Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Qupperneq 16
Helgarblað 13.–16. janúar 201716 Fréttir Erlent Edwin Debrow var dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir morð sem hann framdi 12 ára gamall Þ ó að Edwin Debrow sé aðeins 37 ára hefur hann líklega verið lengur í fang- elsi en allir jafnaldrar hans í heiminum. Síðastliðin ár hefur öryggisfangelsið í Beeville í Texas verið heimili Edwins. Ástæð- an er örlagarík ákvörðun sem hann tók sem barn árið 1991, árið sem hann varð tólf ára. Í september það ár varð Edwin leigubílstjóra að nafni Curtis Edwards að bana. Ed- wards þessi var kennari í San Ant- onio og starfaði sem leigubílstjóri í aukavinnu. Seldi krakk 10 ára Edwin ólst upp í sárri fátækt í East Side-hverfinu í San Antonio þar sem fíkniefnaneysla og afbrot voru dag- legt brauð hjá stórum hluta íbúa. Fjölskylda Edwins fór ekki varhluta af þessu en hann var alinn upp af einstæðri móður og átti sex systkini. Hann gekk til liðs við gengi í hverf- inu, Altadena Blocc Crips, þegar hann var tíu ára og um svipað leyti var hann byrjaður að selja krakk á götum hverfisins undir handleiðslu eldri meðlima gengisins. Hann stal bílum og þótt hann væri ekki einu sinni kominn á kynþroskaskeiðið gaf hann vændiskonum eiturlyf í skiptum fyrir munnmök. Þá framdi hann rán með eldri félögum sínum og skaut á hús þar sem vitað var að meðlimir annarra gengja bjuggu. „Ég naut verndar og þegar maður er barn í jafn hörðum heimi og þess- um hefur vernd mikla þýðingu fyr- ir mann,“ sagði Edwin í viðtali við Texas Monthly fyrir skemmstu. Kvöldið sem allt breyttist Það var svo að kvöldi 21. september árið 1991, þegar Edwin var tólf ára, að líf hans breyttist til frambúðar. Það kvöld fékk vinur móður hans, maður að nafni Floyd Hardeman, sem líkt og Edwin hafði villst af leið í lífinu, Edwin til að koma með sér í ránsleiðangur. Markmiðið var að ræna leigubílstjóra og fór svo að þeir veifuðu bíl sem fyrrnefndur Ed- wards ók. Hardeman settist í framsæti bif- reiðarinnar á meðan Edwin settist aftur í. Stuttu eftir að Edwards ók af stað með farþegana krafðist Edwin þess að hann afhenti það lausafé sem var í bifreiðinni. Edwards, sem var einstæður faðir sex ára drengs, neitaði. Þegar ljóst var að ránið væri að fara út um þúfur dró Edwin upp byssu og skaut Edwards í hnakkann. Edwards, sem talinn er hafa lát- ist samstundis, missti vitanlega stjórn á bifreiðinni og slasaðist Ed- win töluvert á meðan Hardeman flúði af vettvangi. Edwin tókst að skakklappast út úr bifreiðinni áður en hann missti meðvitund skammt frá vettvangi. Þegar hann vaknaði á sjúkrahúsi skömmu síðar sagði hann læknum og heilbrigðisstarfs- „Þessi börn hafa alist upp í litlum búrum þar sem þau hafa upplifað hluti sem við getum ekki ímyndað okkur. Tólf ára fangi Þessi mynd vakti mikla athygli á sínum tíma. Á henni sjást laganna verðir leiða Edwin Debrow sem var tólf ára þegar hann myrti mann. Með móður sinni Edwin sést hér á mynd með móður sinni, Seletha. Myndin var tekin á síðasta ári. Tólf ár orðingi Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.