Fréttablaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 16
Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Þetta hófst allt á því að nokkrir karlar í Hafnarfirði ákváðu að hjóla til Akureyrar sumarið 2009. Einn úr hópnum tilkynnti móður sinni þetta og þá varð henni að orði: „Já, þú ert bjartur.“ Þannig varð nafnið til,“ segir Örn Hrafnkelsson, formaður hjólreiða- félagsins Bjarts. Til að byrja með var Bjartur lokaður klúbbur. Smám saman fjölgaði í hópnum þegar vinir og kunningjar bættust við. „Haustið 2011 var ákveðið að opna félagið og gera að almennum hjólaklúbbi. Þann 19. október 2011 varð Bjartur fyrsta hjólreiðafélagið í Hafnar- firði. Við sóttum um og fengum aðild að ÍSÍ enda var fólk farið að taka þátt í keppnum og þurfti þá að vera í löglegu félagi,“ útskýrir Örn. Upphaflegir félagar í klúbbnum voru 15. Þegar félagið var opnað voru 30 í því en í dag eru skráðir félagar í Bjarti 130 og þar af um hundrað virkir. „Í Bjarti eru bæði karlar og konur og fólk á öllum aldri.“ Skipulagðar æfingar Bjartur er með skipulagðar æfingar á mánudögum og miðvikudögum. „Við hittumst við kaffihúsið Pallett í Hafnarfirði en áður hefur verið sendur út póstur þar sem látið er vita hvað gert verður á æfingunni. Þeir sem vilja ekki taka þátt í sérstökum hjólaæfingum geta í staðinn tekið þátt í samhjóli en þá er hjólaður fyrirframákveðinn hringur. Við köllum það að hjóla til að njóta,“ segir Örn glaðlega og tekur fram að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hjólað í útlöndum Að sjálfsögðu hjóla félagar í Bjarti einnig aðra daga, bæði til vinnu eða sér til skemmtunar. „Til dæmis hittast fjallahjólarar aðra daga og taka sínar æfingar. Gaman er að segja frá því að flokkur frá okkur fer til Austurríkis í byrjun septem- ber til að hjóla þar í fjöllunum,“ segir Örn. Hann bendir á að reynt sé að skipuleggja eina ferð til útlanda hvert ár, til dæmis verður farið til Tenerife í febrúar. „Þá höfum við einnig tekið þátt í ýmsum hjólaviðburðum á megin- landinu.“ Líflegt mótahald Félagar í Bjarti taka þátt í hinum ýmsu mótum og eru í liðum sem taka þátt í stórum viðburðum á borð við Wow Cyclothon og Bláalónsþrautina. Félagið stendur einnig fyrir sínum eigin mótum. „Við erum til dæmis með Pro- logue sem eru þrjár keppnir sem haldnar eru á Krísuvíkurvegi. Þá er hjólað af miklu kappi 7,2 km niður veginn. Við leggjum ávallt áherslu á félagslega hlutann líka, það að fólk hittist eftir mótið í kaffi og samveru.“ Hjólreiðar raunhæfur valkostur „Hjólreiðar eru orðnar raunhæfur valkostur í samgöngum enda er hjólreiðafólki alltaf að fjölga. Sveitarfélögin hafa staðið sig vel í að leggja stíga og aðstaðan er alltaf að verða betri en þetta tekur allt tíma og gerist í smáum skrefum,“ segir Örn sem sjálfur hjólar alltaf í vinnu til Reykjavíkur úr Hafnar- firði. Hann finnur mikinn mun á að hjóla til vinnu í dag og fyrir Borgarhringur hjá Bjarti 2017 Framhald af forsíðu ➛ fimmtán árum. „Á morgnana fer ég hraðar en bílaumferðin,“ segir hann glettinn og minnist þess að hafa í upphafi verið álitinn hálf skrítinn að hjóla á veturna. Í dag þyki það eðlilegasti hlutur enda hjól, búnaður, fatnaður og stígar alltaf að verða betri. Hjólamenning á réttri leið Félögum í Bjarti er mikið í mun að bæta hjólamenningu á landinu. „Þetta er uppbyggingarstarf. Við viljum með því bæta hjól- reiðamenningu þannig að allir í umferðinni geti lifað í sátt,“ segir Örn en félagar í Bjarti reyna að fylgja öllum reglum, hjóla aðeins þar sem má, nota bjöllur og hægja á sér þegar gangandi vegfarendum er mætt. „Mér finnst umræðan aðeins farin að róast en hún hefur einkennst af dálitlum æsingi á milli hópa í umferðinni. Smám saman jafnar þetta sig og allir verða vinir.“ Hauststarfið hefst Ýmislegt er fram undan hjá Bjarti í haust. „Við verðum með nýliða- kynningu og námskeið í fjalla- hjólamennsku fyrir félagsmenn. Þá höldum við innanfélagsmótið heimsmeistaramót Bjarts við Ástjörn sem kallast Ástjarnar- sprettur, og svo heimsmeistaramót Bjarts í kríteríumkeppni.“ Gott samstarf við TRI VERSLUN Nokkrir af upphafsmönnum Bjarts voru svo miklir áhugamenn um hjólreiðar að þeir stofnuðu eigin reiðhjólaverslun og reiðhjóla- verkstæði sem er TRI VERSLUN á Suðurlandsbraut 32. „Við eigum í mjög góðu samstarfi við þá. Félagsmenn fá sérstök kjör og við kaupum í gegnum þá sérmerktan fatnað og fylgihluti. Þeir styrkja okkur með ýmsu móti enda eru þeir allir félagsmenn í Bjarti,“ lýsir Örn en TRI VERSLUN er þó einnig með eigið keppnislið, Team Cube, sem tekur þátt í ýmsum mótum. Nánari upplýsingar um starfið hjá Bjarti má finna á www.bjartur.org og á Facebook undir Hjólreiða- félagið Bjartur – www.facebook. com/bjarturcc. Allir eru velkomnir í félagið #bjartur Örn Elding, formaður Bjarts, og Magnea Guðrún sem einnig er í TEAM CUBE. Bjartur átti stóran þátt í því að TEAM CUBE vann sinn flokk í WOW Cyclothon 2017. ára Starfsmanna- og munaskápar www.rymi.is 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 8 -F E 7 4 1 D 9 8 -F D 3 8 1 D 9 8 -F B F C 1 D 9 8 -F A C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.