Fréttablaðið - 12.10.2017, Qupperneq 32
Sífellt fleiri vinnustaðir halda upp á bleika daginn. Hér er starfsfólk Akranes-
kaupstaðar í bleiku á Bleika daginn 2016. Stefán Þór Steindórsson, byggingar-
fulltrúi bæjarins (annar frá vinstri í fremstu röð), saumaði fánann.
Bleiki dagurinn verður haldinn hátíðlegur á morgun, föstudaginn 13. október, en þá eru
landsmenn hvattir til að sýna sam
stöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt
í fyrirrúmi. Dagurinn hefur notið
sívaxandi vinsælda undanfarin
ár og sífellt fleiri skipuleggja bleik
kaffiboð í vinnunni og heimafyrir.
Hugmyndin er að vekja athygli á
árvekniátaki Bleiku slaufunnar og
baráttunni gegn krabbameinum
hjá konum.
Ef fyrirtæki og félagasamtök vilja
nota tækifærð og styrkja bleiku
slaufuna á einhvern hátt eru til þess
ýmsar leiðir. Hægt er að láta hluta
af ágóða af sölu ákveðinnar vöru
renna til félagsins eða gefa hlut af
veltu dagsins eða bleika mánaðar
ins, ef því er að skipta. Þá er hægt að
gefa fasta upphæð af hverri færslu
eða stakt framlag. Eins er hægt að
vekja athygli á átakinu með því að
skreyta með bleiku eða standa fyrir
bleiku boði svo dæmi séu nefnd.
Á vef Bleiku slaufunnar segir
að bleiki mánuðurinn sé kjörinn
fyrir fyrirtæki sem vilja fá jákvæða
athygli og láta gott af sér leiða. Sam
kvæmt könnun sem Maskína gerði
fyrir Krabbameinsfélagið vorið
2016 eru 85% þeirra sem svöruðu
líklegri til að kaupa vöru þar sem
hluti af söluandvirðinu rennur til
Bleiku slaufunnar ef um er að ræða
val á milli tveggja sambærilegra
vara á sambærilegu verði.
Krabbameinsfélagið hvetur alla
til að taka skemmtilegar bleikar
myndir af sér, vinahópum eða
vinnustöðum, merkja þær #bleika
slaufan og senda á á netfangið
bleikaslaufan@krabb.is. Þær eru í
framhaldinu birtar á Facebooksíðu
Bleiku slaufunnar.
Allar nánari upplýsingar er að finna
á bleikaslaufan.is.
Landsmenn hvattir til að
sýna samstöðu í bleiku
Starfsfólk Eimskips gerði sér glaðan
dag á bleika daginn í fyrra.
Ekki reykja
Fólk sem reykir er 3 til 4 sinnum líklegra til að
fá aldursbundna augnbotnahrörnun. Með því að
hætta að reykja núna, dregurðu úr líkunum á því
að þú fáir aldursbundna augnbotnahrörnun.
Borðaðu hollan mat og hreyfðu þig
Borðaðu vítamínauðugan mat. Ofþyngd, kyrrseta
og hár blóðþrýstingur eru áhættuþættir sem geta
valdið sjúkdómum í augum.
Verndaðu augun þín frá sólarljósi
Notaðu hatt og sólgleraugu með að minnsta kosti
98% vörn gegn útfjólubláum geislum sólarinnar.
Notaðu öryggisgleraugu
Notaðu viðurkennd öryggisgleraugu þegar þú
stundar íþróttir eða vinnur með verkfæri.
Íhugaðu vítamíninntöku
Ef þú hefur þurra aldursbundna augnbotna-
hrörnun skaltu ráðfæra þig við augnlækninn þinn
um vítamín fyrir augun.
Farðu reglulega í augnskoðun
Þú getur verið með alvarlegan sjúkdóm, án
einkenna. Sumir augnsjúkdómar geta þróast
hratt ef þeir eru ekki meðhöndlaðir.
Hlúðu vel að sjóninni
E
F P
T O Z
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda ein stak linga
Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík | Sími: 54 55 800 | midstod.is
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð
fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga
Ekki reykja
Fólk sem reykir er 3 til 4 sinnum líklegra til að
fá aldursbundna augnbotnahrörnun. Með því að
hætta að reykja núna, dregurðu úr líkunum á því
að þú fáir aldursbundna augnbotnahrörnun.
Borðaðu hollan mat og hreyfðu þig
Borðaðu vítamínauðugan mat. Ofþyngd, kyrrseta
og hár blóðþrýstingur eru áhættuþættir sem geta
valdið sjúkdómum í augum.
Verndaðu augun þín frá sólarljósi
Notaðu hatt og sólgleraugu með að minnsta kosti
98% vörn gegn útfjólubláum geislum sólarinnar.
Notaðu öryggisgleraugu
Notaðu viðurkennd öryggisgleraugu þegar þú
stundar íþróttir eða vinnur með verkfæri.
Íhugaðu vítamíninntöku
Ef þú hefur þurra aldursbundna augnbotna-
hrörnun skaltu ráðfæra þig við augnlækninn þinn
um vítamín fyrir augun.
