Fréttablaðið - 02.08.2017, Qupperneq 6
Réttað yfir samsærismönnum
Réttarhöld hófust í gær yfir 350 hermönnum sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í valdaránstilrauninni í
Tyrklandi 15. júlí í fyrra. Um 400 týndu lífinu í tilrauninni sem fór út um þúfur. Ríflega átta þúsund hermenn
voru handteknir auk þess sem tæplega 50 þúsund ríkisstarfsmenn voru reknir úr embætti grunaðir um að
hafa stutt tilraunina. Kenningar eru uppi um að Erdogan forseti hafi skipulagt hana sjálfur. Fréttablaðið/EPa
LANDBÚNAÐUR Gegndarlaus offram-
leiðsla á kindakjöti er rót þess
vanda sem blasir við í sauðfjár-
búskap, að mati Þórólfs Matthías-
sonar, prófessors í hagfræði við
Háskóla Íslands. Hann segir bændur
verða að minnka framleiðsluna og
laga hana að markaðinum í stað
þess að seilast enn einu sinni í vasa
skattborgara.
„Ég held að það sé kominn tími til
þess að bændur setjist niður og horfi
á raunveruleikann eins og hann
blasir við, rétt eins og búskapurinn
væri hver önnur atvinnugrein, og
taki ákvarðanir út frá honum en
ekki einhverri óskhyggju,“ segir
Þórólfur í samtali við blaðið.
Líkt og Fréttablaðið fjallaði um í
gær er útlit fyrir að birgðir af kinda-
kjöti í landinu við upphaf sláturtíð-
ar í haust verði sjö hundruð til eitt
þúsund tonnum meiri en æskilegt
væri. Um mitt þetta ár voru birgð-
irnar um 2.600 tonn sem er tæpum
þrettán prósentum meira en á sama
tíma í fyrra.
Innanlandssala hefur gengið vel
en útflutningur dregist nokkuð
saman. Samdrátturinn var 5,1 pró-
sent í fyrra og 14,4 prósent árið
þar áður. Eru bændur uggandi yfir
mögulegri lækkun á afurðaverði í
haust.
Þórólfur segir að framleiðsla
á kindakjöti sé á milli þrjátíu til
fimmtíu prósent umfram neyslu hér
innanlands. Ekki fari á milli mála að
of mikið sé framleitt af kjöti. Verk-
efnið sem bændur standi frammi
fyrir sé að laga framleiðslugetuna
að markaðinum miðað við það verð
sem þeir þurfa að fá til þess að geta
staðið undir framleiðslukostnaði.
„En forysta bænda hefur aldrei
verið tilbúin til þess að gera það,“
segir hann. Hún hafi frekar, svo
dæmi séu tekin, leitað leiða til þess
að seilast dýpra ofan í vasa skatt-
borgara, svo sem til þess að greiða
fyrir auknum útflutningi, og reynt
að selja Bandaríkjamönnum, sem
hafa aldrei borðað kindakjöt, slíkt
kjöt.
„Ef menn telja sig vera með
hágæðavöru í höndunum fara menn
með þá vöru á markaði sem þekkja
vöruna, til dæmis í Bretlandi, Frakk-
landi og að hluta til í Miðjarðarhafs-
löndunum í tilviki lambakjötsins. Í
staðinn hafa menn hins vegar verið
að leika sér í New York.“
Þórólfur segir forystu bænda
syngja sama sönginn á hverju
einasta sumri. „Bændur stíga fram
og segja að afurðaverðið á stöðv-
unum verði að hækka. En þá verður
birgðavandi þeirra einungis enn þá
meiri og þeir þurfa þá að borga enn
meira með útflutningnum ef þeir
ætla að flytja eitthvað út. Þeir lenda
í þessum vonda spíral þar sem allt
sem þeir gera eykur á vandann og
enga leið er að finna út úr honum.“
kristinningi@frettabladid.is
Segir offramleiðslu á
kindakjöti rót vandans
Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands vill stöðva gegndarlausa offramleiðslu
á kindakjöti. Hann segir bændur verða að laga framleiðslu sína að markaðs
aðstæðum. Fara verði með kindakjötið á markaði þar sem varan er þekkt.
Ég held að það sé
kominn tími til þess
að bændur setjist niður og
horfi á raunveruleikann eins
og hann blasir við.
Þórólfur Matthías-
son, prófessor í
hagfræði við
Háskóla Íslands
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
SUMARSALA
Kailber KG-2 Gasgrill
4x3,5KW brennarar, grillflötur
303,6 cm2,14KW
Áður kr. 52.880
39.660
25%
AFSLÁTTUR
Flott í ferðalagið
Kailber Ferðagasgrill
2x2,5KW brennarar, grillflötur
196 cm2, 5KW, vagn fylgir
Áður kr. 29.980
19.787
34%
AFSLÁTTUR
– Tengir þig við framtíðina!
Sjónvarpsdreifikerfi
fyrir hótel, gistiheimili og skip.
Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660
oreind@oreind.is • www.oreind.is
2 . á g Ú s t 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A g U R6 f R é t t I R ∙ f R é t t A B L A Ð I Ð
0
2
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:3
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
6
B
-E
B
8
4
1
D
6
B
-E
A
4
8
1
D
6
B
-E
9
0
C
1
D
6
B
-E
7
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K