Útsýn - 15.10.1945, Qupperneq 13

Útsýn - 15.10.1945, Qupperneq 13
NÝJUNGAR I TÆKNI OG VISINDUM ALDREI leggja menn fram önnur eins ógrynni af orku lífs og sálar sem á styrjald- artímum, og því síður ein- beita menn henni nokkurn- tíma eins að settu marki og þá. Og þótt mikið af þessari fimbulorku fari til þess að; forða sér og sínum málstað slysum, og menn uppgötvi þess vegna geysimargt þarf- legt í þá átt, þá er hitt hryggi- leg staðreynd, að fyrst og fremst beinist hún að því að tortíma náunganuin. -— Á; friðartímum eru mýmargar stríðsþarfastofnanir lagðar að velli, samvinnuhópar ágœt- ustu vísindamanna tvístrast, orkan dreifist, hver juðar í sínu horni, og mannkyninu seinkar á framvinduskeiðinu að sama skapi. Á tiltölulega stuttum tíma á nýliðnum ófriðarárum vannst það hópi vísinda- manna, knúðum til samvinnu í tortímingarskyni, sem fjölda þeirra, dreifðum um allan heim, hafði ekki tekizt á iniklu fleiri friðarárum: að beizla kjarnorkuna. Með þeirri stórfenglegu uppfynd- ingu hefur manninum loks tekizt að finna vopn, senj auðveldlega virðist geta af- máð sjálfan hann af jörðinni, ef iaglega er á haldið. Um allan heim bera nú liundruð milljóna ugg í hrjósti, að svo kunni að fara. Engilsaxneskir vísinda- menn háðum megin Atlants- hafs unnu þetta afreksverk* að beizla jörmunorku efnis- kjarnans, og komu með því skyndilega á kné dýrslega öflugum andstæðingi. Við það komst á alheimsfriður, og hinir samvinnindi vísinda- menn fóru hver til síns heima. Hið opinbera kostar ekki lengur hugvitsamlega samvinnu þeirra, né annarra jafngildra stofnaca. Og þó hafa fróðustu menn það fyr- ir satt, að með líku samstarfi mætti koma á kné langtum. mannskæðari óvini en Japan- ÚTSÝN r eru, þar sem er krabba- mein, einhver mannskæðasti og hryllilegasti óvinur mann- Jegrar heilbrigði. ★ I ÞEIRRI TRÚ tilkynntu þeir Alfred P. Sloan yngri, forstjóri, og dr. Charles F« Kettering, rannsóknarstjóri j( eneral Motors bílasmiðjanna, um líkt leyti og kjarnorku- sprengjunum var kastað á Japan, að stofnun Alfred P. Sloan liefði gefið fjórar mill- jónir dala, eða 26 milljónir króna, til þess að koma upp svonefndri „Sloan-Kettering- stofnun til krabbameins- rannsókna“. Þessi stofnun verður í sambandi við „Man- hattan’s Memorial Hospital“, sem við þá aukningu verð- ur stærsta rannsóknarstöð og sjúkraliús lieimsins fyrir krabbameinssjúklinga. Dr. Kettering er mjög kunnur maður. Hann liefur stjórnað vísinda- og tækni- rannsóknum General Motor’s bílasmiðjanna síðustu 25 ár- in. Þeir, Sloan og hann, eru sannfærðir um það, að mjög skjótt tækist að vinna bugi á krabbameinunum, ef að þvi væri beint þeirri orku, gáf- um og fjármagni, sem sam- einað var til þess að smíða kjarnsprengjuna. Gjöf þeirra til hinnar nýju rannsóknar- stofnunar tryggir henni $ 200,000 á ári í tíu ár sam- fleytt, og þeir gera sér von- ir um, að aðrar gjafir komi þeirri upphæð í $ 500,000. Með því fé telja þeir, að fá megi til varanlegrar sam- vinnu nokkra mestu afreks- menn á sviði krabbameins- rannsóknanna, hvaðanæva. Dr. Kettering er vongóður um árangurinn. „Mr. Sloan og ég“, sagði hann nýlega við blaðamenn, „höfum á, liðnum árum unnið í sam- einingu að því að leysa margar tæknilegar þrautir, sem í fyrstu virtust óræðar, en nú liggja í augum uppi að kallað er”. B Æ K U R Á undanfarandi árum liafa bókaútgefendur hér á landi verið mjög umsvifamiklir og mikilvirkir. Enn er ekki vit- að, hvort nokkuð dregur úr bókaútgáfunni á þessu