Fréttablaðið - 12.10.2017, Qupperneq 8
Það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við fólkið sitt og náttúruna. Á fjórhjóladrifnum KODIAQ
með val um sjö sæti og glerþak, getur þú sameinað þetta tvennt og notið þess að ferðast með ánægju.
Endurnýjaðu tengslin við það mikilvægasta í lífinu á nýjum ŠKODA KODIAQ.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ www.skoda.is
ENDURNÝJAÐU TENGSLIN
VIÐ ÞAÐ MIKILVÆGA Í LÍFINU
NÝR ŠKODA KODIAQ MEÐ MÖGULEIKA Á 7 SÆTUM.
ŠKODA KODIAQ frá:
5.460.000 kr.
Viðskipti Stjórn Fáfnis Offshore
hefur afskrifað 1.134 milljóna króna
fjárfestingu í hálfkaraða olíuþjón
ustuskipinu Fáfni Viking sem aldr
ei verður afhent. Fyrirtækið, sem
er að stórum hluta í eigu íslenskra
lífeyrissjóða, var rekið með 244
milljóna króna tapi í fyrra en tekjur
þess jukust um 27 prósent milli ára
og námu 626 milljónum.
Norska skipasmíðastöðin Hav
yard AS rifti í ársbyrjun samningi
frá mars 2014 við Fáfni Offshore, sem
rekur sérútbúna olíuþjónustuskipið
Polarsyssel, um smíði Fáfnis Viking
sem var þá metið á um fimm millj
arða króna. Afhendingu þess hafði
þá verið seinkað tvívegis sökum
verkefnaskorts hjá íslenska fyrir
tækinu sem rekja mátti til mikillar
lækkunar olíuverðs. Smíði skipsins
var síðar færð í dótturfélag Fáfnis
Offshore, einkahlutafélagið Polar
Maritime, að kröfu sýslumanns
embættisins á Svalbarða sem hefur
leigt Polarsyssel í níu mánuði á ári og
þannig skapað eina verkefni Fáfnis.
Samkvæmt nýjum ársreikningi
fyrirtækisins fyrir 2016, sem Frétta
blaðið hefur undir höndum, greiddi
Fáfnir jafnvirði 169 milljóna króna
til Havyard þegar afhendingu
skipsins var frestað í annað sinn
og smíðin færð í dótturfélagið. Þar
heitir skipið ekki lengur Fáfnir
Viking heldur Hull 126 eða Skips
skrokkur 126. Hafði fyrirtækið áður
greitt Havyard 965 milljónir króna.
Norska skipasmíðastöðin yfirtók
Fáfni Viking þegar samningnum var
rift 2. janúar síðastliðinn.
Polarsyssel var í árslok 2016
metið á 278 milljónir norskra króna
eða 3,7 milljarða króna. Það hefur
fallið í virði um 64 milljónir norskra
króna í bókum Fáfnis á tveimur
árum eða um 850 milljónir króna.
Fáfnir Offshore var stofnað 2012
af Steingrími Erlingssyni, fyrr
verandi forstjóra félagsins. Fram
takssjóðurinn Akur, sem er í eigu
þrettán lífeyrissjóða, Íslandsbanka
og VÍS, er stærsti eigandi félagsins
með 35 prósent. Þar á eftir kemur
annar framtakssjóður, Horn II, í
eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrir
tækja og fagfjárfesta, með 24,3 pró
sent. Sjávarsýn, fjárfestingarfélag
Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi
forstjóra Glitnis, á 11,5 prósent.
Félagið Haldleysi, sem hét áður
Fáfnir Holding og var í eigu Stein
gríms, er skráð fyrir 10,5 prósentum
en félagið var tekið til gjaldþrota
skipta í ágúst. Fréttablaðið greindi
í júní síðastliðnum frá því að Stein
grímur hefur stefnt Fáfni Offshore.
Krefst hann þess að fá greiddan sex
mánaða uppsagnarfrest og orlof en
honum var sagt upp störfum í des
ember 2015. Aðalmeðferð í málinu
mun hefjast 1. desember næstkom
andi. Stjórnendur Fáfnis telja hann
ekki hafa staðið við skyldur sínar á
uppsagnarfresti og hafa gert gagn
kröfu. haraldur@frettabladid.is
Afskrifuðu Fáfni Viking sem
kostaði rúman milljarð króna
Fáfnir Offshore hefur fært niður fjárfestingu í olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking. Norsk skipasmíðastöð
yfirtók hálfkarað skipið eftir að samningi um smíði þess var rift í ársbyrjun. Fáfnir tapaði 244 milljónum
króna í fyrra. Eina skip félagsins, Polarsyssel, er í útleigu á Svalbarða og skilar 600 milljónum í tekjur á ári.
Polarsyssel var afhent Fáfni Offshore í mars 2014. Mynd/FáFnir OFFshOre
1.134
milljóna króna fjárfesting
Fáfnis Offshore hefur
verið afskrifuð.
Landbúnaður 132 tonn af lamba
kjöti voru flutt út í ágúst fyrir um 60
milljónir króna. Kílóverðið var því
um 450 krónur.
Sláturtíð er nú í algleymingi og
nýtt kjöt komið í birgðageymslur
sláturhúsa og afurðastöðva. Kjötið í
ágúst er úr síðustu sláturtíð.
23 tonn af lambaskrokkum voru
seld út fyrir um 515 krónur á kílóið.
Um 30 tonn voru seld af lamba
bógum á 385 krónur kílóið. – sa
130 tonn seld út
bandaríkin Að minnsta kosti 150 er
saknað og sautján hafa látist í skógar
eldum í norðurhluta Kaliforníu. Eld
arnir kviknuðu á sunnudag en lög
regla greindi frá tölunum í gær.
Að minnsta kosti 2.000 byggingar
hafa eyðilagst. BBC segir að í Santa
Rosa, norður af San Francisco, hafi
heil hverfi brunnið til grunna.
„Það eru hundruð eða þúsundir
ekra þarna úti sem við höfum ekki
haft tækifæri á að leggja mat á,“ sagði
slökkviliðsstjórinn Ken Pimlott við
BBC. – þea
Sautján látnir
í skógareldum
eldar í Kaliforníu. nOrdicPhOtOs/AFP
1 2 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F i M M t u d a G u r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a b L a ð i ð
1
2
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
F
4
-B
0
9
0
1
D
F
4
-A
F
5
4
1
D
F
4
-A
E
1
8
1
D
F
4
-A
C
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
7
2
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K