Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Blaðsíða 8
Helgarblað 13.–16. janúar 20178 Fréttir
Þórdís er kraftmikil, skemmtileg,
óstundvís og elskar kökur og vín
n Mamman og besta vinkonan tala n Hver er Þórdís Kolbrún nýr ráðherra Sjálfstæðisflokksins
Þ
órdís Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir er yngst kvenna
í Íslandssögunni til að taka
við ráðherraembætti. Hún
varð í vikunni ráðherra
ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar
aðeins 29 ára gömul. Þá er hún næst
yngst allra íslenskra ráðherra, að-
eins Eysteinn Jónsson var yngri en
hann var 27 ára þegar hann settist
á þing fyrir Framsóknarflokkinn og
varð fjármálaráðherra fyrir margt
löngu eða árið 1934. DV heyrði í
móður Þórdísar, Fjólu Katrínu Ás-
geirsdóttur, og náinni vinkonu
hennar, Emilíu Ottesen, og fékk að
vita hverjir væru kostir og veikleikar
ráðherrans.
„Á maður ekki að vera einlægur
og hreinskilinn eins og hún er og ég
reyndar líka?“ segir Fjóla en á erfitt
með að finna galla hjá dóttur sinni.
„Hún hefur alltaf verið skemmti-
leg, með létta lund og kraftmikil. Ég
var í vandræðum með hana þegar
hún var lítil, ég fékk ekkert að gera
fyrir hana og þýddi ekkert að reyna
að reima skóna hennar eða greiða
henni. Það vildi hún gera sjálf.“
Þórdís, sem er lögfræðimenntuð,
var í framhaldsskóla þegar hún
hóf að skipta sér af pólitík. Hún
tók sæti í stjórn SUS árið 2007 og
varð for maður Þórs, félags ungra
Sjálfstæðis manna á Akranesi. Hún
var á lista flokksins það sama ár í
Norðvesturkjördæmi. Árið 2013 var
hún aftur á lista flokksins og kosn-
ingastjóri fyrir alþingiskosningar
í Norðvesturkjördæmi. Með skóla
var Þórdís framkvæmdastjóri þing-
flokksins og í desember 2014 réð
Ólöf Nordal Þórdísi sem aðstoðar-
mann í innanríkisráðuneytinu.
Þórdís er í sambúð með Hjalta S.
Mogensen en saman eiga þau tvö
börn, Marvin Gylfa, fjögurra ára, og
Kristínu Fjólu, sem er um þriggja
mánaða. Þórdís er alin upp á Akra-
nesi en er ættuð af Vestfjörðum og
Ströndum.
„Hlæið, brosið og
hættið að röfla“
Þórdís hefur vakið
athygli fyrir einlæga
pistla á Facebook-
síðu sinni. Í júlí
2015 fjallaði hún
um sáran missi
þegar hún greindi
frá því að á þeim
tíma væru fimm ár
liðin frá því að fyrr-
verandi kærasti
hennar, Óskar Stef-
ánsson, lést af slys-
förum árið 2010.
„Hann hafði
verið kærasti minn í þrjú ár, kennt
mér á lífið, kennt mér að gagnrýna –
sem er beisiklí það sem ég vinn við í
dag – kennt mér að drekka rauðvín,
sem ég elska, kennt mér að efast –
sem er mjög mikilvægt, sérstaklega
þegar maður vinnur með valdhöfum
og í stjórnmálum.“
Sagði Þórdís erfitt að sætta sig við
það að hann fengi ekki að njóta lífs-
ins og þakkaði honum fyrir að kenna
sér að meta gjafirnar í lífinu.
„Ég þakka fyrir – á hverjum degi –
fyrir son minn, fólkið mitt, tækifærin
mín og líf mitt […] Njótið, þakkið fyr-
ir ykkur, hlæið, brosið og hættið að
röfla. Við erum heppin að fá að taka
þátt í lífinu.“
„Í baráttunni mun lítil stúlka
fylgja mér í bumbunni“
Þórdís notaði aftur samskiptamiðla
þegar hún greindi frá því að hún
hygðist bjóða fram krafta sína fyrir
síðustu kosningar. Við það tæki-
færi sagði ráðherrann: „Í barátt-
unni mun lítil stúlka fylgja mér í
bumbunni.“ Ástæðan fyrir fram-
boðinu var einföld: áhugi á stjórn-
málum, þau væru krefjandi
og gefandi. Kröfur og
viðhorf hefðu breyst
á síðustu árum. Lík-
lega hefur Þór-
dís ekki átt von á
því að nokkrum
mánuðum síðar
yrði hún ráðherra
í nýrri ríkisstjórn.
