Fréttablaðið - 12.09.2017, Page 23

Fréttablaðið - 12.09.2017, Page 23
Við viljum heldur hvetja nemendur og safngesti til þátttöku og samtals í heimsókn- inni því áhugi hvers og eins skiptir máli. Borgarsögusafn Reykjavíkur er spennandi menningar- minjasafn á fimm stöð- um víðsvegar um borg- ina og hver staður hefur sinn sjarma. AlmaDís Kristinsdóttir Fræðsluteymi Borgarsögusafns Reykjavíkur, frá vinstri: Hlín Gylfadóttir, sérfræðingur í safnfræðslu, AlmaDís Krist- insdóttir, verkefnastjóri og sérfræðingur í safnfræðslu, og Alma Sigrún Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í safnfræðslu. Á myndina vantar Jóhönnu Guðrúnu Árnadóttur, sérfræðing í safnfræðslu og sýningum. MynD/SteFÁn Jón Páll Björnsson, sérfræðingur í safnfræðslu og sýningum er hér á 60 ára afmæli Árbæjarsafns. MynD/BoRGARSöGuSAFn ReyKJAvíKuR Við erum alltaf að læra, ekki einungis í formlega skóla-kerfinu. Öll söfn, sama hvert viðfangsefni þeirra er, eru óform- legur námsvettvangur sem hægt er að nýta á margbreytilegan máta í vettvangsferðum hópa. Starf safnkennara gengur út á að miðla menningararfi í safnarými og að vera eins konar „millistykki“ á milli safns og gesta,“ segir AlmaDís Kristinsdóttir, verkefnastjóri safn- fræðslu Borgarsögusafns Reykja- víkur. Hún segir safnfræðslu ungt fag hér á landi en að fræðsluhlutverk safna, lista-, menningarminja- eða náttúruminjasafna, teygi sig aftur í aldir, allt frá því að söfn voru opnuð almenningi á 17. öld úti í heimi, 19. öld á Íslandi. 1 safn – 5 staðir – 4 skólastig Fræðsluteymi Borgarsögusafns býður upp á vandaða safnfræðslu fyrir nemendur á öllum skólastig- um. Til dæmis eru átján tilboð fyrir grunnskólanema, 9 fyrir leikskóla- nema og 7 frístundatilboð. „Við værum samt alveg til í að sjá meira af framhaldsskóla- og háskólanemum þó ekki væri nema í heimsóknum á eigin vegum,“ segir AlmaDís. „Borgarsögusafn Reykja- víkur er spennandi menningar- minjasafn á fimm stöðum víðsvegar um borgina og hver staður hefur sinn sjarma: Í Árbæjarsafni má upplifa sveitasælu í miðri borg; á Landnámssýningunni er fjallað um fyrsta fólkið á Íslandi; Ljósmynda- safn Reykjavíkur setur myndlæsi í fókus; Sjóminjasafnið í Reykjavík er hafsjór af fróðleik og í Viðey sameinast list, náttúra og saga.“ AlmaDís bætir við: „Það er of langt mál að ræða allt okkar framboð en á vefsíðu okkar www.borgarsogu- safn.is er hægt að skoða alla heim- sóknarmöguleika.“ viltu láta hella upp í þig lýsi eða fyllast af fróðleik í safn- heimsókn? „Við vorum að gefa út sextán síðna fræðslubækling með fjölbreyttum tilboðum fyrir kennara svo þeir geti skipulagt safnheimsóknir með nemendur sína. Við tökum einnig á móti hópum í frístundastarfi og ýmiss konar sérhópum eins og eldri borgurum og fólki sem er að byggja sig upp eftir veikindi. Við vinnum eftir fræðslustefnu þar sem þátttaka, sköpun og aðgengi fyrir alla er haft að leiðarljósi,“ útskýrir AlmaDís. Á forsíðu bæklingsins er mynd af kennara að hella lýsi upp í dreng í Laugarnesskóla árið 1951. Myndin er úr safneign og sýnir gamla hefð – lýsisgjöf í skólum – sem hætt var í kringum 1970 þegar lýsispillur komu til sögunnar. „Þó myndin sé dálítið skemmti- leg erum við alls ekki að hella fróðleik í fólk með því að tala út í eitt sem hinn „alvitri kennari“. Við viljum heldur hvetja nemendur og Fræðsla í Borgarsögusafni www.borgarsogusafn.is skólaárið2017–2018 1 safn 5 staðir 4 skólastig www.borgarsogusafn.is MynD/RoMAn GeRASyMenKo Borgarsögusafn Reykjavíkur býður safnfræðslu fyrir skóla- og frístundahópa á öllum aldri án endurgjalds. Safnið er á fimm stöðum víðsvegar um borgina. safngesti til þátttöku og samtals í heimsókninni því áhugi hvers og eins skiptir máli. Við viljum að nemendur læri á eigin forsendum og mælum eindregið með því að safnheimsóknir séu nýttar sem hluti af víðtækara námi allt árið um kring. Þannig skapast margbreyti- leg tækifæri til að læra á virkan og skapandi hátt,“ segir AlmaDís. Fræðsluhús „Fræðsluhúsið okkar er í Árbæjar- safni og heitir Líkn. Efri hæð hússins er notuð fyrir námskeiða- hald, til dæmis sumarnámskeið í sígildum ljósmyndaaðferðum fyrir krakka. Þau læra að búa til myndavél úr pappakassa, taka ljósmyndir með þeim og vinna í myrkraherbergi við framköllun. Þá hefur Heimilisiðnaðarfélagið haldið námskeið fyrir krakka hjá okkur í Árbæjarsafni. Á veturna erum við í samstarfi við skóla og aðra aðila sem tengjast starfsemi safnsins og erum að þróa starfið í þá átt að bjóða framhaldsskólum upp á að vera með nemendasýn- ingar til dæmis á afrakstri úr ljós- myndanámskeiðum sínum í vetur. Á neðri hæð hússins er sýning um sögu ljósmyndunar og herbergi þar sem hægt er að máta föt frá ólíkum tímabilum og taka myndir af sér í eins konar ljósmynda- stúdíói. Við erum áhugasöm um að bjóða hópum að koma og teikna í Árbæjarsafni og mögulega sýna í þessu rými. Þetta er allt á byrjunar- rafmagns og af hverju þorramatur er eins og hann er,“ segir AlmaDís. Síðustu forvöð í Sjóminjasafni Það eru síðustu forvöð að skoða sýningar Sjóminjasafnsins á Granda nú í haust en það stefnir í miklar breytingar um mitt næsta ár þegar ný grunnsýning opnar. „Þetta verð- ur mjög spennandi og skemmtilegt en við hvetjum hópa til að koma og skoða eldri sýningarnar áður en þær verða teknar niður í byrjun desember,“ bætir AlmaDís við. Bóka þarf safnfræðslu með góðum fyrirvara í gegnum netfangið safn- fraedsla@reykjavik.is stigi hjá okkur en ýmsar hugmyndir á lofti. Það verður til dæmis þorra- dagskrá fyrir leik- og grunnskóla í janúar og febrúar 2018. Þá einblín- um við á hvernig það var að upplifa vetrarkulda og myrkur fyrir tíma KynnInGARBLAÐ 7 Þ R I ÐJ u DAG u R 1 2 . S e p t e m B e R 2 0 1 7 nÁMSKeIÐ 1 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 5 -9 D B 4 1 D B 5 -9 C 7 8 1 D B 5 -9 B 3 C 1 D B 5 -9 A 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.