 4 1 D B 5 -8 D A 8 1 D B 5 -8 C 6 C 1 D B 5 -8 B 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.