Útsýn - 15.10.1945, Side 1
ÚTSÝN 15. okt. 1945
ÚTSÝN
I. árg. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ 1. tbl.
A ÍSLAND AÐ GERAST HJALEIGA BANDARÍKJANNA?
Þau vilfa leigja bækistoðvar hér lyrir
loffher og flota „um langan tíina**
UM LANGAN tíma hefur gengið hér
þrálátur orðrómur um, að Bandaríkja-
menn myndu ekki ætla að hverfa í
burt af landinu með herafla sinn og
alveg sérstaklega um, að þeir myndu
ekki afhenda íslenzka ríkinu hina
stórkostlegu flugvelli, sem þeir hafa
gert hér á landi.
Ilvað eftir annað liafa borizt hing-
að fréttir um, að ainerísk hlöð og ein-
stakir amerískir stjórnmálamenn hafi
látið orð falla um, að það væri brýn
hernaðarleg nauðsyn fyrir Bandarík-
in að halda í framtíðinni bækistöðv-
um sínum á íslandi. Þessir stjórn-
málamenn og lilöð eru úr þeim hópi
manna í Bandaríkjunum, sem vilja
gera þau að sem mestu heimsveldi og
herveldi og vilja neyta til þess sig-
ursins í hinni nýafstöðnu heims-
styrjöld.
Alveg nýlega lét Gerliardt þingmað-
ur frá Kaliforníu svo um mælt, að það
væri sín skoðun, að Bandaríkin ættu
að bjóða Islandi að gerast 49. sam-
bandslýðveldi Bandaríkjanna.
Af þessu tilefni lét ríkisstjórn ís-
lands spyrjast fyrir um það í Wa-
shington — eins og rétt var — hvort
mark væri takandi á þessum og svip-
uðum ummælum og fékk þá það svar,
að hér væri aðeins um blaðaþyt að
ræða.
Lét ríkisstjórnin tilkynna þetta
svar hér í blöðum og útvarpi.
Engu að síður liefur fyrrnefndur
orðrómur magnazt, einkum síðustu
dagana áður en alþingi kom saman.
TfíUMAN, Bandaríkjaforseti.
l.ANbSBÓKASA.rN
-V5 162548