Fréttablaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 2
Veður Norðlæg átt, hægari í dag og dálítil rigning eða súld á N- og A-landi, en annars úrkomulítið og bjart með köflum sunnanlands. Styttir upp víða fyrir norðan í kvöld. sjá síðu 20 Þreytti inntökuprófið Vilhjálmur Hauksson var meðal þeirra drengja sem þreyttu inntökupróf í Drengjakór Reykjavíkur í Neskirkju í gær. Móðir hans, saksóknarinn Kolbrún Benediktsdóttir, sést í bakgrunni fylgjast með. Kórinn skipa um sextán drengir á aldrinum átta til þrettán ára. Þeirra sem í kórinn komast bíður það verkefni að syngja verkið Gloria eftir Vivaldi á erlendri grund. Kórstjórinn er Jóhanna Halldórsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK UP!LÝSTUR Við látum framtíðina rætast. vo lk sw ag en .is Nýr alrafmagnaður e-up! á aðeins 2.990.000 kr. NOREGuR Dómsmálaráðherra Nor- egs, Per-Willy Amundsen, segir að íhuga eigi hvort vana eigi með lyfjum alla þá sem dæmdir eru fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Barnaníð sé meðal verstu glæpa sem framdir eru. Skoða eigi alla möguleika því að dæmi séu um að þeir sem dæmdir eru fyrir barnaníð brjóti aftur af sér þegar þeir koma út í samfélagið. Í Danmörku og Noregi eru þeir barnaníðingar sem vilja vanaðir með lyfjum. Norski ráðherrann vill ganga lengra o g þ v i n g a níðingana til slíkrar með- ferðar. Í viðtali við sjónvarpsstöðina TV2 segir ráðherrann að menn eigi að geta varið börnin sín fyrir skrímsl- unum, eins og hann orðar það.  Amundsen hefur áður sagt að hann vilji taka vegabréfið af Norð- mönnum sem beita börn kynferðisofbeldi. – ibs Barnaníðingar verði vanaðir FERðaþjóNusta  Dæmi eru um að erlendir ferðamenn tjaldi aftan við Keflavíkurflugstöðina við komu til landsins. Síðast er vitað til að þetta hafi gerst aðfaranótt sunnudags. Gunnar Kr. Sigurðsson hjá Isavia staðfestir að þetta hafi gerst nokkr- um sinnum á sumrin. „Þetta er mjög sjaldgæft, við verðum vör við þetta annað slagið. Kannski örfá skipti á sumri. Það er bannað að tjalda á lóð flugstöðvarinnar. Við höfum því vísað fólki frá og beðið það um að finna aðra gistingu, en það hefur ekki verið sektað,“ segir Gunnar. Talsvert hefur verið um að erlendir ferðamenn tjaldi á óhefð- bundnum stöðum þar sem ekki má tjalda. Í byrjun mánaðarins vakti athygli þegar einn tjaldaði við hlið Hörpu tónlistarhúss. – sg Ferðamenn tjalda bak við flugstöðina Upplýsingafulltrúi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins heitir Bergþóra Njála Guðmundsdóttir en ekki Bergljót Njála eins og sagði í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þessari misritun. LEiðRéttiNG Per-Willy Amundsen, dómsmálaráðherra Noregs. samFéLaG Lora og Eric Newman, bandarísk hjón með fimm börn, eiga vefsíðuna icelandwithkids.com þar sem þau deila reynslu sinni af fjölskylduferðum til Íslands. Vefsíðan nýtur töluverðra vin- sælda segir Eric, sem er með ferða- handbók í smíðum um fjölskyldu- ferðir til Íslands. „Þetta er  sjálfstætt verkefni hjá okkur og ekki unnið í samstarfi við neina ferðaþjónustuaðila á Íslandi,“ segir Eric en bætir við að Promote Iceland hafi aðstoðað þau aðeins í aðdraganda ferðarinnar sem þau fóru hingað árið 2016. „En að öðru leyti erum við alfarið á eigin vegum með þetta verkefni.“ Newman-fjölskyldan kom fyrst til Íslands árið 2009, þá með þrjú börn og það fjórða á leiðinni. Eric, sem starfar fyrir lítið fjármálafyrir- tæki í nágrenni Philadelphiu, átti langt sumarfrí sumarið 2016 og fjöl- skyldan ákvað að fara í frí til Íslands og vinna í leiðinni að hugmyndinni um vefsíðuna sem kviknað hafði hjá þeim. Fjölskyldan dvaldi á Íslandi í 12 vikur, ferðaðist í tvo mánuði og vann að vefsíðunni síðasta mánuð dvalarinnar. Á síðunni má finna upplýsingar um allt frá undirbúningi fjölskyldu- ferðar til Íslands, hverju á að pakka, hvenær best sé að heimsækja það, áhugaverða áfangastaði, hvað eigi að gera og hvað  alls ekki að gera. Þar er einnig orðabanki með hag- nýtum orðum og orðasamböndum á íslensku, meðal annars  orðin Ófært og Lokað með útskýringunni „Ef þið sjáið skilti með þessum orðum, snúið við, Íslendingar nota ekki þessi orð nema þeim sé alvara.“ Aðspurður segir Eric leiðbeining- ar Loru eiginkonu hans, um sturtu- klefa íslenskra sundlauga, meðal þess sem er hvað vinsælast.  Leið- beiningarnar varpa ljósi á upplifun erlendra ferðamanna af hreinlætis- reglum í íslenskum sundlaugum.  „Það sem þið hafið heyrt er satt, þið þurfið að þvo ykkur nakin áður en haldið er til laugar,“ segir þar meðal annars.  „Það er bannað að sleppa þessum þætti. Nei, börnin geta ekki sleppt þessu, alveg sama þótt þau vilji ekki vera allsnakin innan um annað fólk.“ Meðal þess sem Lora mælir sér- staklega með er að sundlaugargestir byrji á því þegar komið er í sund- klefann að taka svæðið út og átta sig á staðháttum, í stað þess að berhátta sig strax, standa svo ráðvilltur fyrir framan alla og allsnakinn í þokka- bót. Fjölskyldan stefnir á enn eina ferð til Íslands næsta sumar, enda þurfi að halda vefnum vel við og ljúka við gerð bókarinnar. adalheidur@frettabladid.is Fræða ferðamenn um berrassaða Íslendinga Newman-fjölskyldan frá Philadelphiu í Bandaríkjunum heldur úti vefsíðu um fjölskylduferðir til Íslands. Sundvenjur Íslendinga eru gríðarlega vinsælar á vefnum, sérstaklega hvernig eigi að bera sig að. Ferðahandbók er í smíðum.  Hjónin Lora og Eric Newman með börnunum fimm. Fjölskyldan dvaldi á Ís- landi í tólf vikur sumarið 2016 og safnaði efni á vefsíðuna. Það sem þið hafið heyrt er satt, þið þurfið að þvo ykkur nakin áður en haldið er til laugar. Á vefsíðunni icelandwithkids.com 2 9 . á G ú s t 2 0 1 7 þ R i ð j u D a G u R2 F R é t t i R ∙ F R é t t a B L a ð i ð 2 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 8 -E 0 D 4 1 D 9 8 -D F 9 8 1 D 9 8 -D E 5 C 1 D 9 8 -D D 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.