ári, því að jafnan er bókaflóðið mest siðustu mánuði ársins. Bókmenntaþjóð, eins og Is- lendingar telja sig vera frá fornu fari, getur ekki veriðl tómlát um það, hvers konar bækur eru liér gefnar út, ná heldur um hitt, hvers konar bækur erlendar islenzkir bók- salar hafa á boðstólum. Norska skáldið, Árni Gar- borg, sagði eitt sinn, þegar rætt var um „Den Frein- synte“ (Davíð skyggna), liina ágætu skáldsögu eftir skáld- bróður hans og samlanda, Jónas Lie: „Slíka eldraun standast fáar bækur. Maður les þær á ungum aldri og þær lirífa og heilla. Svo les maður þœr eftir tuttugu ár og verður jafn hrifinn. Þær virðast jafn glænýjar og við fyrsta lestur“. Til er önnur eldraun, sem bækur standast mjög sjaldan: Vér lesum bók og verðum, hrifnir. Vér lesum liana nokkrum árum seinna og oss finnst hún vera allt önnur bók. Nýr heimur opnast, og oss verður ljóst, að við fyrsta lestur sáum vér aðeins út- jaðra hans. Aukin lífsreynsla áranna, sem liðu á milli þess, að lesið var, hafa veitt skil- yrði til aukinnar tileinkunar á efninu og fullkomnara skilnings á gildi bókarinnar. Þannig álirif hefur lífið sjálft og hið hærra veldi lífsins: Hin mikla list. Um allar bækur, hverrar tegundar sem þær eru, gilda þessi tvö sjónarmið: 1. Bækur, sem eldast ekki, eru allt af jafn æskuhressar og heillandi. Það eru bæk- urnar, sem allir vildu skrifað. hafa, og allir vilja lesa. 2. Bækur, sem öndvegis- snillingar einir rita. Það eru bækurnar, sem ritaðar hafa verið með blóði úr lífsstraum- unum sjálfum og á þann hátt, að fullnægt var öllu réttlæti. Þessar bækur eru ekki mjög, margar, og þeir eru heldur ekki mjög margir, sem hafa þeirra full not. Út frá þessum sjónarmiðum; tveimur verða allar bækur að dæmast. Og hafi verið gefnar út bækur, sem ekki fullnægja þessum skilyrðum, þá eiga þær ekkert erindi til þjóðar- innar. Það eru þá bækur, sem, eklci eru leyfilegar, og mætti því til hægðarauka um flokk- un bóka bæta við þriðju slcil- greiningunni. Hún yrði þái þannig: 3. Bannaðar bækur. Vegna sakleysingja skal sú skýring gefin, að ekki er^með þessu lagt til, að bókabrenn- ur séu hafnar að dæmi kirkj- unnar né nazista. En þegar það er vitað, að bæði út- lendar og innlendar bælcur, í, stórum stíl, eru lesnar einu sinni og sumar ekki það, þá Virðist skilgreiningin: „Bann- aðar bækur“ eiga fyllsta rétt á sér. Þó að þessi mælikvarði um, flokkun bóka sé algildur, þ:ij er þó málum þannig háttað, að um kröfurnar, sem gerðar eru til bóka, fer nokkuð eftir aldaranda, þeim sérstöku þörfum um bókakost, sem eru á hverjum tíma. Ungur ís- Jmzkur rithöfundur hefur rit- að í bókmenntatímarit um þessar sérstöku þarfir íslend- inga, eins og þær eru nú. 1 fyrsta lagi sé þörf á heini- speki- og vísindariium. 1 öðru lagi sé þörf á ritum um samfélagsmál. I þriðja lagi sé) þörf á skáldskaparritum. Og í fjórða lagi sé þörf á ís- lenzkri söguritun. Ilallazt er að þessari sund- urliðun hér, þótt hún sé stuttaraleg, af því, að liún er greinagóð og glögg. En hvernig hefir þá verið full- nægt þessum fjórum greinum bókmennta, sem oss skiptir mestu máli? Heimspekiritun og önnur vísindaritun er ekki fjöl- skrúðug. Sjálfstæð íslenzk rit af þessari gerð eru teljandi. Til þess að fylla hið opna skarð, þarf því að bæta úr, a. m. k. í svipinn, á þá lundi að sækja úrvalsrit um þessi 13

x

Útsýn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útsýn
https://timarit.is/publication/1267

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.