Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Qupperneq 18
Helgarblað 13.–16. janúar 201718 Umræða
Laurel og Hardy (alias Gög og Gokke, Steini og Óli)
K
vikmyndin „Helpmates“ er
um tuttugu mínútna löng
og hún hefst á því að Oliver
Hardy vaknar timbraður og
horfir yfir heimili sitt þar
sem allt er á rúi og stúi eftir fyllirís-
gleðskap heillar helgar. Þá hringir
dyrabjallan og þar er kominn sendi-
sveinn með símskeyti frá eiginkon-
unni: þar segir að hún sé væntan-
leg heim þennan sama dag, hafi flýtt
för sinni. Það þýðir að nú þarf að
koma húsinu í stand í einum græn-
um. Hinn stóri og breiðvaxni Oliver
hringir í sinn besta vin, Stan Laurel,
og eftir kostulegt samtal fellst sá síð-
arnefndi á að koma yfir og hjálpa
vininum með tiltektina. Uppvask
og hreingerningar eru auðvitað rak-
ið efni í slapstikk-húmor, og auðvit-
að gengur allt á afturfótunum með
vatnsgusum, mölbrotnu leirtaui og
þannig löguðu; meðal annars eyði-
leggst fleira en eitt sett af alklæðn-
aði húsbóndans í öllum atgangin-
um. Loks á hann ekkert eftir fatakyns
nema einhvers konar grímubúning,
svona eins og gamaldags prúss-
neskur stríðsmaður með korða og
hjálm. Þannig heldur hann af stað á
brautarstöðina þegar frúin hringir,
hún er komin þangað; við höfðum
áður séð af henni ljósmynd og þar
sést kona sem ekki er hlátur í hug.
Þótt margt hafi gengið brösótt í
tiltektinni hefur hún samt merkilegt
nokk lánast á endanum; allt er orðið
hreint og huggulegt. Stan Laurel
sem er að ljúka verkinu ákveður að
lokum að kveikja upp í arninum
svo að heimkoman af brautarstöð-
inni verði næs og kósí fyrir hjón-
in. Það fer auðvitað eins og við er
að búast; kannan með uppkveiki-
leginum fer um koll og húsið stend-
ur í björtu báli. Þegar Oliver Hardy
rennir í hlað er ekkert eftir af húsinu
nema nokkrir burðarbitar, og inni í
rústunum stendur Stan Laurel með
garðslönguna og er að ljúka við að
Laurel og Hardy Sannir
snillingar í gamanleik.
„Þeir voru um flest
með hófstillta
tjáningu; töluðu með
sinni eigin rödd, stæla-
laust, beittu augngotum
og „eðlilegum svipbrigð-
um“, sem tjáðu undrun,
hreykslun, gleði, og þess-
háttar.
Einar Kárason rithöfundur skrifar
Þér að segja
Fyndnustu
menn í heimi
Karamella og perur Súkkulaði og ferskjur Vanilla og kókos
Bragðgóð grísk jógúrt að vestan