Útsýn - 15.10.1945, Side 7

Útsýn - 15.10.1945, Side 7
ERLENDAR FRETTIR raddir, sem vildu gruna Mr. Chur- chill um undirmál, og nærðist sá grunur helzt af því, að bréfin fengust ekki birt, jafnvel ekki eftir að stjórn- arskiptin urðu í Bretlandi í sumar, í þetta sinn var ekki því til að dreifa. Og því ánægjulegra er það, að leki kom nýlega að leyndarskjóð- unni, fyrir tilverknað fréttaritara Reuters suður í Sviss, og út flóðu bréfin, óstytt og óbrjáluð. Bréf Fran- cos, sem sér fyrir endadægur Hitlers og óttast afleiðingarnar af fylgi sínu við hann, er örþrifaráð til þess að reyna að ota Bretum í krossferð gegn Rússum, og ritað af því steigurlæti, sem menn kannast við af blöðum og útvarpi, um ágæti síns stjórnarfars, en svar Churchills er svo afdráttar- laust, að um það ætti enginn að vera ófróður. Pað er á þessa leið: „Ég myndi láta yðar liágöfgi rata í háskalega villu, ef ég ekki upprætti þá hugmynd yðar, að stjórn Hans Há- tignar væri til þess búin að líta við nokkru ríkjasambandi, sem grund- vallað væri á fjandsemi við hina rússnesku bandamenn vora, eða á ímyndaðri nauðsyn þess að reisa varnir gegn þeim. Stefna ríkisstjórnar Hans Hátignar er óbifanlega grund- völluð á því, að brezk-rússnesk sam- vinna innan vébanda fyrirhugaðs al- þjóðabandalags sé lífsnauðsyn, ekki einungis í þágu Bretlands heldur einnig fyrir frið og velmegun í Ev- rópu allri um ókomna tíma“. Hið nafnkunna brezka blað, Man- chester Guardian, spyr, hvort rúss- neska stórblaðið Pravda vilji nú gera svo vel að birta svar Mr. Churchills. Fleirum en Bretum myndi þykja það miklu máli skipta, að það hefði verið gert að stórri forsíðufregn í helztu blöðum Rússa. 100 sinnum, sterkari atómsprengja Leyndarmálið í höndum amerískra auðbýfinga. MEÐAN enn er verið að telja þá, sem létu lífið fyrir fyrstu kjarnorku- sprengjunum í Hiroshima og Naga- saki (200 og 300 þúsund), berast þær ÚTSÝN fréttir, að amerískir vísindamenn séu komnir vel á veg með að búa til kjarnorkusprengju, sem er 100 sinn- um sterkari en þær, sem varpað var á Japan. Samtímis er sagt, að þeim hafi tekizt að búa til efni, sem nota megi við kjarnorkusprengingar í stað ur- aniums. Er þetta nýja efni nefnt plu- tonium og er talið „miklu heppilegra og ódýrara". VISINDAMENNIRNIR, sem unnu að kjarnorkusprengjunni í Ameríku, eru nú flestir komnir heim til sín aftur, og hafa margir þeirra leyft að hafa eftir sér ummæli um rannsóknirnar eða haldið opinbera fyrirlestra um þær, eins og prófessor Niels Bohr i Kaupmannahöfn fyrir nokkrum dög- um. Sir Janies Chadwick, einn hinn allra fremsti meðal þessara visinda- inanna, sagði^im sprengjuna: „Grundvallarlögmálin, sem kjarn- orkusprengjan byggist á, eru svo alkunn, að það er aðeins tíma- spursmál, þangað til allar þjóð- ir geta framleitt sams konar ' sprengju, jafnvel án þess að fá að vita um leyndarmál Breta og Bandaríkjamanna um hana. Ég held ekki, að það sé neitt öryggi fólgið í þvi, að allar þjóðir hafi kjarnorkusprengjur, en eitthvað verður að gera til þess að hafa hemil á notkun þeirra“. MENN VITA, að framleiðsla fyrstu kjarnorkusprengjunnar, þ. e. a. s. all- ar rannsóknir og framkvæmdir, sem þurfti til þess að framleiða hana, kostuðu 13.000.000.000 — þrettán þús- und milljónir — ísl. króna. Pað er nærri tífalt meira en varið er árlega til menntamála í Bretlandi, tuttugu sinnum meira en varið er þar til allra heilbrigðismála. Þessi fyrsta sprengja drap 200 þúsund manns. Næsta sprengja var vitanlega miklu ódýrari, þar sem stofnkostnaður „verksmiðjanna“ dreifðist á báðar, en hún var þó um leið allmiklu öflugri, drap 300 þúsund manna. MÖRGIJM hefur orðið á að spyrja: Var- það alveg nauðsynlegt að drepa hálfa milljón manna til þess að sann- færa Japana um mátt atómsprengj- unnar? Prófessor Oliphant i Birmingham, sem var í stjórnarnefnd vísinda- mannanna, sem framleiddu sprengj- urnar, hefur sagt frá því, að vísinda- - mennina sjálfa hafi hryllt við afleið- ingum sprengjunnar, jafnvel meira en nokkra aðra. „Vísindamennirnir álitu, að hægt hefði verið að beita þessu vopni gegn Japan með miklum árangri, án þess að varpa sprengjunum á borgir. Það mátti aðvara Japana með flug- miðum og útvarpi, og varpa síðan sprengju á óbyggt svæði. Japanar hefðu þá séð land sitt uppljómað af sterkara ljósi en frá nokkurri sól, sem nokkurn tíma hefði skinið á Jap- an. Ef þeir hefðu elcki látið sér segj- ast við það, mátti afiná af jörðunni einhverja af eyjunum í Tokioflóa, þar sem þeir hafa herskipalægi. En vísindamennirnir hefðu ekki, fyrr en í síðustu lög varpað þessari sprengju á borgir“. ÍSKYGGILEGUSTU fregnirnar um kjarnorkusprengjuna eru þær, að þótt framleiðsla hennar sé að nafninu til í höndum ameríska hermálaráðu- neytisins, er hún í raun og veru kom- in í hendur amerískra auðkýfinga, vopnaverksmiðjanna miklu Dupont. Frjálslyndir menn í Bandaríkjun- um, sem vita um hin gífurlegu áhrif, sem vopnaverksmiðjurnar hafa í stjórnmálum á bak við tjöldin, álíta, að leyndarmálin um framleiðslu kjarnorkusprengjunnar hefðu ekki getað komizt í verri hendur. Pað er sagt, að Eisenhower hershöfðingi sé á sömu skoðun. Enska blaðið Cavalcade, sem skýrir frá þessu, segist einnig geta fullyrt, að Churchill og Roosevelt hafi á sín- um tíma samið svo um, að sprengj- urnar skyldu verða framleiddar í Ameríku, en ákveðinn hluti fram- leiðslunnar síðan sendur til Bretlands. Bretar vita öll leyndarmálin um fram- leiðsluna, en hafa varla efni á að framleiða sprengjurnar. Samt er í ráði að koma upp verksmiðju til að framleiða sprengjur í Bretlandi. Áhrifamiklar klíkur í Englandi vinna að því, að Bretar taki nú þegar þátt í hinu nýja vígbúnaðarkapp- hlaupi, sem sýnilega er hafið, og nú snýst um að framleiða sem fyrst, eins mikið og hægt er af öflugustu kjarn- orkusprengjum. 7

x

Útsýn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útsýn
https://timarit.is/publication/1267

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.