Fréttablaðið - 12.10.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.10.2017, Blaðsíða 38
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@365.is 6 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . o K tó B e R 2 0 1 7 F I M MT U DAG U RvetRARdeKK Margir átta sig ekki á hættunni af snjalltækjanotkun undir stýri. NoRdICPHotoS/GettY Þann 19. september síðastliðinn hóf Slysavarnafélagið Lands-björg átakið „Vertu snjall undir stýri“. Átakið snýst um að fá fólk til að hætta að nota snjalltæki í akstri. „Þetta er orðið mikið vandamál og ein okkar mesta vá í umferðinni. Við ætlum að leggja okkar á vogarskál- arnar til að snúa þessari þróun við,“ segir Jónína Kristín Snorradóttir, slysavarnafulltrúi hjá Landsbjörg. „Samgöngustofa hefur verið með flott verkefni sem höfðar meira til ungs fólks og við ákváðum að nota aðra nálgun og ná til þeirra sem eru eldri og atvinnubílstjóra.“ „Við hófum samstarf við fyrirtæki sem eru í atvinnuakstri og starfs- menn þeirra og þannig náum við árangri,“ segir Jónína. „Þetta leiðir til hugarfarsbreytingar hjá þeim og svo vonumst við til að koma af stað keðjuverkun í samfélaginu.“ Að keyra undir áhrifum tækja Snjalltækjanotkun truflar ökumenn mikið. „Snjalltækin eru hönnuð þannig að þau eru sífellt að kalla á okkur og fólki virðist finnast þetta svo sjálfsagt að það hugar ekki að því hvaða þýðingu það hefur að skoða símann í akstri,“ segir Jónína. „Bara það að lenda í áköfum samræðum hefur gríðarleg áhrif á einbeitinguna. Þá verða viðbrögð við öllu í kringum mann hægari og það má líkja því við að vera undir áhrifum áfengis. Þannig að kannski getum við kallað þetta að vera undir áhrifum snjalltækja.“ „Við höfum góðar tölfræðiupp- lýsingar frá útlöndum þar sem talað er um að fjórðung slysa megi rekja til snjalltækjanotkunar,“ segir Jónína. „Hlutfallið gæti verið hærra, því það er ekki víst að fólk sem lendir í slysi viðurkenni alltaf snjalltækjanotkun undir stýri.“ Persónuleg ábyrgð Viðhorf fólks og hegðun virðist stangast á. „Samgöngustofa gerði viðhorfskönnun varðandi snjall- tækjanotkun undir stýri og um 80% sögðu að hún væri stórhættuleg,“ segir Jónína. „En samt sögðust um 30% stunda hana. Þetta virðist mjög sterkur ávani.“ „Ég held að þetta sé fyrst og fremst bara ákvörðun sem hver og einn þarf að taka. Að nota ekki símann undir stýri. Við verðum öll að leggja okkar af mörkum til að gera umferðina öruggari,“ segir Jónína. „Þeir sem eiga erfitt með að hætta að nota símann í akstri gætu prófað að slökkva á öllum tilkynningarhljóðum eða að sleppa að hafa hann við höndina. Nýjasta uppfærslan á iPhone bætti líka við sérstakri akstursstillingu og ég vona að fleiri snjalltækjaframleið- endur taki það til fyrirmyndar.“ Nú stendur líka til að hækka sektina við því að nota síma undir stýri úr 5.000 krónum í 40 þúsund krónur. „Víða í heiminum er verið að hækka sektir og herða reglur veru- lega og það hjálpar vonandi,“ segir Jónína. verkefninu vel tekið Landsbjörg hefur fundið fyrir miklum áhuga og ánægju með átakið. „Við höfðum samband við fyrirtæki í atvinnurekstri og hófum átakið í samstarfi við 11 fyrirtæki,“ segir Jónína. „Fleiri eru nú þegar að bætast í hópinn og fyrirtæki eru farin að hafa samband við okkur að fyrra bragði, sem er mjög ánægjulegt. Fyrirtækin og Slysavarnafélagið Landsbjörg skrifa undir yfirlýsingu um samfélagslega ábyrgð og eftir það merkja fyrirtækin bílana sína með merki og skilaboðum átaksins,“ segir Jónína. „Svo bjóðum við upp á fræðslufyrirlestur fyrir starfs- fólkið í samstarfi við Samgöngustofu og fyrirtækjunum býðst að gera samning við bílstjórana sína um að taka þátt í verkefninu af heilum hug og vera góð fyrirmynd í umferðinni,“ segir Jónína. Verkefnið er rétt að fara af stað. „Vonandi mun það lifa lengi, það er ekki vanþörf á,“ segir Jónína. „Það er langtímaverkefni að breyta viðhorfi fólks.“ Keyrum ekki undir áhrifum snjallsíma Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur nú fyrir átakinu „Vertu snjall undir stýri“ til að breyta viðhorfum fólks gagnvart því að nota snjalltæki undir stýri. Landsbjörg og fyrirtækin sem taka þátt skrifa undir yfirlýsingu um samfélags- lega ábyrgð. MYNd/LANdSBJÖRG Jónína Kristín Snorradóttir, slysa- varnafulltrúi hjá Landsbjörg. MYNd/ANtoN BRINK Ekki gera málamiðlanir þegar kemur að öryggi Goodyear er virtasti dekkjaframleiðandi heims, mmta árið í röð* *samkvæmt tímaritinu Fortune Nokkrir metrar í hemlunarvegalengd geta skipt öllu máli Þú færð Goodyear vetrardekkin á öllum betri hjólbarðaverkstæðum 1 2 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D F 4 -9 2 F 0 1 D F 4 -9 1 B 4 1 D F 4 -9 0 7 8 1 D F 4 -8 F 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.