„Krafa um jafn-
ari þátttöku karla
og kvenna, sem og
víðtækari skírskot-
un til allra aldurs-
hópa með aukn-
um áhrifum ungs
fólks blasir við öll-
um sem vilja sjá. Þá er það eðli-
leg og skýr krafa að almannahags-
munir ráði för í stjórnmálum. Ég er
sammála þessum sjónarmiðum og
gef kost á mér á grundvelli þeirra.“
„Foreldrar sem ekki bólusetja
börnin sín, skammist ykkar“
Þann 10. desember síðastliðin
vöktu skrif Þórdísar um veikindi
dóttur hennar mikla athygli. Þá
greindi hún frá því á samskipta-
miðlum að dóttir hennar hefði
greinst með kíghósta aðeins tæp-
lega sex vikna gömul. Var um
eina skráða tilfellið á árinu. Á Vísi
var haft eftir Þórdísi: „ Foreldrar
sem ekki bólusetja börnin sín;
skammist ykkar og lesið ykkur til.“
Þá sagði hún einnig:
„Fyrir móður sem hefur gengið
með barn í níu mánuði og passað
upp á það inni í verndaðri bumbu,
gert allt af líkama og sál til að koma
því í heiminn og starað svo á það í
nokkrar vikur, gefið því brjóst og
hugsað um það er erfitt að horfa
upp á barnið sitt agnarsmátt fimm
kíló verða blátt í framan í hósta-
köstum og þurfa vanmáttug að
treysta á fólk sem veit og kann bet-
ur að hjálpa henni.“
Í samtali við DV segir Fjóla, að
dóttir Þórdísar hafi fyrir viku, eft-
ir sex vikna dvöl á spítala verið út-
skrifuð.
Bjóst ekki við þessu
Það vakti athygli þegar Þórdís var
skipuð ráðherra í nýrri ríkisstjórn
aðeins 29 ára gömul. Á samskipta-
miðlum var nokkuð um að bent væri
á reynsluleysi hennar á meðan aðr-
ir nýliðar á ráðherrastóli s.s. Bene-
dikt Jóhannsson sluppu við gagn-
rýni af svipuðum toga. Fjóla bendir
á að dóttir hennar sé búin að lifa og
hrærast í pólitík frá því hún var í fjöl-
brautaskóla.
„Það er hálf hallærislegt að finna
ekki galla hjá stúlkunni. Ég get
bara hrósað henni fyrir dugnað og
hversu fljót hún er, hún fer um eins
og stormsveipur. Hún hefur alla tíð
verið rosalega geðgóð sem mér hef-
ur alltaf þótt mikill og góður kostur í
fari fólks.“
Pólitík frá föðurfjölskyldunni
„Guðmundur Ingólfsson, afi hennar,
var mikill Sjálfstæðismaður. Hann
sat í bæjarstjórn Ísafjarðar frá 1971
til 1986 og var átta ár forseti bæjar-
stjórnar,“ segir Fjóla og bætir við að
hún og Gylfi, eiginmaður hennar,
séu bæði frá Vestfjörðum. Þá á Þór-
dís einnig ættir sínar að rekja til
Skjaldabjarnarvíkur á Ströndum en
langafi hennar var Kristján Guðjóns-
son sem var faðir Guðjóns Arnars
Kristjánssonar, fyrrverandi þing-
manns. Þá er amma hennar Jóna
Valgerður Kristjánsdóttir sem sat eitt
kjörtímabil fyrir Kvennalistann.
„Hún er svo hrein og bein að ég
held að það yrði seint sem að hún
færi í einhver hlutverk. Það er gott
að ungu fólki sé gefið tækifæri. Núna
gengur lífið yndislega en hún fékk
dóttur sína heim af spítalanum síð-
astliðinn föstudag.
Hún fór sex vikna inn á spítala og
var sex vikur inni og var óhugnan-
lega veik,“ segir Fjóla. „Nú er staðan
öllu betri. Barnið orðið heilbrigt og
þetta er eintóm hamingja.“
Emilíu Ottesen gekk nokkuð
betur en Fjólu að nefna galla,
reyndar aðeins einn, í fari vinkonu
sinnar. Í samtali við DV lýsir hún
hennar eina galla á eftirfarandi hátt:
„Hann er óstundvísi. Hún er
búin að lofa mér því að sá galli heyri
sögunni til. Ég er með það loforð
skriflegt.“
Kostirnir eru að sögn Emilíu að
Þórdís búi yfir þeim eiginleika að
hafa einlægan áhuga á skoðunum
annarra og eigi auðvelt með að setja
sig í spor þeirra sem hún á samtal
við.
„Hún er líka einstaklega klár
og staðföst og fyrir vikið tekur
hún upplýstar og sanngjarnar
ákvarðanir. Það þarf varla að taka
það fram en ég treysti henni 110
prósent og hlakka til að fylgjast með
henni takast á við þetta verkefni.
Hún hefur líka mikinn áhuga á
góðum kökum og rauðvíni sem mér,
persónulega finnst mikill kostur,
en fyrst og fremst er hún heimsins
besta vinkona.“ n
Kristjón Kormákur Guðjónsson
kristjon@dv.is
Nýdönsk og Beyoncé Í samtali við Vísi upplýsti Þórdís að Beyoncé og Nýdönsk væru
oftast spiluð á Spotify. Helgarfrí fara í að vera með fjölskyldunni, bakstur, sundferðir, góðan
mat og rauðvín. Fallegasti staðurinn er Santorini og Vín er sú borg sem er í mestu uppáhaldi.
MyNd SiGtryGGur Ari
„Þórdís hefur bara
einn galla og hann
er óstundvísi.
Einlæg á Facebook Pistlar
Þórdísar hafa margir vakið athygli
en hún hefur verið óhrædd við að
opna sig um erfið mál.
Lítið um frí framundan Þórdís elskar helgarfrí. Nú hefur hún sest í ráðherrastól og fríin
verða þá af skornum skammti. MyNd SiGtryGGur Ari
„Njótið, þakkið
fyrir ykkur, hlæið,
brosið og hættið að röfla.