Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.07.2017, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 20.07.2017, Qupperneq 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Krónan leiðir til óstöðug­ leika, býr til sveiflur sem leiða til óábyrgra fjárfestingar­ ákvarðana og óstöðugs kaupmáttar. Seðlabankinn kynnti hugmyndina, bar ábyrgð á framkvæmd­ inni og gerði aðstöðu­ muninn mögulegan. Full búð af nýjum vörum! Verið velkomin í Verslun Guðsteins, Laugavegi 34 Síðan 1918 Dætur og synir Nokkrir af helstu Facebook-ridd- urum Íslendinga tóku sig til og opnuðu á umræðu um íslenska nafnahefð í kjölfar grátlegs ósigurs kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Er það svo sem ekki í fyrsta sinn sem rætt er um þá hefð að merkja treyjur íþrótta- manna með föður-, eða jafnvel móðurnafni, leikmanna. Þó finnst pistlahöfundi mikil- vægt að haldið sé áfram að benda á þessi furðulegheit. Þótt það geti vissulega þótt flott að vera með herferð á borð við #dóttir þá heita leikmenn sínum eigin nöfnum sem sjálfsagt er að ein- kenna þá með. Þannig heitir landsliðsfyrirliðinn Sara Björk en er Gunnarsdóttir. Svo ekki sé á það minnst að #dóttir mismunar eiginlega leikmönnum á borð við Elínu Mettu Jensen. 267 Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í gær að 267 ökumenn hafi verið staðnir að umferðarlaga- brotum það sem af er mánuð- inum. Það er dálítið mikið. Alls hafa 924 verið staðnir að brotum frá því um miðjan maí sem er aukning frá því í fyrra. Þar af voru Íslendingar um fjörutíu prósent. Spurning er hvort það þurfi annaðhvort að endurskoða umferðarlög, þar sem stór hluti vegfarenda hundsar hluta þeirra, eða ökukennslu, jafnt hérlendis sem erlendis. thorgnyr@frettabladid.is Íslenska krónan er óútreiknanleg eins og glöggt hefur komið fram undanfarna daga. Örlitlar breytingar í utan-ríkisverslun og gjaldeyrisflæði geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á hag fyrirtækja og almennings. Sterk króna ógnar nú afkomu fyrirtækja sem græddu vel á veikri krónu fyrir fáeinum misserum. Störf í nýsköpun og þekkingariðnaði, sem áttu að tryggja fjölbreytni atvinnu- lífsins, streyma úr landi á ný. Krónan er hemill á heilbrigð viðskipti. Við almenningi blasir ólík mynd. Eftir hrunið var krónan lítils virði og kaupmáttur dvínaði. Nú er öldin önnur. Krónan hefur náð sömu hæðum og fyrir hrun og það er lítið mál að skjótast á fjarlæg heimshorn. Kaupmáttur hefur aukist mikið á Íslandi að undanförnu og verkefni næstu missera er að varðveita hann. Krónan leiðir til óstöðugleika, býr til sveiflur sem leiða til óábyrgra fjárfestingarákvarðana og óstöðugs kaupmáttar. Vextir eru og verða mun hærri á Íslandi en í viðmiðunarlöndum vegna óstöðugleika krónunnar. Þetta er ósanngjarnt og leiðir til óþarfa átaka í samfélaginu . Viðreisn var stofnuð til þess að stuðla að sátt og stöðug- leika. Slíkur stöðugleiki næst aldrei nema með stöðugum gjaldmiðli sem stendur undir nafni og býður upp á svipaða vexti og í nágrannalöndum. Viðreisn bendir á myntráð til þess að festa gengi krónunnar. Mörg Evrópuríki hafa nýtt slíka lausn í áratugi, flest sem áfanga í því að taka upp evru. Eftir hrun töldu sumir krónuvinir að það tæki Íslendinga ára- tugi að uppfylla skilyrðin fyrir upptöku evru. Eina skilyrðið sem við föllum á núna er of háir vextir. En má fjármálaráðherra hafna krónunni? Fjármálaráð- herrar í nítján Evrópulöndum hafa þegar hafnað sínum miðli fyrir evruna. Enn fleiri nýta sér evruna án beinnar aðildar eða tengja gjaldmiðil sinn beint við evru. Já, fjármálaráðherra ber skylda til að leggja til þann kost sem er farsælastur fyrir