Útsýn - 15.10.1945, Síða 2
ORÐSENDING BANDARIKJANNA,
frh.
Þœr sögusagnir, sem gengið hafa
manna á milli undanfarna daga, fengu
byr undir báða vængi við það, að á
þriðjudaginn, 2. þ. m., skömmu fyrir
hádegi gekk forsætisráðherra á fund
forseta íslands og nokkru síðar ýmsir
aðrir stjórnmálamenn. Ennfremur var
síðari hluta þriðjudags haldinn lok-
aður fundur í Sameinuðu Alþingi, eins
og dagblöðin hafa skýrt frá.
Þá fréttist það og, að sendiherra
Sovjetríkjanna, Krassilnikov, fór á-
leiðis til Moskvu á þriðjudaginn, og
er það eðlilega sett i samband við
þetta mál.
Enn þá hefur engin opinber til-
kynning verið gefin' um málið, en
það er nú þegar á fjölda manna vit-
orði, að Bandaríkjastjórn hefur sent
íslenzku ríkisstjórninni orðsendingu,
um herv'ernd íslands i framtiðinni.
Með því að full vissa er fyrir þvi,
að þingmenn og ráðherrar hafa skýrt
frá efni þessarar orðsendingar, og sú
leynd, sem kynni að hafa verið talin
æskileg um máiið á þessu stigi þess,
með öllu rofin, en jafnframt farnar
að myndast liinar ótrúlegustu sögu-
sagnir út af þessu máli, telur þetta
blað sér frjálst að segja frá því eins
og það veit sannast og réttast eftir
góðum heimildum.
★
Orðsending sú, sem sendiherra
Bandaríkjanna athenti forsætisráð-
lierra á mánudagsmorguninn, 1. þ.
mán., er alllangt skjal, en efni þess
er í stuttu máli það, að ríkisstjórn
Bandaríkjanna telur sér nauðsyn
að halda bækistöðvum hér á landi,
bæði fyrir flugher og flota. Fer hún
því fram á, að íslendingar leigi sér
hækistöðvar í þessu skyni til langs
tíma. Myndu Bandaríkin þar með
taka að sér hervernd landsins.
Bækistöðvar þær, sem hér er um
að ræða, eru fyrst og fremst liinn
mikli flugvöllur á Reykjanesskaga,
sem amerískir sérfræðingar hafa lýst
sem einum hinum stærsta í heimi og
telja hafa kostað uin 100 millj. króna,
flugliöfn í Fossvogi og síðást en ekki
sízt herskipalægið í Hvalfirði, sem
brezki flotinn hefur nýlega yfirgefið.
Hins vegar hafa Bretar ekki enn
2
yfirgefið flugvöllinn í Reykjavík og
ekkert lieyrzt um, hvenær það muni
verða. Hefur það vakið athygli, að
þeir halda áfram að reisa þar bygg-
ingar, sem virðast ætlaðar til fram-
búðar, svo sem sjúkrahús og fleira.
Um þetta mál ganga nú hinar furðu-
legustu sögusagnir hér í bænum, og
má það merkilegt heita, að víst er, að
þær komu á kreik áður en orðsending
Bandaríkjanna hafði borizt ríkisstjórn-
inni. Meðal annars er fullyrt manna
á meðal, að í orðsendingunni séu
boðin stórkostleg fríðindi til handa
íslendingum, svo sem 300 millj. doll-
ara; kaup á öllum afurðum lands-
manna o. s. frv. Fullvíst er, að þetta
er algerlega tilhæfulaust. í orðsend-
ingunni er ekki minnzt á neinar
greiðslur af hálfu Bandaríkjanna. Þá
eru og tilhæfulausar sögusagnir um,
að mikill herskipafloti sé kominn í
Hvalfjörð.
Herverndarsamnmgamir.
Eins og öllum er kunnugt, voru á
árinu 1941 (8. júlí) gerðir samningar
við Bandarikin um hervernd lands-
ins á meðan á heimsstyrjöldinni
stæði.
Þessir samningar voru gerðir í því
formi, að ísland fól Bandaríkjunum
varnir landsins með ákveðnum skil-
yrðum. Þessi skilyrði voru m. a.:
1. „Bandaríkin skuldbinda sig til að
hverfa burtu af íslandi með allan
herafla jsinn, á landi, í lofti og á
sjó, undireins og núverandi ófriði
er lokið.
2. Bandarikin skuldbinda sig enn-
fremur til að viðurkenna algert
frelsi og fullveldi Islands og að
beita öllum áhrifum sínum viðí
þau ríki, er standa að friðarsamn-
ingunum, að loknum núverandi
ófriði, til þess, að friðarsamning-
arnir viðurkenni einnig algert
frelsi og fullveldi lslands".
★
Bandarikin féllust á öll þessi skil-
yrði með orðsendingu, sem forseti
Bandaríkjanna, Franklin D. Roose-
velt, sendi forsætisráðherra íslands.
1 þessari orðsendingu sagði forset-
inn m. a.:
„Mér er það ánægja að staðfesta
hér með við yður, að skilyrði þau,
sem sett eru fram í orðsendingu
yðar, er ég hef nú móttekið, eru
fyllilega aðgengileg fyrir ríkisstjórn «1
Bandaríkjanna og að skilyrða þess-
ara mun verða gætt í viðskiptunum
milli Bandaríkjanna og íslands . . .
((
Síðar í orðsendingunni lofar for-
setinn því fyrir hönd Bandaríkjanna:
„að strax og núverandi liættuástandl
í milliríkjaviðskiptum er loldð, skuli
allur slíkur herafli og sjóher lát-
inn hverfa á brott þaðan, svo að
íslenzka þjóðin og ríkisstjórn henn-
ar ráði algerlega yfir sínu eigin
landi“.
★
1 sambandi við þessa hervernd
voru af Bretlands liálfu gefnar eftir-
farandi yfirlýsingar:
„1. Bretland lofar að viðurkenna al-
gert frelsi og fullveldi Islands og
að sjá til þess, að ekki verði
gengið á rétt þess í friðarsamn-
ingunum né á nokkurn annan
hátt að ófriðnum loknum.
2. Bretland lofar að hverfa burtu
héðan af landinu með allan her-
afla sinn jafnskjótt og flutningi
Bandaríkjahersins er svo langt
komið, að hernaðarlegur styrkur
þess er nægilegur til að verja
landið, enda verði vörnum lands-
ins þannig hagað á meðan á
skiptunum stendur, að þær verði
aldrei minni en þær eru nú . . .“
Þann 16. ágúst 1941 kom Winston
Cliurchill, þáverandi forsætisráðherra
Bretlands í heimsókn til Reykjavikur. ,
Hann var þá að koma frá því að und-
irrita Atlantshafssáttmálann fræga,
ásamt Roosevelt forseta, en í honum
var því lýst yfir af hálfu Breta og
Bandaríkjamanna (og síðar af Rúss-
um, er þeir gerðust aðilar að sátt-
málanum), að þessir bandamenn óski
ekki eftir neinum ávinningi af styrj-
öldinni sér til handa, hvorki með
landvinningum eða á annan hátt“, og
„að þeir óski eftir því, að allar þjóð-
ir sem sviptar hafa verið fuirveldi
sínu og sjálfstjórn öðlist það á ný
að stríðinu loknu".
(Frh. á 4. bls.).
ÚT SÝN