Fréttablaðið - 12.10.2017, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 12.10.2017, Blaðsíða 48
Fótbolti Á Ísland besta heimavöll í heimi? Tölurnar á síðustu mánuð- um koma Laugardalnum örugglega inn í þá umræðu enda hefur ekki eitt einasta stig tapast í Laugardal síðustu misseri. Körfuboltalandsliðið komst inn á Eurobasket í Helsinki í haust, handboltalandsliðið er komið inn á EM í Króatíu í janúar og fót- boltalandsliðið tryggði sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn á mánudagskvöldið. Öll liðin voru þarna að tryggja sig inn á sitt annað stórmót í röð. Lykillinn hjá öllum þessum þrem- ur landsliðum var óaðfinnanlegur árangur á heimavelli í undankeppn- inni. Eitt misstig í heimaleik hefði nægt hjá öllum liðunum þremur til að koma í veg fyrir að þau kæmust inn á fyrrnefnd stórmót. Það eru hinsvegar engin víxlspor eða fótaskortur hjá strákunum okkar þegar þeir spila í Laugar- dalnum þessa dagana. Íslensku landsliðin þrjú hafa nú unnið tólf leiki í röð í Dalnum eða alla leiki síðan að handboltalands- liðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í umspili um sæti á HM í Frakklandi í júnímánuði 2016. Frá þeim tíma hefur fótboltalandsliðið unnið fimm leiki, handboltalands- liðið fjóra leiki og körfuboltalands- liðið þrjá leiki. Íslensku liðin hafa ekki tapað heimaleik í undankeppni stórmóts síðan körfuboltalandsliðið tapaði fyrir Bosníu-Hersegóvínu í lok ágúst 2014 en svo skemmtilega vill til að strákarnir fögnuð eftir þann leik. Íslenska liðið tryggði sér nefnilega sæti á Eurobasket í fyrsta sinn með því að ná „góðum“ úrslitum. Eftir þennan undarlega leik í Laugardalshöllinni 27. ágúst 2014 hafa landsliðin þrjú leikið tuttugu leiki í röð í undankeppnum stór- móta án þess að tapa. Liðin hafa unnið 18 af leikjunum 20 eða alla nema tvo jafnteflisleiki fótbolta- landsliðsins haustið 2015 þegar sæti á EM í Frakklandi var tryggt. Fótboltalandsliðið hefur ekki tapað keppnisleik á Laugardalsvelli síðan í júní 2013 og handbolta- landsliðið hefur ekki tapað keppnis- leik í Höllinni síðan í júní 2006 Það er mikil þörf fyrir betri aðstöðu fyrir landsliðin okkar í Laugardalnum og margir sjá nýja fjölnota íþróttahöll í hillingum. Það er hins vegar ekki hægt að líta framhjá því að lukkan er með landsliðunum þessi misserin bæði á Laugardalsvelli sem og í Laugar- dalshöllinni. ooj@frettabladid.is Laugardalur til lukku Karlalandsliðið í körfubolta 2 stórmót í röð Undankeppni Eurobasket 2015 1 sigur og 1 tap* Stigatala: +5 (153-148) Komst á EM í Berlín * Fögnuðu sæti á EM þrátt fyrir tap Undankeppni Eurobasket 3 sigrar og 0 töp Stigatala: +44 (246-202) Komst á EM í Helsinki Karlalandsliðið í fótbolta 2 stórmót í röð Tuttugu leikir í röð án taps í Laugar- dalnum Undankeppni EM 2016 3 sigrar, 2 jafntefli og 0 töp Markatala: +6 (9-3) Komst á EM í Frakklandi Undankeppni HM 2018 5 sigrar, 0 jafntefli og 0 töp Markatala: +8 (10-2) Komst á HM í Rússlandi Karlalandsliðið í handbolta 2 stórmót í röð Undankeppni EM 2016 3 sigrar, 2 jafntefli og 0 töp Markatala: +45 (108-63) Komst á EM í Póllandi Undankeppni HM 2017 (umspil) 1 sigur, 0 jafntefli og 0 töp Markatala: +3 (26-23) Komst á HM í Frakklandi Undankeppni EM 2018 3 sigrar, 0 jafntefli og 0 töp Markatala: +10 (89-79) Komst á EM í Króatíu Tólf sigrar í röð hjá karlalandsliðum Íslands í keppnisleikjum í Laugardalnum 12. júní 2016 Handboltalandsliðið vann Portúgal 26-23 31. ágúst 2016 Körfuboltalands- liðið vann Sviss 88-72 14. september 2016 Körfubolta- landsliðið vann Kýpur 84-62 17. september 2016 Körfubolta- landsliðið