Fréttablaðið - 12.10.2017, Page 8

Fréttablaðið - 12.10.2017, Page 8
Það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við fólkið sitt og náttúruna. Á fjórhjóladrifnum KODIAQ með val um sjö sæti og glerþak, getur þú sameinað þetta tvennt og notið þess að ferðast með ánægju. Endurnýjaðu tengslin við það mikilvægasta í lífinu á nýjum ŠKODA KODIAQ. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ www.skoda.is ENDURNÝJAÐU TENGSLIN VIÐ ÞAÐ MIKILVÆGA Í LÍFINU NÝR ŠKODA KODIAQ MEÐ MÖGULEIKA Á 7 SÆTUM. ŠKODA KODIAQ frá: 5.460.000 kr. Viðskipti Stjórn Fáfnis Offshore hefur afskrifað 1.134 milljóna króna fjárfestingu í hálfkaraða olíuþjón­ ustuskipinu Fáfni Viking sem aldr­ ei verður afhent. Fyrirtækið, sem er að stórum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, var rekið með 244 milljóna króna tapi í fyrra en tekjur þess jukust um 27 prósent milli ára og námu 626 milljónum. Norska skipasmíðastöðin Hav­ yard AS rifti í ársbyrjun samningi frá mars 2014 við Fáfni Offshore, sem rekur sérútbúna olíuþjónustuskipið Polarsyssel, um smíði Fáfnis Viking sem var þá metið á um fimm millj­ arða króna. Afhendingu þess hafði þá verið seinkað tvívegis sökum verkefnaskorts hjá íslenska fyrir­ tækinu sem rekja mátti til mikillar lækkunar olíuverðs. Smíði skipsins var síðar færð í dótturfélag Fáfnis Offshore, einkahlutafélagið Polar Maritime, að kröfu sýslumanns­ embættisins á Svalbarða sem hefur leigt Polarsyssel í níu mánuði á ári og þannig skapað eina verkefni Fáfnis. Samkvæmt nýjum ársreikningi fyrirtækisins fyrir 2016, sem Frétta­ blaðið hefur undir höndum, greiddi Fáfnir jafnvirði 169 milljóna króna til Havyard þegar afhendingu skipsins var frestað í annað sinn og smíðin færð í dótturfélagið. Þar heitir skipið ekki lengur Fáfnir Viking heldur Hull 126 eða Skips­ skrokkur 126. Hafði fyrirtækið áður greitt Havyard 965 milljónir króna. Norska skipasmíðastöðin yfirtók Fáfni Viking þegar samningnum var rift 2. janúar síðastliðinn. Polarsyssel var í árslok 2016 metið á 278 milljónir norskra króna eða 3,7 milljarða króna. Það hefur fallið í virði um 64 milljónir norskra króna í bókum Fáfnis á tveimur árum eða um 850 milljónir króna. Fáfnir Offshore var stofnað 2012 af Steingrími Erlingssyni, fyrr­ verandi forstjóra félagsins. Fram­ takssjóðurinn Akur, sem er í eigu þrettán lífeyrissjóða, Íslandsbanka og VÍS, er stærsti eigandi félagsins með 35 prósent. Þar á eftir kemur annar framtakssjóður, Horn II, í eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrir­ tækja og fagfjárfesta, með 24,3 pró­ sent. Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóra Glitnis, á 11,5 prósent. Félagið Haldleysi, sem hét áður Fáfnir Holding og var í eigu Stein­ gríms, er skráð fyrir 10,5 prósentum en félagið var tekið til gjaldþrota­ skipta í ágúst. Fréttablaðið greindi í júní síðastliðnum frá því að Stein­ grímur hefur stefnt Fáfni Offshore. Krefst hann þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof en honum var sagt upp störfum í des­ ember 2015. Aðalmeðferð í málinu mun hefjast 1. desember næstkom­ andi. Stjórnendur Fáfnis telja hann ekki hafa staðið við skyldur sínar á uppsagnarfresti og hafa gert gagn­ kröfu. haraldur@frettabladid.is Afskrifuðu Fáfni Viking sem kostaði rúman milljarð króna Fáfnir Offshore hefur fært niður fjárfestingu í olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking. Norsk skipasmíðastöð yfirtók hálfkarað skipið eftir að samningi um smíði þess var rift í ársbyrjun. Fáfnir tapaði 244 milljónum króna í fyrra. Eina skip félagsins, Polarsyssel, er í útleigu á Svalbarða og skilar 600 milljónum í tekjur á ári. Polarsyssel var afhent Fáfni Offshore í mars 2014. Mynd/FáFnir OFFshOre 1.134 milljóna króna fjárfesting Fáfnis Offshore hefur verið afskrifuð. Landbúnaður 132 tonn af lamba­ kjöti voru flutt út í ágúst fyrir um 60 milljónir króna. Kílóverðið var því um 450 krónur. Sláturtíð er nú í algleymingi og nýtt kjöt komið í birgðageymslur sláturhúsa og afurðastöðva. Kjötið í ágúst er úr síðustu sláturtíð. 23 tonn af lambaskrokkum voru seld út fyrir um 515 krónur á kílóið. Um 30 tonn voru seld af lamba­ bógum á 385 krónur kílóið. – sa 130 tonn seld út bandaríkin Að minnsta kosti 150 er saknað og sautján hafa látist í skógar­ eldum í norðurhluta Kaliforníu. Eld­ arnir kviknuðu á sunnudag en lög­ regla greindi frá tölunum í gær. Að minnsta kosti 2.000 byggingar hafa eyðilagst. BBC segir að í Santa Rosa, norður af San Francisco, hafi heil hverfi brunnið til grunna. „Það eru hundruð eða þúsundir ekra þarna úti sem við höfum ekki haft tækifæri á að leggja mat á,“ sagði slökkviliðsstjórinn Ken Pimlott við BBC. – þea Sautján látnir í skógareldum eldar í Kaliforníu. nOrdicPhOtOs/AFP 1 2 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F i M M t u d a G u r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a b L a ð i ð 1 2 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D F 4 -B 0 9 0 1 D F 4 -A F 5 4 1 D F 4 -A E 1 8 1 D F 4 -A C D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.