Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Side 14
Helgarblað 13.–16. janúar 201714 Fréttir
Björt framtíð
Í
stefnuyfirlýsingu hinnar nýju
ríkis stjórnar Sjálfstæðisflokks,
Viðreisnar og Bjartrar framtíðar
er að finna tuttugu málefnakafla
þar sem tæpt er á þeim verkefnum
sem stjórnin hyggst setja á oddinn á
kjörtímabilinu. Það er nokkuð sam
dóma álit þeirra sem lesið hafa yfir
lýsinguna að hún sé fremur almennt
orðuð, fátt sé um ákveðnar áætlan
ir en heldur sé talað um fyrirheit,
að kanna skuli hitt og þetta og vinna
skuli að tillögum.
Þó er hægt að lesa út úr stjórnar
sáttmálanum, í nokkrum tilfellum,
að flokkarnir hafi þurft að gefa eftir
þegar kemur að málefnaáherslum.
DV tók fyrir kosningar saman kosn
ingakompás þar sem stefna flokk
anna í aðskildum málum var dreg
in fram. Hér að neðan má sjá stefnur
flokkanna í fimm málaflokkum born
ar saman við stefnuyfirlýsinguna.
Ef draga má einhverja heildstæða
ályktun af samanburðinum er hún
sú að Sjálfstæðisflokkurinn hafi náð
fram sínum stefnumálum að mestu
en Björt framtíð hafi hins vegar þurft
að gefa verulega eftir. n
n Samanburður á stefnumálum og stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna
Freyr Rögnvaldsson
freyr@dv.is
dró stutta stráið
Evrópusambandsaðild
Þegar kemur að afstöðunni til Evrópusambandsins má halda því fram með réttu að
sjónarmið Sjálfstæðisflokksins hafi orðið ofan á. Stefna flokksins var að Ísland stæði utan
Evrópusambandsins en á sama tíma vildi Viðreisn að það yrði lagt í dóm þjóðarinnar hvort
aðildarviðræðum við sambandið yrði haldið áfram. Björt framtíð gekk hins vegar lengra
og vildi að aðildarsamningurinn yrði kláraður og hann lagður í dóm þjóðarinnar. Í stjórnar
sáttmálanum segir að „komi fram þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarvið
ræður við Evrópusambandið“ séu flokkarnir sammála um að leiða málið til lykta undir lok
kjörtímabilsins. Niðurstaðan er því sú að sjónarmið Sjálfstæðisflokksins urðu ofan á en Björt
framtíð gaf að fullu eftir.
Landbúnaður
Viðreisn vildi að landbúnaður lyti sömu
lögmálum og annar atvinnurekstur
þegar kæmi að lögum og reglum
um samkeppni og vísaði þar með til
þess að undanþágur afurðastöðva
í mjólkuriðnaði frá samkeppnislög
um yrðu afnumdar. Enn fremur að
ríkisvaldið legði af framleiðslu og
sölustýringu á afurðum og að afnema
bæri tolla og innflutningshöft á
landbúnaðarvörur. Björt framtíð vildi
að opnað yrði á frekari samkeppni og
inn og útflutning landbúnaðarvara.
Þingmenn flokksins beittu sér þá
harkalega gegn, og greiddu atkvæði á
móti, búvörusamningum. Sjálfstæðis
flokkurinn lagði áherslu á að nýta
svigrúm sem landbúnaði skapaðist
með nýjum búvörusamningi til fram
þróunar. Í stjórnarsáttmála segir að
endurskoða eigi búvörusamninga ekki
síðar en 2019. Það er hins vegar sama
tímasetning og er í samningunum eins
og þeir voru undirritaðir. Í stjórnarsátt
málanum er ekki að finna neitt ákveðið
um breytingar en fyrirheit um það að af
hálfu stjórnvalda verði hvatt til að „að
vægi almennari stuðnings verði aukið,
svo sem til jarðræktar, fjárfestingar,
nýsköpunar, umhverfisverndar og
nýliðunar, en dregið úr sértækum
búgreinastyrkjum.“ Niðurstaðan er sú
að búvörusamningar standa og fárra
breytinga er að vænta fyrsta kastið.
Björt framtíð virðist sérstaklega hafa
dregið stutta stráið í þessum efnum.
Skattamál
Sjálfstæðisflokkurinn vildi lækka skatta og einfalda skattkerfið, lækka
tryggingargjald og afnema lágmarksútsvar. Viðreisn vildi einföldun á skatt
kerfinu og fækka undanþágum og reglum. Björt framtíð var á svipuðum nótum,
einfalda bæri skattkerfið og gera það réttlátt og skiljanlegt fyrir almenning.
Í stjórnarsáttmála er ekki talað um lækkun skatta heldur talað fyrir því að
hlutverk skattkerfisins sem tekjuöflunartækis fyrir sameiginleg útgjöld verði
styrkt. Einföldun og sanngirni eru nefnd í sáttmálanum. Niðurstaðan er sú að
Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki sínu framgengt varðandi lækkun skatta.
Stjórnarskrá
Björt framtíð vildi að ný stjórnarskrá á grunni tillagna stjórnlagaráðs yrði að veruleika, þó
bregðast þyrfti við málefnalegum athugasemdum. Viðreisn vildi að endurskoðun stjórnar
skrárinnar yrði lokið með víðtækri sátt. Sjálfstæðisflokkurinn lagði áherslu á að varlega
þyrfti að fara í breytingar, ná þyrfti víðtækri pólitískri sátt og að óheillavænlegt væri að
knýja fram róttækar breytingar í krafti meirihluta hverju sinni. Í stjórnarsáttmála segir að
unnið verði að endurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli „þess viðamikla starfs sem átt
hefur sér stað undanfarin ár“. Skipa skuli þingmannanefnd
sem starfi með sér
fræðingum og skila eigi
tillögum ekki síðar en árið
2019. Niðurstaðan er sú að
stefna Bjartrar framtíðar
varð undir, Sjálfstæðis
flokkurinn gaf eftir en
Viðreisn kemst næst því að
ná sínu fram. Fiskveiðistjórnunarkerfið
Stefna Sjálfstæðisflokksins var að halda ætti kerfinu óbreyttu og tryggja með því
stöðugleika í greininni. Hvor tveggja Viðreisn og Björt framtíð vildi hins vegar setja
kvóta á markað og fá með því sanngjarnt afgjald fyrir aðgang af auðlindinni. Niður
staðan í stjórnarsáttmálanum er að halda skuli í aflamarkskerfið en kannaðir verði
kostir þess að í stað ótímabundinnar úthlutunar á veiðirétti verði byggt á langtíma
samningum. Samhliða því verði metið hvort aðrir kostir séu tiltækir til að tryggja
eðlilegt gjald fyrir aðgang að auðlindinni, svo sem markaðsleið eða afkomutengt
gjald. Niðurstaðan er því sú að Viðreisn og Björt framtíð gáfu eftir kröfur sínar um að
kvóti yrði settur á markað en fengu í staðinn óljós fyrirheit um að kanna möguleika á
uppboðsleið, eða öðrum leiðum.
Almenn stefnuyfirlýsing Stefnuyfir
lýsing ríkisstjórnarinnar er almenn en þó má
greina í henni hvar flokkarnir hafa þurft að
takast á um málefni. Mynd SigtRygguR ARi