vann Belgíu 74-68 6. október 2016 Fótboltalandsliðið vann Finnland 3-2 9. október 2016 Fótboltalandsliðið vann Tyrkland 2-0 2. nóvember 2016 Handboltalands- liðið vann Tékkland 25-24 7. maí 2017 Handboltalandsliðið vann Makedóníu 30-29 11. júní 2017 Fótboltalandsliðið vann Króatíu 1-0 18. júní 2017 Handboltalandsliðið vann Úkraínu 34-26 5. september 2017 Fótboltalands- liðið vann Úkraínu 2-0 9. október 2017 Fótboltalandsliðið vann Kósovó 2-0 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði þrjú mörk og gaf þrjár stoðsendingar í fimm heimaleikjum Íslands. FRéTTaBlaðið/ERniR Íslensku karlalandsliðin í fótbolta, handbolta og körfubolta hafa ekki tapað einu einasta stigi í keppnisleikjum sínum í Laugardalnum undan- farna sextán mánuði. Öll hafa komist á stórmótin. Domino’s-deild kvenna Breiðablik - Keflavík 72-69 Stigahæstar: Ivory Crawford 34/15 frá- köst, Sóllilja Bjarnadóttir 12, Ísabella Ósk Sigurðardóttir 11/13 fráköst - Brittanny Dinkins 19/8 fráköst. Valur - Skallagrímur 70-67 Stigahæstar: Hallveig Jónsdóttir 21, Alexandra Petersen 15/9 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 15/8 fráköst - Carmen Tyson-Thomas 35/18 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 18/10 fráköst. Snæfell - Haukar 72-76 Stigahæstar: Kristen Denise McCarthy 38/10 fráköst/10 stolnir - Helena Sverris- dóttir 25/13 fráköst/7 stoðsendingar, Cherise Michelle Daniel 15/8 fráköst. Nýjast Í dag 19.05 Þór Þ. - njarðvík Sport 02.30 CiMB Classic Golfstöðin Domino’s-deild karla: 18.00 Valur - Tindastóll 19.15 Þór Þ. - njarðvík 19.15 ÍR - Höttur 19.15 Grindavík - Haukar Domino’s-deild kvenna: 19.15 njarðvík - Stjarnan Olís-deild karla: 20.30 Valur - ÍR Olís-deild kvenna: 18.30 ÍBV - Grótta Olís-deild karla Víkingur - FH 23-36 Markahæstir: Magnús Karl Magnússon 5, Hlynur Óttarsson 4 - Einar Rafn Eiðsson 8/1, Ágúst Birgisson 5, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Óðinn Þór Ríkharðsson 4. Olís-deild kvenna Selfoss - Fram 23-34 Markahæstar: Hulda Dís Þrastardóttir 6, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 4/1 - Ragn- heiður Júlíusdóttir 15/4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Marthe Sördal 3, Elísabet Gunnarsdóttir 3. sTjÖrnusigur Í rússLanDi stjarnan tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 0-4 útisigri á rússneska liðinu rossiyanka í gær. Liðin skildu jöfn, 1-1, í fyrri leiknum í garðabænum og stjarnan vann því ein- vígið 5-1. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2008 sem íslenskt lið kemst í 16-liða úrslit Meistara- deildar- innar. Katrín Ásbjörns- dóttir skoraði tvívegis fyrir stjörnuna í leiknum í gær og Kristrún Kristjáns- dóttir eitt mark. Þá skoruðu rússarnir eitt sjálfsmark. óLaFur PÁLL TiL FjÖLnis ólafur Páll snorrason er tekinn við karlaliði Fjölnis í fótbolta. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við grafarvogsfélagið. ólafur Páll tekur við þjálfarastarfinu af Ágústi gylfasyni sem er farinn til Breiða- bliks. ólafur Páll er uppalinn Fjölnismaður og lék með liðinu í nokkur ár. Árin 2015-16 var hann spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fjölni en á síðasta tímabili var ólafur Páll aðstoðarþjálfari hjá FH. Fjölnir endaði í 10. sæti Pepsi-deildar- innar á síðasta tímabili. 1 2 . o K t ó b e r 2 0 1 7 F i M M t U D A G U r28 S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð sport 1 2 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D F 4 -B 5 8 0 1 D F 4 -B 4 4 4 1 D F 4 -B 3 0 8 1 D F 4 -B 1 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.