Fréttablaðið - 12.10.2017, Page 69

Fréttablaðið - 12.10.2017, Page 69
Hver er munurinn á kaffi og orkudrykkjum? Heilsan okkar Jóhanna E. Torfadóttir næringarfræð- ingur og doktor í lýðheilsu- vísindum. Kaffi og orku-drykkir inni-halda örvandi efnið koffín. Auk þess er oft bætt fleiri örv- andi efnum í orkudrykki svo sem gin- seng og jafnvel næringarefnum eins og amínósýrum og víta- mínum. Kaffidrykkja hefur verið tengd við lægri sjúkdómatíðni og á það við um hóflega og jafnvel mikla neyslu (allt að 6 bollar á dag). Þessi jákvæðu áhrif eru líklegast tilkomin vegna andoxunarefna (pólýfenóla) sem eru í kaffi- baununum en eru ekki í orku- drykkjum. Í venjulegum kaffibolla fáum við á bilinu 100-150 mg af koff- íni og í einni dós af orkudrykk á bilinu 80-130 mg. Um flesta orkudrykki gildir að þeir skulu merktir með varnaðarorðunum: Ekki æskilegt fyrir börn eða barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti. Koffín getur dregið úr ein- kennum þreytu, aukið hjart- slátt og mögulega bætt einbeit- ingu. Rannsóknir sýna að mikil koffínneysla veldur neikvæðum áhrifum, eins og svefnerfiðleik- um, þreytu, höfuðverk, maga- verk, niðurgangi og pirringi. Þá er vitað að mikil koffínneysla, hvort sem er frá kaffi eða orku- drykkjum getur valdið fósturláti og eitrunareinkennum svo sem uppköstum, óreglulegum hjart- slætti og yfirliði. Kaffi er orkusnauður drykkur en ef við bætum mjólk og sykri við þá eykst orkuinnihaldið. Sem dæmi inniheldur latte án síróps um 140 hitaeiningar. Í mörgum orkudrykkjum kemur öll orkan frá viðbættum sykri og algengt að ein dós (250 ml) innihaldi um 115 hitaeiningar sem samsvarar 14 sykurmolum. Sumir orkudrykkir innihalda lítið sem ekkert af hitaeiningum og gefa þá ekki orku en aðeins örvandi áhrif. Lesendum er bent á að senda sérfræðingum okkar spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á heilsanokkar@frettabladid.is. Niðurstaða: Orkudrykkir innihalda viðbætt örvandi efni og oft mikið magn af viðbættum sykri. Kaffi inni- heldur koffín sem kemur frá kaffibaununum. Of mikið koffínmagn getur verið skað- legt heilsu. RannsókniR sýna að mikil koffín- nEysla vElduR nEikvæð- um áHRifum, Eins og svEfnERfiðlEikum, þREyTu, HöfuðvERk, magavERk, niðuRgangi og piRRingi. Bandaríkjamenn eru þekktir fyrir að taka hrekkjavökuna eða Halloween alvarlega og leikkonan Angelina Jolie er víst engin undantekning. Í vikunni mun hún hafa pungað úr 1.000 Bandaríkjadöl- um, sem samsvarar rúmum 100 þús- und íslenskum krónum, í skreytingar og búninga fyrir Hrekkjavökuna. Meðal þess sem hún keypti eru hin ýmsu vopn þakin gerviblóði, spenni- treyja, gervifugl í búri og ballerínu- pils að því er fram kemur á vef TMZ. Tólf ára dóttir hennar, Zahara, var í för með mömmu sinni í versl unar- leiðangrinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jolie ratar í fréttirnar fyrir að hafa eytt dágóðri summu í skraut og búninga fyrir hrekkjavökuna sem hún heldur greinilega hátíðlega. Þess má geta að Hrekkjavakan er haldin 31. október og hefð hefur myndast fyrir því að börn klæðist búningum og grímum og gangi á milli húsa til að sníkja sælgæti. – gha spreðaði rúmum 100.000 krónum í hrekkjavökuskraut og búninga Leikkonan angelina Jolie virðist vera mikill aðdáandi hrekkjavök- unnar. NOrDiCPHOtOs/ GEttY JoliE kEypTi mEðal annaRs spEnniTREyJu og gERvifugl í búRi. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA RAMMGÖLDRÓTT „Frumleg, grípandi og spennandi hrollvekja.“ H Þ Ó / F R É T T A B L A Ð I Ð ( U M D R A U G A - D Í S U ) Hugmyndaflug á heimsmælikvarða Fyrir alla fantasíu- aðdáendur Drauga-Dísa var tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna L í f i ð ∙ f R É T T A B L A ð i ð 49f i M M T U D A G U R 1 2 . o k T ó B e R 2 0 1 7 1 2 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D F 4 -8 9 1 0 1 D F 4 -8 7 D 4 1 D F 4 -8 6 9 8 1 D F 4 -8 5 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.