Fréttablaðið - 12.10.2017, Síða 18

Fréttablaðið - 12.10.2017, Síða 18
Alþingiskosningar fara fram 28. október nk. Sem eldri borgari geri ég kröfu til þess, að frambjóðendur skýri frá stefnu sinni í málefnum aldraðra og öryrkja. Mál þeirra hafa verið í ólestri undanfarið, einkum kjara- málin. En lífeyri aldraðra og öryrkja hefur verið haldið svo mjög niðri, að engin leið hefur verið að lifa af þeim lífeyri, sem stjórnvöld hafa skammtað þeim. Þeir hafa ekki haft nóg fyrir öllum útgjöldum og oft hafa lyf eða læknishjálp orðið útundan; það er mannréttinda- brot. Ég er að tala um þá sem hafa eingöngu tekjur frá almannatrygg- ingum. Ég tel vegna þeirrar uppsveiflu sem nú er í efnahagslífi þjóðarinnar Lífeyrir aldraðra hækki strax í 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt Verðtryggingin er mikill skað-valdur fyrir heimilin í landinu. Verðtrygging lána veltir allri áhættu af verðbólgu framtíðarinn- ar yfir á heimilin en gerir banka og lánveitendur stikk-frí. Verðtrygging er ósanngjarn lánasamningur sem banna ætti með lögum. Enginn lán- veitandi ætti að geta tryggt sig gegn framtíðarverðbólgu á kostnað heim- ila. Sé það leyft hafa lánastofnanir landsins lítinn hvata til að vinna gegn verðbólgu. Bankarnir eiga svo mikið af verðtryggðum útlánum að þeir hagnast um 2-3 milljarða fyrir hvert prósent sem verðlag hækkar. Þetta er viðsjárverð staða fyrir heimilin því bankar geta með þessu haft áhrif á verðlagsþróun. Það er að sjálfsögðu óásættanlegt að bankar geti hagnast á verðbólgu á kostnað heimilanna. Erlendir og innlendir hagfræðingar vara eindregið við verðtryggingu íbú- ðalána. Til dæmis geti efnahagsáföll og gengislækkun leitt til stökkbreyt- ingar verðtryggðra lána. Einnig hafa verið færð rök fyrir því að verðtrygg- ingin dragi svo úr virkni stýrivaxta að þeir þurfi að vera hærri en ella auk þess sem verðtryggð íbúðalán ýti undir hringrás verðlagshækkana. Á meðan löglegt er að bjóða upp á verðtryggð lán munu mörg heimili freistast til að taka á sig áhættu af verðbólgu framtíðarinnar í þeirri von að hún raungerist ekki. Mörg heimili munu áfram taka verðtryggð jafn- greiðslulán þótt vitað sé að höfuðstóll þeirra hækkar fyrstu tuttugu árin og skuldastreðið standi út starfsævina. Þess vegna telur Framsókn nauð- synlegt að afnema verðtryggingu neytendalána svo þeim bjóðist kjör sem heimili ráða við. Setja þarf bann við veitingu nýrra verðtryggðra lána, létta greiðslubyrði óverðtryggðra lána og skapa hvata og stuðning til að umbreyta verðtryggðum skuldum í óverðtryggð lán. Ýmsar útfærslur eru mögulegar til að ná þessum markmið- um. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram frumvörp um afnám verðtrygg- ingar og er reiðubúinn til að vinna að þessu mikilvæga verkefni í samráði við aðra þingflokka. Ávinningur þess að banna verð- tryggingu og umbreyta eldri lánum í óverðtryggð lán er margþættur og munu vextir óverðtryggðra lána lækka. Peningastefnutæki Seðlabank- ans verða skilvirkari og stýrivextir og vaxtastig lækka. Verðbólguáhættu framtíðarinnar verður deilt jafnar milli lánveitenda og heimilanna. Komi til verðbólguskots mun ekki þurfa að hækka vexti jafn mikið til að slá á á þensluna. Bankar munu