Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Síða 24
Helgarblað 13.–16. janúar 20172 Netverslanir - Kynningarblað Flott merki á góðu verði – spennandi nýjungar reglulega Netverslunin Daria.is V ið leitumst við að vera með flott merki á góðu verði og reynum líka meðvitað að halda verðinu niðri með lítilli álagningu,“ segir Jó- hanna Ósk Þorsteinsdóttir, eigandi netverslunarinnar Daria.is, en þar eru seldar mjög vinsælar snyrti- og húðvörur auk snyrtispegla sem hafa slegið í gegn. „Stækkanlegir snyrtispeglar með ljósi seldust mjög mikið hjá okkur fyrir jólin og núna erum við að fá fleiri tegundir af þeim,“ segir Jó- hanna. Meðal vinsælla snyrtivöru- merkja í versluninni eru „make-up“ vörur frá The Balm og LA Splash. „Við erum líka með leirmaska sem hafa slegið í gegn og heita Muddy Body.“ Daria.is sendir vörur hvert á land sem er og líka til útlanda. Enginn sendingarkostn- aður er fyrir pakka sem komast inn um bréfalúgur en fyrir stærri pakka þarf að greiða sendingarkostnað, en ábyrgðarpóstur með rekjanlegu númeri kostar 590 krónur. En sé keypt fyrir 15.000 krónur eða meira fellur sendingar- kostnaður alltaf niður. Daria.is er til húsa að Hafnar- götu 26 í Reykjanes- bæ og þar er rekin verslun á staðnum auk vefverslunarinnar. Jóhanna og eiginmað- ur hennar sjá um rekstur fyrirtæk- isins en auk þeirra er ein starfskona. Verslunin að Hafnargötu 26 er opin virka daga frá 13 til 18 og 12 til 16 á laugardögum. Þar er bæði hægt að skoða og prófa vörurnar. „Við erum einmitt á leið til Los Angeles núna til að taka þátt í stærstu snyrtivörusýn- ingu í heimi – Imats,“ segir Jóhanna sem alltaf er opin fyrir því að bjóða viðskiptavinum upp á nýjar og áhugaverðar vörur. Það er því um að gera fyrir áhugasama að fylgjast með á vefnum daria.is eða kíkja í versl- unina í Hafnargöt- unni, því reglulega eru spennandi nýjungar í boði. n Fyrsta flokks fæðubótarefni og fjölbreyttar heilsuvörur Bodybuilder.is N etverslunin Bodybuilder.is býður upp á mikið úrval af fæðubótarefnum og ýms- um vinsælum vörum fyrir þá sem stunda íþróttir eða vilja komast í betra form. Eigandinn, Arnlaugur Einarsson, hefur rekið verslunina í sjö ár með góðum ár- angri og úrvalið er afskaplega mikið. Flestar vörurnar koma frá Bretlandi (Gonutrition) og Þýskalandi (Body Attack) og eru því framleiddar í sam- ræmi við stranga löggjöf ESB um innihalds- efni. Þetta eru því bæði hollar og ör- uggar vörur. Hágæða próteinduft njóta vinsælda meðal viðskiptavina Bodybuilder.is en ýmsar aðrar vör- ur eru ekki síður vinsælar og allrar athygli verðar. Þar má nefna kol- vetnasnauða steinefnadjúsa. Þessi safaþykkni eru afskaplega góður valkostur í staðinn fyrir gosdrykki og sykraðar safategundir, til dæmis handa börnum. Í boði eru 14 bragð- tegundir. „Þessi djúsþykkni eru líka mikið notuð af langhlaupurum og öðrum sem stunda þrekíþrótt- ir því steinefnin koma þarna sterk inn,“ segir Arnlaugur. Þá má nefna Leucine amínó- sýru en það er stök amínósýra sem seld er bæði í töflu- og duft- formi. „Hún er tekin inn bæði fyrir og eftir æfingar og eykur fitu- brennslu. Ég kynntist þessari vöru fyrst vegna þess að ég er í svokölluðum „carb nite“- hóp á Facebook. Þar er fylgt hug- myndafræði þar sem lagt er upp úr kolvetnasnauðu fæði en Leucino amínósýran ýtir síðan undir bæði brennslu og vöðva- uppbyggingu og hjálpar þannig enn frekar til við að ná árangri,“ segir Arn- laugur. Önnur vara sem hefur notið mikilla vinsælda undan- farið er hristibrús- inn „fuelshaker“: „Dufthólfið er inn- byggt í brúsann og hann virkar öðruvísi að því leyti að þú los- ar duftið beint í brús- ann án þess að þurfa að opna hann og hella duftinu í,“ segir Arn- laugur en þetta er óneitanlega afar hand- hægur brúsi fyrir þá sem útbúa sér oft drykki úr dufti. Fyrirtæki Arnlaugs starfar eingöngu á netinu og vefsíðan bodybuild- er.is er opin allan sól- arhringinn. Vörur eru sendar hvert á land sem er. Enginn sendingar- kostnaður er fyrir þá sem kaupa fyrir 10.000 krónur eða meira en ef keypt er fyrir lægri upphæðir bætist hóflegt sendingargjald við. Það er um að gera að skoða úrval- ið á bodybuilder.is og kanna hvort þú finnur ekki einmitt vörur sem þér henta til að komast í betra form. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.