Fréttablaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 0 2 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 2 9 . á g ú s t 2 0 1 7
FrÍtt
Fréttablaðið í dag
skoðun Bergur Þór Ingólfsson
skrifar um uppreist æru og
leyndarhjúp. 11
sport Karlalandsliðið í
körfubolta er komið til
Helsinski. 12
sport Átta síðna aukablað
fylgir um íslenska landsliðið í
körfubolta og Evrópukeppnina.
tÍMaMót Steinunn
Sigurðardóttir rithöfundur
hlaut nýlega verðlaun úr
minningarsjóði Guðmundar
Böðvarssonar. 18
lÍFið Tónlistarveitur gefa lítið. 34
plús 2 sérblöð l Fólk
l evrópukeppnin Í
körFubolta
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup
apríl-júní 2015
FULLKOMNASTA TÆKNIN
MESTU ÞÆGINDIN
Í ÖLLUM SÖLUM
WWW.SMARABIO.IS
Smárabíó – eins og bíó á að vera!
Munndreifitöflur
250 mg
Pinex®
Smelt
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
A
ct
av
is
5
1
1
0
7
2
lÍFið Rapparinn Ragga Holm vakti
athygli fyrir helgi með samvinnu-
verkefni sínu og Reykjavíkurdætra,
laginu Reppa heiminn. Myndbandið
við lagið vakti mikið umtal en það
var fjarlægt af YouTube skömmu eftir
birtingu.
„Þetta liggur allt í því að við fengum
víst ekki leyfi fyrir einum tökustað og
þurftum því að taka myndbandið út
af netinu. Það eru samt margir sem
halda að þetta hafi verið vegna þess
að allir voru á rassinum. Þær eru nú
ekki einu sinni á rassinum, þær eru
auðvitað í nærbuxunum,“ segir Ragga
spurð út í fjaðrafokið. „Það er eitt-
hvert fólk að segja: „Mátulegt á þær
að vera með svona klámmyndband,
búast þær við að þetta verði ekki
tekið af netinu?“ Það var ekki alveg
vandamálið.“ – sþh / sjá síðu 26
Snerist ekki
um rassana
reykJavÍk Orkuveita Reykjavíkur
borgaði ríflega 219 milljónir króna
fyrir útveggjakerfið umdeilda sem
virðist hafa brugðist með þeim
afleiðingum að rakaskemmdir og
mygla hafa gert vesturhús höfuð-
stöðva fyrirtækisins ónothæft.
Áætlað er að það muni kosta um
og yfir tvo milljarða að gera nauð-
synlegar úrbætur.
Líkt og Fréttablaðið greindi frá
um helgina sagði forstjóri verk-
takafyrirtækisins sem byggði höf-
uðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur
(OR) á sínum tíma, ÞG Verk, að
OR hafi látið hanna útveggjakerfið
fyrir sig og keypt það fullframleitt
til uppsetningar. Eina sem ÞG Verk
hafi gert var að setja það upp sam-
kvæmt fyrirmælum framleiðanda.
Taldi forstjórinn því engan grund-
völl fyrir skaðabótamáli á hendur
fyrirtækinu vegna uppsetningar-
innar.
Í skýrslu sem OR lét verkfræði-
stofuna Eflu vinna fyrir sig kemur
fram að margs konar ágallar hafi
verið á uppsetningu útveggja með
þeim afleiðingum að þeir reyndust
hriplekir. Samkvæmt upplýsingum
frá OR var umrætt útveggjakerfi
framleitt af danska fyrirtækinu HS
Hansen og keypt af BYKO, umboðs-
aðila þess hér á landi.
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga-
fulltrúi OR, segir að farið hafi verið
í útboð á sínum tíma og tilboði
BYKO upp á 219.422.258 krónur
hafi verið tekið í desember 2001.
Að núvirði gerir þessi upphæð ríf-
lega 442 milljónir króna.
Aðspurður hvort leitað hafi verið
álits hjá framleiðandanum á því
hvort útveggjakerfið hafi verið illa
eða ranglega sett upp segir Eiríkur
að óháður dómkvaddur mats-
maður verði fenginn til að skera úr
um það.
„… til að fara yfir ástæður þeirra
skemmda sem eru á byggingunni
og fá óvilhallt álit á því hvað leiddi
til þessa mikla tjóns sem er á hús-
inu. Að fengnu slíku mati mun OR
meta lagalega stöðu fyrirtækisins
með tilliti til hugsanlegra krafna
um bætur.“ – smj
Útveggirnir kostuðu hundruð milljóna
Útveggjakerfið sem var
hannað fyrir hús Orku-
veitu Reykjavíkur kost-
aði yfir fjögur hundruð
milljónir að núvirði.
Óháður dómkvaddur
matsmaður mun skera
úr um hvort kerfið hafi
verið ranglega sett upp.
Sjaldséður viðburður átti sér stað á Reykjavíkurflugvelli í gær þegar tveir þristar á áttræðisaldri fóru í samsíða flug. Hringur var tekinn yfir borgina. Annars vegar var um að ræða íslenska
þristinn Pál Sveinsson, sem var smíðaður árið 1943, og svo þristinn, sem svissneski úraframleiðandinn Breitling lét gera upp, en sú vél er frá árinu 1940. Erlendi þristurinn er á ferðalagi
umhverfis jörðina sem ætlað er að ljúka í september. Ef það heppnast verður þetta elsta flugvélin sem nokkurn tíma hefur flogið umhverfis jörðina. Fréttablaðið/anton brink
alÞingi Nauðsynlegt er að ráðast
í heildarendurskoðun laga á sviði
eignarréttar og afnotaréttar fasteigna
í því skyni að takmarka eignarhald
erlendra aðila að landi hérlendis.
Þetta er mat Lilju Alfreðsdóttur.
Sagt var frá því í gær að kínverskir
fjárfestar hefðu augastað á jörðinni
Neðri-Dal í Biskupstungum.
„Ef ekkert verður aðhafst, þá mynd-
ast tómarúm sem fjársterkir
aðilar nýta sér og of seint
verður að koma í veg fyrir
að náttúruauðlindir glat-
ist úr eigu þjóðarinnar
vegna tómlætis,“ segir
meðal annars í grein
Lilju. – jóe / sjá síðu
11
Kallar eftir
endurskoðun
á eignarrétti
2
9
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
9
8
-D
B
E
4
1
D
9
8
-D
A
A
8
1
D
9
8
-D
9
6
C
1
D
9
8
-D
8
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
2
8
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K