Fréttablaðið - 12.10.2017, Page 16
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105
reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Þorbjörn
Þórðarson
thorbjorn@frettabladid.is
Sú kynslóð sem hefur rutt brautina fyrir okkur hin á skilið að lifa áhyggjulausu lífi. Við hin sem höfum tekið við og störfum að málum til að bæta sam-
félagið verðum að tryggja að aldraðir þurfi ekki að bíða
áhyggjufullir eftir þjónustu- og hjúkrunaríbúðum, hafi
val um að vinna og þurfi ekki að borga háar fjárhæðir í
tannlæknakostnað.
Framsókn vill stórátak í byggingu á þjónustuíbúðum
og hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Við viljum byggja
300 nýjar íbúðir á ári fyrir aldraða næstu árin. Biðlistar
eru langir og munu lengjast verði ekki gripið til aðgerða.
Framsókn vill leita eftir samstarfi við lífeyrissjóðina
um að fjárfesta fyrir minnst 10 milljarða árlega í hag-
kvæmum þjónustu- og hjúkrunaríbúðum fyrir aldraða í
þeim sveitarfélögum þar sem þörfin er brýnust. Lífeyris-
sjóðirnir þurfa fleiri fjárfestingarkosti og gæti þessi leið
verið samfélagslega hagkvæm.
Framsókn vill afnema frítekjumarkið af atvinnu-
tekjum. Margir þeir sem eru komnir á efri ár og eiga
rétt á lífeyri frá almannatryggingum vilja halda áfram
að vinna. Fólk á rétt á að hafa val. Þeir sem vilja og geta
unnið eiga að fá tækifæri til þess. Fátt er jafn ömurlegt
og að langa til að halda áfram á atvinnumarkaðnum en
upplifa neikvæða umbun í formi skerðingar á lífeyri.
Atvinnuþátttaka aldraðra leiðir til betri heilsu og heil-
brigðara samfélags.
Framsókn vill einnig setja 1 milljarð strax í aukna
niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði aldraðra. Rann-
sóknir hafa sýnt að tannheilsu aldraðra hefur hrakað
síðastliðin ár. Hver skyldi vera orsökin fyrir því? Tann-
læknakostnaður getur verið stór biti að kyngja fyrir
marga. Sérstaklega ef innkoman er bundin við lágmarks-
lífeyri. Ríkið verður að standa við loforð um að greiða
niður 75% af kostnaðinum. Gjaldskrá um endurgreiðslu
aldraðra þarf að uppfæra svo hún endurspegli hækkanir
síðustu ára.
Við höfum forsendur til að framkvæma þessi atriði.
Afgangur er af ríkisrekstri og sveigjanleikinn er til staðar.
Aldraðir eiga að geta lifað eðlilegu, áhyggjulausu lífi og
fá að taka þátt í samfélaginu. Getum við ekki öll verið
sammála um það?
Minni áhyggjur – meira val
Sigurður Ingi
Jóhannsson
formaður Fram-
sóknarflokksins
2017
Aldraðir eiga
að geta lifað
eðlilegu,
áhyggjulausu
lífi og fá að
taka þátt í
samfélaginu.
Getum við
ekki öll verið
sammála um
það?
Stór hluti
miðjunnar í
íslenskum
stjórnmálum
er horfinn.
FYRIR FLESTAR
GERÐIR BÍLA...
GORMAR
HÖGGDEYFAR
VANRÆKTU EKKI VIÐHALDIÐ!
STÁL OG STANSAR | SÍMI: 517-5000 | VAGNHÖFÐI 7 | STALOGSTANSAR.IS
Miðað við skoðanakannanir undanfarinna daga er ljóst að mikill mannauður yfirgefur þingið eftir 28. október enda eiga tveir til þrír miðjuflokkar á hættu að þurrkast út í kosningunum.
Hverjar eru skýringar þess að jafnaðarmenn hafa
tapað svona miklu fylgi alls staðar í Evrópu? Skýringuna
má líklega að hluta rekja til þess að jafnaðarmanna-
flokkar hafa misst tengsl við fortíð sína og þann jarðveg
sem þeir spruttu upp úr. Þá hefur sósíaldemókrötum
mistekist að ræða efnislegt inntak ójöfnuðar. Þeir
hafa sett stefnumál á oddinn sem varða ekki brýnustu
aðkallandi hagsmunamál launafólks. Lítið fer fyrir
umræðu um þá staðreynd að alþjóðleg stórfyrirtæki
hafa lækkað framleiðslukostnað gríðarlega á undan-
förnum áratugum en aðeins skilað broti af gróðanum í
vasa neytenda.
