Fréttablaðið - 12.10.2017, Page 48
Fótbolti Á Ísland besta heimavöll
í heimi? Tölurnar á síðustu mánuð-
um koma Laugardalnum örugglega
inn í þá umræðu enda hefur ekki
eitt einasta stig tapast í Laugardal
síðustu misseri.
Körfuboltalandsliðið komst inn
á Eurobasket í Helsinki í haust,
handboltalandsliðið er komið
inn á EM í Króatíu í janúar og fót-
boltalandsliðið tryggði sér sæti á
heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn
á mánudagskvöldið. Öll liðin voru
þarna að tryggja sig inn á sitt annað
stórmót í röð.
Lykillinn hjá öllum þessum þrem-
ur landsliðum var óaðfinnanlegur
árangur á heimavelli í undankeppn-
inni. Eitt misstig í heimaleik hefði
nægt hjá öllum liðunum þremur til
að koma í veg fyrir að þau kæmust
inn á fyrrnefnd stórmót.
Það eru hinsvegar engin víxlspor
eða fótaskortur hjá strákunum
okkar þegar þeir spila í Laugar-
dalnum þessa dagana.
Íslensku landsliðin þrjú hafa nú
unnið tólf leiki í röð í Dalnum eða
alla leiki síðan að handboltalands-
liðið vann þriggja marka sigur á
Portúgal í umspili um sæti á HM í
Frakklandi í júnímánuði 2016. Frá
þeim tíma hefur fótboltalandsliðið
unnið fimm leiki, handboltalands-
liðið fjóra leiki og körfuboltalands-
liðið þrjá leiki.
Íslensku liðin hafa ekki tapað
heimaleik í undankeppni stórmóts
síðan körfuboltalandsliðið tapaði
fyrir Bosníu-Hersegóvínu í lok ágúst
2014 en svo skemmtilega vill til að
strákarnir fögnuð eftir þann leik.
Íslenska liðið tryggði sér nefnilega
sæti á Eurobasket í fyrsta sinn með
því að ná „góðum“ úrslitum.
Eftir þennan undarlega leik í
Laugardalshöllinni 27. ágúst 2014
hafa landsliðin þrjú leikið tuttugu
leiki í röð í undankeppnum stór-
móta án þess að tapa. Liðin hafa
unnið 18 af leikjunum 20 eða alla
nema tvo jafnteflisleiki fótbolta-
landsliðsins haustið 2015 þegar sæti
á EM í Frakklandi var tryggt.
Fótboltalandsliðið hefur ekki
tapað keppnisleik á Laugardalsvelli
síðan í júní 2013 og handbolta-
landsliðið hefur ekki tapað keppnis-
leik í Höllinni síðan í júní 2006
Það er mikil þörf fyrir betri
aðstöðu fyrir landsliðin okkar í
Laugardalnum og margir sjá nýja
fjölnota íþróttahöll í hillingum.
Það er hins vegar ekki hægt að
líta framhjá því að lukkan er með
landsliðunum þessi misserin bæði
á Laugardalsvelli sem og í Laugar-
dalshöllinni. ooj@frettabladid.is
Laugardalur
til lukku
Karlalandsliðið í körfubolta
2 stórmót í röð
Undankeppni Eurobasket 2015
1 sigur og 1 tap*
Stigatala: +5 (153-148)
Komst á EM í Berlín
* Fögnuðu sæti á EM þrátt fyrir tap
Undankeppni Eurobasket
3 sigrar og 0 töp
Stigatala: +44 (246-202)
Komst á EM í Helsinki
Karlalandsliðið í fótbolta
2 stórmót í röð
Tuttugu leikir í röð án taps í Laugar-
dalnum
Undankeppni EM 2016
3 sigrar, 2 jafntefli og 0 töp
Markatala: +6 (9-3)
Komst á EM í Frakklandi
Undankeppni HM 2018
5 sigrar, 0 jafntefli og 0 töp
Markatala: +8 (10-2)
Komst á HM í Rússlandi
Karlalandsliðið í handbolta
2 stórmót í röð
Undankeppni EM 2016
3 sigrar, 2 jafntefli og 0 töp
Markatala: +45 (108-63)
Komst á EM í Póllandi
Undankeppni HM 2017 (umspil)
1 sigur, 0 jafntefli og 0 töp
Markatala: +3 (26-23)
Komst á HM í Frakklandi
Undankeppni EM 2018
3 sigrar, 0 jafntefli og 0 töp
Markatala: +10 (89-79)
Komst á EM í Króatíu
Tólf sigrar í röð hjá karlalandsliðum Íslands í keppnisleikjum í Laugardalnum
12. júní 2016 Handboltalandsliðið
vann Portúgal 26-23
31. ágúst 2016 Körfuboltalands-
liðið vann Sviss 88-72
14. september 2016 Körfubolta-
landsliðið vann Kýpur 84-62
17. september 2016 Körfubolta-
landsliðið vann Belgíu 74-68
6. október 2016 Fótboltalandsliðið
vann Finnland 3-2
9. október 2016 Fótboltalandsliðið
vann Tyrkland 2-0
2. nóvember 2016 Handboltalands-
liðið vann Tékkland 25-24
7. maí 2017 Handboltalandsliðið
vann Makedóníu 30-29
11. júní 2017 Fótboltalandsliðið
vann Króatíu 1-0
18. júní 2017 Handboltalandsliðið
vann Úkraínu 34-26
5. september 2017 Fótboltalands-
liðið vann Úkraínu 2-0
9. október 2017 Fótboltalandsliðið
vann Kósovó 2-0
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði þrjú mörk og gaf þrjár stoðsendingar í fimm heimaleikjum Íslands. FRéTTaBlaðið/ERniR
Íslensku karlalandsliðin
í fótbolta, handbolta
og körfubolta hafa ekki
tapað einu einasta stigi
í keppnisleikjum sínum
í Laugardalnum undan-
farna sextán mánuði. Öll
hafa komist á stórmótin.
