Fréttablaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 38
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Magnús Nikulásson húsasmíðameistari og framhaldsskólakennari, Sólvangsvegi 3, lést á Sólvangi í Hafnarfirði 15. ágúst. Jarðarförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjartans þakkir til starfsfólks Sólvangs fyrir góða umönnun og hlýju. Hulda Alexandersdóttir Hörður Magnússon Margrét Auður Þórólfsdóttir Sigrún Magnúsdóttir Ólafur Haukur Magnússon Elísabet Magnúsdóttir Einar Pétur Heiðarsson Alexander Magnússon Melkorka Otradóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Rannveig Þórðardóttir Eskiholti 12, Garðabæ, andaðist 11. ágúst sl. að hjúkrunar- heimilinu Mörk. Jarðarför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Fjölskyldan þakkar starfsfólki á Mörk, 3. hæð suður, fyrir góða umönnun. Ari Guðmundsson Elín Anna Brynjólfsdóttir Anna Jóhanna Guðmundsd. Kári Geirlaugsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, Margrét E. Björnsdóttir fyrrv. símafulltrúi Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar þriðjudaginn 22. ágúst. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju föstudaginn 1. september kl. 17.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kvenfélag Sjúkrahúss Siglufjarðar og Kvenfélagið Von. Íris Eva Gunnarsdóttir Sveinn Hjartarson Ástkær bróðir okkar, Ingólfur Hauksson sem lést þann 17. þ.m. verður jarðsettur frá bænhúsi Fossvogskapellu þriðjudaginn 29. ágúst kl. 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð. Ásta Kristín Sæmundsdóttir Norrman Kjartan Sæmundsson Guðrún Sæmundsdóttir Gunnar Hauksson Ingibjörg Hauksdóttir Birgir Hauksson Elskulegur eiginmaður minn og faðir, Björgvin Hofs Gunnarsson Veghúsum 31, Reykjavík, lést á Landspítalanum 24. ágúst. Útförin auglýst síðar. Borghildur Flórentsdóttir G. Sandra Björgvinsdóttir Ástkær eiginmaður minn, Jón Helgi Einarsson lést laugardaginn 26. ágúst í Brákarhlíð, Borgarnesi. Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju, föstudaginn 1. september kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Guðbjörg Andrésdóttir (Lilla) Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Héðinn Stefánsson (frá Húsavík) Háhæð 4, Garðabæ, lést á Landakotsspítala þriðjudaginn 22. ágúst. Útför hans fer fram í Vídalínskirkju þann 1. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin. Hjördís Garðarsdóttir Garðar Héðinsson Kristbjörg Héðinsdóttir Jóhanna Héðinsdóttir tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Guðbrandsdóttir Broddanesi, lést á Landspítalanum 23. ágúst sl. Jarðsungið verður frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 9. september kl. 14.00. Jarðsett verður á Kollafjarðarnesi. Einar Eysteinsson Ingunn Einarsdóttir Ísak Pétur Lárusson Guðbrandur Einarsson Eysteinn Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Guðmundur Baldvinsson, umsjón útfara Það er mér sérstakur heiður og innileg ánægja að veita við-töku þessum fínu, sjaldgæfu ljóðaverðlaunum sem kennd eru við Guðmund Böðvars- son, uppáhaldsskáld – ljúfling og bónda. Takk fyrir mig, af öllu afli,“ sagði Stein- unn Sigurðardóttir rithöfundur á sam- komu í Reykholti í Borgarfirði sem bar upp á afmælið hennar síðasta laugar- dag. Fyrst fór hún með ljóðið Kyssti mig sól eftir Guðmund, hélt tölu um tengsl skálda við sveitina og fór með tvö ný ljóð úr eigin smiðju. „Verðlaunin voru rausnarleg og athöfnin öll dásamleg. Hún Steinunn Jóhannesdóttur rithöfundur, sem situr í dómnefnd, flutti fyrirlestur um mig og verk mín og gerði það af alúð og innlif- un. Þjóðlagasveitin Slitnir strengir, sem hlaut borgfirsku menningarverðlaunin, spilaði tvo írska ræla mér til heiðurs af því ég lærði í Dublin! Svo voru þjóðlegar veitingar,“ segir Steinunn ánægð að við- burðinum loknum. Guðmundur Böðvarsson lést 1974. Fyrst var veitt úr minningarsjóði hans og konu hans árið 1994 og þetta var 10. úthlutun. Steinunn segist hafa átt hamingjudaga á Kirkjubóli meðan þar var rithöfundaból og saman tvinnuðust skriftir og skemmtilegar stundir með fjölskyldunni á bænum. Ekki ryðgar Steinunn í tungumálinu þó hún dvelji löngum stundum í Frakk- landi. „Ég bý nú með tónskáldinu mínu, honum Þorsteini og svo les ég alltaf mikið á íslensku. En stundum finn ég fyrir því að mig langar að tala meira á íslensku og það sem togar í mig heim er ekki síst tungumálið.“ Hún hefur áhyggjur af lestrargetu íslenskra barna og því að þegar hún skoði smart heimili á Íslandi á netinu sjáist þar aldrei bók. „Eitt af því sem er aðlaðandi við Frakk- land er að þar er bóklestur í tísku,“ segir hún og telur auðvelt að hlúa að íslenskri bókaútgáfu með því að afnema virðisaukaskatt og styðja betur við starf bókasafna. „En það sem er vel gert hér á landi eru starfslaunasjóðir listamanna. Án þeirra væri ég fyrir löngu farin út í blómaskreytingar.“ gun@frettabladid.is Tungumálið togar í mig Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur hlaut nýlega verðlaun úr Minningarsjóði Guðmundar Böðvarssonar, skálds á Kirkjubóli í Hvítársíðu, og Ingibjargar Sigurðardóttur, konu hans. „Fyrir utan allt annað þá eru það forréttindi fyrir mig að fá verðlaun sem afhent eru í fínasta skáldskaparbæ á landinu, sjálfu Reykholti,“ sagði Steinunn meðal annars í ræðu sinni. 2 9 . á g ú s t 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A g U R18 t í m A m ó t ∙ F R É t t A B L A Ð I Ð tímamót Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid. is eða hringja í síma 512 5000. 2 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 9 8 -E 0 D 4 1 D 9 8 -D F 9 8 1 D 9 8 -D E 5 C 1 D 9 8 -D D 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.