Sósíaldemókratar á Íslandi hafa á ný tvístrast þvert
yfir hið pólitíska svið þótt margir þeirra hafi fylkt sér
um Vinstri græna. Þrátt fyrir róttæk stefnumál virðist
VG hafa tekið við hlutverki stóra jafnaðarmannaflokks-
ins þótt mikið fylgi við flokkinn sé líklega vísbending
um að einstaka persónur og traust til þeirra sé farið að
skipta meira máli en stefnumálin. Hér er að sjálfsögðu
vísað til persónufylgis Katrínar Jakobsdóttur en enginn
annar forystumaður stjórnmálaflokks nýtur jafn mikils
trausts meðal almennings og hún.
Samfylkingin virðist hafa endurheimt hluta af
kjarnafylgi sínu. Fyrir alþingiskosningarnar 1995 tapaði
Alþýðuflokkurinn talsverðu fylgi til klofningsfram-
boðsins Þjóðvaka. Rétt fyrir kjördag náði flokkurinn
þó að snúa við blaðinu og fékk 11,4 prósent og sjö
þingmenn kjörna sem var kannski kjarnafylgi flokksins
á þeim tíma. Gamla kratafylgið hefur að einhverju leyti
skilað sér „heim“ til Samfylkingarinnar fyrir komandi
kosningar þótt stuðningur við flokkinn sé bara brot af
því sem hann var upp úr síðustu aldamótum.
Það eru ekki bara jafnaðarmenn sem hafa tvístrast út
um allt. Stór hluti miðjunnar í íslenskum stjórnmálum
er horfinn. Miðað við skoðanakannanir síðustu daga
og vikna eiga tveir til þrír miðjuflokkar á hættu að
þurrkast út í kosningunum. Það er erfitt að segja hversu
áhrifagjarnir kjósendur eru upp til hópa eða hversu
óöruggir þeir eru með eigin sannfæringu. Eru margir
kjósendur að yfirgefa miðjuna því hún hefur tapað trú-
verðugleika? Stökkva stuðningsmenn miðjuflokkanna
frá borði því þeir hafa dalað í könnunum? Vera kann
að margir vilji að þessu sinni ráðstafa atkvæði sínu til
sterkra flokka og tengja nýleg framboð við óöryggi og
óstöðugleika.
Ef Björt framtíð og Viðreisn komast ekki yfir 5 pró-
senta þröskuldinn hverfur mikill mannauður af þingi.
Framsóknarflokkurinn er líka í hættu. Ef til vill sjáum
við núna með skýrum hætti ókosti 5 prósenta þrösk-
uldsins sem innleiddur var með stjórnarskrárbreyting-
unum 1999. Hætt er við því að flokkar sem eiga 10-15
prósent í samanlögðu atkvæðamagni eigi enga fulltrúa
á Alþingi eftir kosningar. Það er slæmt fyrir lýðræðið í
landinu.
Miðjan horfin
Sviptingar í Viðreisn
Benedikt Jóhannesson er ekki
lengur formaður Viðreisnar en á
fundi ráðgjafaráðs flokksins í gær
var ákveðið að Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir tæki við embætt-
inu. Líklega er hún betur til þess
fallin að halda flokknum á þingi
enda færari stjórnmálamaður,
reyndari og mælskari. Viðreisn
hefur mælst undir fimm prósenta
þröskuldinum alræmda og hefur
stefnt í að flokkurinn detti af
þingi, aðeins ári eftir að hann fékk
sjö menn kjörna. Orð Benedikts
Jóhannessonar í Ríkissjónvarpinu
fyrr í vikunni voru svo ekki til þess
fallin að bæta stöðuna enda baðst
formaðurinn þáverandi afsökunar
á þeim morguninn eftir.
Eitt stórt samsæri
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son er enn á þeirri skoðun að
atburðarásin sem varð til þess að
hann missti forsætisráðuneytið
og formannsstólinn í Fram-
sóknarflokknum sé eitt stórt
samsæri. Í gær spurði Sigmundur
Davíð hvort það væri líklegt að
það sé tilviljun að fréttir um að
nafn hans sé í gögnum sem þýska
alríkislögreglan hefur miðlað til
íslenskra yfirvalda birtist korteri
fyrir kosningar. Áður hefur Sig-
mundur Davíð sagt að Panama-
skjölin séu komin frá athafna-
manninum George Soros sem
hefur verið alræmdur á meðal
samsæriskenningasmiða víða
um heim undanfarin misseri.
thorgnyr@frettabladid.is
1 2 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F I M M t U D A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð
SKOÐUN
1
2
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
F
4
-9
7
E
0
1
D
F
4
-9
6
A
4
1
D
F
4
-9
5
6
8
1
D
F
4
-9
4
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
7
2
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K