Domino’s-deild kvenna
Breiðablik - Keflavík 72-69
Stigahæstar: Ivory Crawford 34/15 frá-
köst, Sóllilja Bjarnadóttir 12, Ísabella Ósk
Sigurðardóttir 11/13 fráköst - Brittanny
Dinkins 19/8 fráköst.
Valur - Skallagrímur 70-67
Stigahæstar: Hallveig Jónsdóttir 21,
Alexandra Petersen 15/9 fráköst, Elín Sóley
Hrafnkelsdóttir 15/8 fráköst - Carmen
Tyson-Thomas 35/18 fráköst, Sigrún Sjöfn
Ámundadóttir 18/10 fráköst.
Snæfell - Haukar 72-76
Stigahæstar: Kristen Denise McCarthy
38/10 fráköst/10 stolnir - Helena Sverris-
dóttir 25/13 fráköst/7 stoðsendingar,
Cherise Michelle Daniel 15/8 fráköst.
Nýjast
Í dag
19.05 Þór Þ. - njarðvík Sport
02.30 CiMB Classic Golfstöðin
Domino’s-deild karla:
18.00 Valur - Tindastóll
19.15 Þór Þ. - njarðvík
19.15 ÍR - Höttur
19.15 Grindavík - Haukar
Domino’s-deild kvenna:
19.15 njarðvík - Stjarnan
Olís-deild karla:
20.30 Valur - ÍR
Olís-deild kvenna:
18.30 ÍBV - Grótta
Olís-deild karla
Víkingur - FH 23-36
Markahæstir: Magnús Karl Magnússon 5,
Hlynur Óttarsson 4 - Einar Rafn Eiðsson 8/1,
Ágúst Birgisson 5, Gísli Þorgeir Kristjánsson
4, Óðinn Þór Ríkharðsson 4.
Olís-deild kvenna
Selfoss - Fram 23-34
Markahæstar: Hulda Dís Þrastardóttir 6,
Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 4/1 - Ragn-
heiður Júlíusdóttir 15/4, Þórey Rósa
Stefánsdóttir 7, Marthe Sördal 3, Elísabet
Gunnarsdóttir 3.
sTjÖrnusigur Í rússLanDi
stjarnan tryggði sér sæti í 16-liða
úrslitum Meistaradeildar Evrópu
með 0-4 útisigri á rússneska liðinu
rossiyanka í gær. Liðin skildu jöfn,
1-1, í fyrri leiknum í garðabænum
og stjarnan vann því ein-
vígið 5-1. Þetta er í
fyrsta sinn síðan
2008 sem íslenskt
lið kemst í
16-liða úrslit
Meistara-
deildar-
innar. Katrín
Ásbjörns-
dóttir skoraði
tvívegis fyrir
stjörnuna í
leiknum í gær og
Kristrún Kristjáns-
dóttir eitt mark. Þá
skoruðu rússarnir eitt
sjálfsmark.
óLaFur PÁLL TiL FjÖLnis
ólafur Páll snorrason er tekinn við
karlaliði Fjölnis í fótbolta. Hann
skrifaði undir þriggja ára samning
við grafarvogsfélagið. ólafur Páll
tekur við þjálfarastarfinu af Ágústi
gylfasyni sem er farinn til Breiða-
bliks. ólafur Páll er uppalinn
Fjölnismaður og lék með liðinu í
nokkur ár. Árin 2015-16 var hann
spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fjölni
en á síðasta tímabili var ólafur Páll
aðstoðarþjálfari hjá FH. Fjölnir
endaði í 10. sæti Pepsi-deildar-
innar á síðasta tímabili.
1 2 . o K t ó b e r 2 0 1 7 F i M M t U D A G U r28 S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð
sport
1
2
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
F
4
-B
5
8
0
1
D
F
4
-B
4
4
4
1
D
F
4
-B
3
0
8
1
D
F
4
-B
1
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
7
2
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K