ekki geta velt allri verðbólgunni yfir í vaxtastigið og þeir munu ekki geta bætt sjálfum sér verðbólguna á kostnað heimila með því að hækka eftirstöðvar lána. Afnám verðtryggingarinnar er mesta kjarabót sem hægt er að ná fram fyrir heimilin í landinu. Lífið á nefni- lega að snúast um ýmislegt annað og meira en bara strita fyrir steypu. Afnemum verðtrygginguna Save the Children á Íslandi að tímabært sé að gera myndar- lega lagfæringu á kjörum aldraðra og öryrkja þannig að lífeyrisþegar þurfi ekki áfram að bera kvíðboga fyrir morgundeginum. Tillaga mín er þessi: Lífeyrir aldraðra hækki strax eftir kosningar í 320 þúsund krónur á mánuði eftir skatt (425 þúsund kr. á mán. fyrir skatt). Það er ekki unnt að lifa mannsæmandi lífi af lægri upphæð. Þessi upphæð er í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar en samkvæmt könn- un á meðaltalsútgjöldum einhleyp- inga í landinu er þetta sú upphæð sem einstaklingar nota að meðal- tali til neyslu. Skattar eru ekki inni í þeirri tölu hjá Hagstofunni og því er þessi upphæð í samræmi við lífeyri TR eftir skatt. Síst of mikið fyrir eldri borgara Einhverjum finnst ef til vill að það sé of mikið fyrir aldraða að hafa 320 þúsund kr. á mánuði í lífeyri frá TR eftir skatt, miðað við að þeir hafi engar aðrar tekjur. Það finnst mér ekki. Meðallaun í land- inu eru 667 þúsund kr. á mánuði samkvæmt nýrri launarannsókn Hagstofunnar. Það er fyrir skatt. Alþingismenn hafa 1,2 milljónir kr. á mánuði og ráðherrar hafa 1,8 milljón á mánuði. Forsætisráðherra hefur rúmar 2 milljónir á mánuði. Þessar greiðslur eru fyrir utan auka- sporslur og hlunnindi. Forstjórar og framkvæmdastjórar fyrirtækja hafa 1,6 millj. kr. á mánuði. Miðað við þessi háu laun er það ekki mikið þó eldri borgarar, sem lokið hafa vinnudegi sínum, hafi 320 þúsund á mánuði. Þetta eru þeir, sem skapað hafa þetta þjóðfélag. Vantar fleiri hjúkrunarheimili Enda þótt kjaramálin séu mikilvæg- ust eru önnur mál einnig mikilvæg. Til dæmis vantar fleiri hjúkrunar- heimili. Biðlistar eru langir eftir rými þar; erfitt fyrir eldri borgara að komast þar inn. Byggja verður fleiri hjúkrunarheimili. Einnig þarf að búa betur að heimahjúkrun svo eldri borgarar geti verið sem lengst heima. Heimahjúkrun er undir- mönnuð og býr við fjárskort. Úr því þarf að bæta. Björgvin Guð- mundsson viðskipta­ fræðingur 2017 Enda þótt kjaramálin séu mikilvægust eru önnur mál einnig mikilvæg. Til dæmis vantar fleiri hjúkrunar- heimili. Lárus S. Lárusson skipar 1. sæti Framsóknar­ flokksins í Reykjavík norður 2017 Það er að sjálfsögðu óásættan legt að bankar geti hagnast á verðbólgu á kostnað heimilanna. Vöðva eða liðverkir? Voltaren Gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi Voltaren Gel - njótum þess að hreyfa okkur Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Voltaren_Gel 5x10.indd 1 31/03/2017 13:44 Þjónustumiðstöð tónlistarfólks 1 2 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F I M M t U D A G U r18 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð 1 2 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D F 4 -8 4 2 0 1 D F 4 -8 2 E 4 1 D F 4 -8 1 A 8 1 D F 4 -8 0 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.