Farðu reglulega í augnskoðun
Þú getur verið með alvarlegan sjúkdóm, án
einkenna. Sumir augnsjúkdómar geta þróast
hratt ef þeir eru ekki meðhöndlaðir.
Hlúðu vel að sjóninni
E
F P
T O Z
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda ein stak linga
Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík | Sími: 54 55 800 | midstod.is
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð
fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga
Í dag er alþjóðlegi sjónverndardagurinn en hann er haldinn annan fimmtudag í október ár hvert. Tilgangur
dagsins er að beina sjónum almennings að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra
og vörnum gegn sjónmissi. Í tilefni dagsins vill Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og
daufblinda einstaklinga benda á nokkur atriði sem almenningur getur gert til að hlúa að sjóninni:
Hvernig föt kaupir þú oftast? Ég kaupi oftast þægileg föt og efnið þarf að vera mjúkt
og teygjanlegt. Ég þoli ekki efni
sem stinga og klóra. Ég elska víðar
peysur, víðar skyrtur, teygjan
legar buxur. Allt sem er auðvelt að
hreyfa sig í. Ég er enginn tískugúrú
en veit samt nákvæmlega hvað ég
fíla. Ef það væri til nafn yfir minn
stíl þá væri það sennilegast eitt
hvað í þessa áttina: „Smekklega en
afslappaða týpan“. Eða kannski
bara „dansaralufsan, sem er alltaf
með úfið hárið en stundum svona
semí meðetta“.
Hvar kaupir þú föt? Ég kaupi föt
mest í útlöndum. Mínar uppá
haldsbúðir eru: & Other Stories,
Monki og Urban Outfitters. En hér
heima versla ég mest í Maiu, Zöru
og Sautján. Vildi óska að ég hefði
efni á að versla í Geysi.
Hvað er málið í haust og vetur?
Haustin eru uppáhaldstíminn
minn því þá fer maður í öll kósí
fötin og hlýju yfirhafnirnar. Ég
er mjög einföld þegar það kemur
að fötum. Þegar ég fíla eitthvað
þá væri ég mest til í að eiga það í
mörgum litum svo ég gæti bara
alltaf valið mér það sama. Fyrir
mig er málið að vera bara í kósí
peysum, gallabuxum og flottum
yfirhöfnum. Poppa sig síðan upp
með Orra Finn, sem er uppáhalds
skartið mitt.
Finnst þér gaman að klæða þig
upp á? Mér finnst klárlega gaman
að vera fín í partíum og einstaka
sinnum fer maður í glimmergall
ann og tryllta kjóla. En þegar ég
er búin að vera mikið að sýna þá
nenni ég ekki alltaf að fara í enn
annan tryllta gallann, frekar bara
í klassískan afslappaðan kjól og
lufsast um.
Hver er uppáhaldsflíkin þín? Vá!
Erfið spurning. Ég held að ég verði
að segja víða fallega bláa skyrtan
mín, sem ég á í nokkrum litum,
haha. Hún er uppáhalds því hún er
víð, þægileg en samt hugguleg og ég
er alveg fín í henni. Ég fékk hana í &
Other Stories. Ég væri til í að kaupa
lagerinn hjá þeim af skyrtum.
Áttu þér uppáhaldshönnuð? Ég
á mér einn uppáhaldshönnuð á
Íslandi og hún er snillingur. Það er
engin önnur en sundboladrottn
ingin Erna Bergmann sem hannar
Swimslowsundbolina. Einstök
klassík.
Ertu veik fyrir aukahlutum? Ég
elska góða skó, en á mjög fáa skó.
Vantar klárlega fleiri í skápinn, er
oft í vandræðum. En ég er veikust
fyrir skarti. Ég elska Orra Finn og
Kríu.
Hvað er á döfinni hjá þér núna?
Akkúrat núna er ég á leiðinni inn
í frumsýningartörn á nýja verkinu
mínu sem heitir Ég býð mig fram og
verður frumsýnt í Mengi þann 26.
október. Ég sendi bréf til þrettán
listamanna og bauð þeim að semja
örverk sem ég myndi flytja. Allir
sögðu já þannig að ég er á hlaupum
alla daga að hitta þessa snillinga og
henda mér í hin ýmsu hlutverk og
ævintýri, syngjandi, leikandi, dans
andi og margt margt fleira.
Smekklega „dansaralufsan“
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er dansari og danshöfundur sem stendur fyrir litlu listahátíðinni Ég
býð mig fram sem fram fer í Mengi. Hún segist vera að henda sér í alls kyns hlutverk þessa dagana.
Haustið er í uppáhaldi hjá Unni því það kallar á stórar hlýjar peysur.
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@365.is
Bláa skyrtan gengur við hvað sem er.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . o K tÓ B E R 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R
1
2
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
F
4
-B
5
8
0
1
D
F
4
-B
4
4
4
1
D
F
4
-B
3
0
8
1
D
F
4
-B
1
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
7
2
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K