Íslendinga. Nú er tíminn til þess að ýta gömlum kreddum til hliðar og þora að marka leið stöðugleika þar sem hagsmunir almenn- ings og fyrirtækja fara saman. Viðreisn velur stöðugleikann, en til þess að öðlast hann þurfum við öll að vera óhrædd við breytingar eins fljótt og hægt er. Má fjármálaráðherra hafna krónunni? Benedikt Jóhannesson fjármálaráð- herra Yfirleitt er rætt um ójöfnuð í sambandi við tekjur, tækifæri og stöðu mismunandi hópa en ójöfnuður á sér margar birtingar-myndir. Auk efnahagslegs ójöfnuðar má nefna félagslegan og menningarlegan ójöfnuð og allt það í samfélaginu sem skapar hindranir eða girðingar á milli ólíkra þjóðfélags- hópa. Það er sjaldgæft í norrænum samfélögum að ríkis- valdið sjálft ýti undir ójöfnuð eða lagskiptingu sam- félagsins með beinum aðgerðum. Það gerðist engu að síður hér á landi þegar Seðlabanki Íslands ákvað árið 2012 að búa til umgjörð fyrir efnaða Íslendinga til að flytja gjaldeyri til landsins og kaupa krónur með miklum afslætti með svokallaðri fjárfestingarleið. Til- gangurinn var að laða erlent fjármagn inn í landið og hleypa um leið aflandskrónum út en aðgerðin var skref í losun gjaldeyrishafta. Fjárfestingarleiðin fólst í því að eigendum gjaldeyris var gert mögulegt að kaupa krónur af aflandskrónueig- endum á 20-30 prósent betra verði en opinbert gengi Seðlabankans sagði til um. Fjölmargir fjárfestar og fyrir- tæki nýttu sér tækifærið og alls komu 1.100 milljónir evra til landsins í útboðum á grundvelli leiðarinnar á árunum 2012-2015. Í gær var greint frá því í Markaðn- um í þessu blaði að gengishagnaður vegna fjárfestinga á grundvelli leiðarinnar næmi alls 75,7 milljörðum króna. Þegar upp var staðið voru það að miklu leyti efnaðir Íslendingar eða útlendingar með tengsl við landið sem nýttu sér úrræðið. Árið 2012 voru Íslendingar að baki 43 prósenta alls þess fjár sem kom inn í landið með fjár- festingarleiðinni. Það er á skjön við upphaflegan tilgang leiðarinnar eins og hún var kynnt af Seðlabankanum. Til skoðunar eru fjögur skattsvikamál hjá skatt- yfirvöldum vegna fjármagnsflutninga í tengslum við fjárfestingarleiðina. Þá er umhugsunarvert að á meðal þeirra sem högnuðust um mörg hundruð milljónir króna með fjárfestingarleiðinni eru menn sem hafa hlotið þunga dóma fyrir efnahagsbrot í Hæstarétti Íslands og opinber rannsóknarnefnd hefur staðfest að keyptu eignir af ríkinu með blekkingum eftir síðustu aldamót. Þótt markmið fjárfestingarleiðarinnar hafi verið göf- ugt er erfitt að skilja hvernig stjórnendur Seðlabankans hafi ekki áttað sig á hversu ósanngjarnt tæki þetta var til að ná settu markmiði og jafnframt þeim siðferðisbresti sem fólst í framkvæmdinni. Í þessu sambandi skiptir ekki máli þótt Seðlabankinn hafi aðeins verið milliliður á milli fjárfesta og eigenda aflandskróna. Seðlabankinn kynnti hugmyndina, bar ábyrgð á framkvæmdinni og gerði aðstöðumuninn mögulegan. Venjulegt fólk var læst með tekjur sínar inni í gjaldeyrishöftum á sama tíma og efnaðir Íslendingar sem áttu gjaldeyri gátu keypt krónur með afslætti. Þeir högnuðust svo ríkulega eftir losun hafta. Með fjárfestingarleiðinni ýtti Seðlabankinn enn frekar undir ójöfnuð í íslensku samfélagi og styrkti þannig stoðir þeirrar útbreiddu kenningar að í landinu séu tvær þjóðir. Efnuð forréttindastétt annars vegar og launafólk hins vegar. Tvær þjóðir 2 0 . j ú l í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R12 s k o ð U n ∙ F R É T T A B l A ð I ð SKOÐUN 2 0 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 8 -B 4 8 8 1 D 5 8 -B 3 4 C 1 D 5 8 -B 2 1 0 1 D 5 8 -B 0 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.