Fréttablaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 28
Úlfur Úlfur mun skemmta stuðnings- mönnum íslenska landsliðsins í körfu- bolta í Finnlandi. MYND/ANDRI MARINÓ Á EuroBasket 2017 verður FAN-ZONE fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins. Það verður á Kans alaistori Square í miðborg Helsinki. Á stuðningsmannasvæð- inu verður að finna veitingatjöld og veitingasölu, stóla og borð, risaskjá (sem sýnir alla kvöldleiki Finna), útikörfuboltavelli, sölubása og fleira skemmtilegt. Einnig verður risasvið þar sem meðal annars íslenskir listamenn munu troða upp fyrstu dagana. Ljóst er að mikil stemning mun myndast fyrir og eftir leiki á svæðinu en það er í hjarta mið- borgar Helsinki, í 3 mín. göngu- fjarlægð frá lestarstöðinni, beint á móti þinghúsinu. Um 300 m eru á aðallestarstöðina og þaðan fara allar lestir á stoppistöðina við Höllina þar sem keppt er. Sú lestarferð tekur um 6 mín. og fara lestir á um 5 mín. fresti frá aðalstöðinni. Það er því ljóst að mjög þægilegt verður að komast á milli miðbæjarins og Hallarinnar. KKÍ hefur fengið Úlf Úlf og þá félaga Sverri Bergmann og Halldór Fjalla- bróður til liðs við sig til að halda uppi stuðinu meðal íslenskra stuðn- ingsmanna í „Fan-Zone-inu“ og má því búast við miklu fjöri. Íslenskt FAN-ZONE í Finnlandi Frá morgni líkama og sál fyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama Laugarnar í Reykjavík Ísland leikur fimm leiki í Hels-inki í A-riðli EuroBasket 2017.Leikdagar eru eftirfarandi og eru allir tímar að staðartíma í Helsinki (+3 klst. á undan Íslandi): 31. ágúst 16:30 (13:30 ísl.) Ísland - Grikkland 1. september Frídagur 2. sept. 13:45 (10:45 ísl.) Pólland - Ísland 3. sept. 13:45 (10:45 ísl.) Frakkland - Ísland 4. september Frídagur 5. sept. 13:45 (10:45 ísl.) Ísland - Slóvenía 6. sept. 20:45 (17:45 ísl.) Finnland - Ísland Á heimasíðu mótsins: www.fiba. basketball/eurobasket/2017 má sjá tímasetningu á öllum leikjum í riðlinum. Athugið að tíma- setningarnar birtast á íslenskum tíma og þarf að velja sérstaklega finnskan tíma til að sjá staðartíma í Finnlandi. Allir leikir í Finnlandi fara fram í Helsinki Arena (áður Hartwall- Arena og gæti heitið það í GPS- tækjum og á kortum). Hvenær spilar Ísland? Íslenski leikmannahópurinn á Eurobasket í ár er að stórum hluta sá sami og tók þátt í Eurobasket árið 2015 í Berlín. Fjórir nýir leikmenn hafa þó bæst í hópinn frá Berlín 2015 og verður gaman að fylgjast með þeim. Fyrstan ber að telja miðherjann Tryggva Snæ Hlinason sem hefur vakið mikla athygli undanfarin tvö ár. Tryggvi, sem er 2,16 m á hæð, samdi nýlega við spænska liðið Valencia á Spáni og er nú á stóra sviðinu í fyrsta sinn. Kristófer Acox frá KR leikur nú í fyrsta sinn á Eurobasket en hann er 23 ára fram- herji með mikinn sprengikraft. Njarðvíkingurinn Elvar Már Frið- riksson hefur leikið vel í háskóla- boltanum í Bandaríkjunum og fær nú tækifæri til að kljást við nokkra af sterkustu bakvörðum Evrópu. Að lokum má nefna Brynjar Þór Björnsson úr KR. Hann á að baki 61 landsleik en tíu ár eru síðan hann lék sinn fyrsta A-landsleik. Það kæmi ekki á óvart að sjá hann smella þriggja stiga körfu í andlitið á mótherja sínum á næstu dögum. Fjögur ný andlit Tryggvi Snær Hlinason. 8 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . áG Ú S T 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U RevRÓPuKePPNIN Í KöRFuBoLTA 2 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 9 8 -F E 7 4 1 D 9 8 -F D 3 8 1 D 9 8 -F B F C 1 D 9 8 -F A C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.